Fara í efni

Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings

Málsnúmer 202101145

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 83. fundur - 08.02.2021

Fyrir fjölskylduráði liggur Jafnréttisáætlun Norðurþings sem ber að endurskoða árlega eftir samþykkt hennar en hún var samþykkt á 48. fundi ráðsins og staðfest á 97. fundi sveitarstjórnar Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um jafnréttisáætlun Norðurþings en komið er að endurskoðun hennar. Ráðið frestar málinu til næsta fundar ráðsins.

Fjölskylduráð - 85. fundur - 08.03.2021

Fyrir fjölskylduráði liggur Jafnréttisáætlun Norðurþings sem ber að endurskoða árlega eftir samþykkt hennar en hún var samþykkt á 48. fundi ráðsins og staðfest á 97. fundi sveitarstjórnar Norðurþings. Málinu var frestað á 83. fundi ráðsins.
Fjölskylduráð hefur lokið árlegri endurskoðun Jafnréttisáætlunar Norðurþings og samþykkir núverandi áætlun óbreytta.

Fjölskylduráð - 108. fundur - 10.01.2022

Fyrir fjölskylduráði liggur Jafnréttisáætlun Norðurþings sem ber að endurskoða árlega eftir samþykkt hennar en hún var samþykkt á 48. fundi ráðsins og staðfest á 97. fundi sveitarstjórnar Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um jafnréttisáætlun Norðurþings en komið er að endurskoðun hennar. Ráðið óskar eftir að sviðstjórar fari yfir áætlunina og hvort verkþáttum hennar hafi verið fylgt eftir og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 140. fundur - 31.01.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur að vinna nýja jafnréttisáætlun fyrir Norðurþing. fyrir liggur jafnréttis og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2019-2022 sem ber að yfirfara með tilliti til nýrrar áæltunar
Málinu frestað til næsta fundar.

Fjölskylduráð - 141. fundur - 07.02.2023

Á 140. fundi fjölskylduráðs 31.01.2023, var málinu frestað til næsta fundar.
Tillaga frá minnihluta: Ingibjörg fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna fyrir hönd M lista og Rebekka fyrir hönd S lista leggja til þá tillögu að leitað verði til Hinseginfélags Þingeyinga varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun Norðurþings. Jafnframt að fjölskylduráð fái félagið til að kynna starfsemi sína á fundi fjölskylduráðs.

Tillagan er samþykkt.

Fjölskylduráð vísar jafnréttisáætlun til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og í byggðarráði og óskar eftir ábendingum frá ráðunum um úrbætur.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 147. fundur - 14.02.2023

Á 141. fundi fjölskylduráðs 07.02.2023, var eftirfarandi bókað: Tillaga frá minnihluta: Ingibjörg fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna fyrir hönd M lista og Rebekka fyrir hönd S lista leggja til þá tillögu að leitað verði til Hinseginfélags Þingeyinga varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun Norðurþings. Jafnframt að fjölskylduráð fái félagið til að kynna starfsemi sína á fundi fjölskylduráðs.

Tillagan er samþykkt.

Fjölskylduráð vísar jafnréttisáætlun til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og í byggðarráði og óskar eftir ábendingum frá ráðunum um úrbætur.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir tillögu þess efnis að leita til Hinseginfélags Þingeyinga við endurskoðun á jafnréttisáætlun Norðurþings.

Byggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 141. fundi fjölskylduráðs frá 07.02.2023.
Tillaga frá minnihluta: Ingibjörg fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna fyrir hönd M lista og Rebekka fyrir hönd S lista leggja til þá tillögu að leitað verði til Hinseginfélags Þingeyinga varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun Norðurþings. Jafnframt að fjölskylduráð fái félagið til að kynna starfsemi sína á fundi fjölskylduráðs.

Tillagan er samþykkt.

Fjölskylduráð vísar jafnréttisáætlun til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og í byggðarráði og óskar eftir ábendingum frá ráðunum um úrbætur.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 153. fundur - 23.05.2023

Til umfjöllunar er jafnréttisáætlun Norðurþings.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ljúka við jafnréttisáætlun og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 156. fundur - 20.06.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur Jafnréttisáætlun 2023-2026 til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir Jafnréttisáætlun 2023-2026 og vísar til byggðarráðs, í sumarleyfi sveitarstjórnar, til samþykktar.

Byggðarráð Norðurþings - 434. fundur - 29.06.2023

Á 156. fundi fjölskylduráðs 20. júní 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir Jafnréttisáætlun 2023-2026 og vísar til byggðarráðs, í sumarleyfi sveitarstjórnar, til afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir tillögu fjölskylduráðs.