Fara í efni

Fjölskylduráð

140. fundur 31. janúar 2023 kl. 08:30 - 12:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
 • Halldór Jón Gíslason varamaður
  Aðalmaður: Ingibjörg Benediktsdóttir
 • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hróðný Lund félagsmálastjóri
 • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
 • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
 • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi, sat fundinn undir liðum 1 - 5.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir lið 7.
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir liðum 5 og 8 - 10.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir lið 8.

Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri Borgarhólsskóla, sat fundinn undir lið 1 í fjarfundi.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Birna Björnsdóttir, fulltrúi foreldra, sátu fundinn undir lið 2-3 í fjarfundi.

Ingibjörg Hanna vék af fundinum kl 12:00.

1.Borgarhólsskóli - Starfsmannavelta

Málsnúmer 202212014Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá 24.1. 2023.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð þakkar Þórgunni fyrir komuna á fundinn.

Fjölskylduráð hefur vilja og metnað til þess að starfsmannavelta sé eins og lægst gerist hjá sambærilegum sveitarfélögum og stofnunum til samræmis við starfsmannastefnu sveitarfélagsins.

Í því skyni hyggst ráðið skoða og ræða starfsmannaveltu innan þeirra stofnana sem falla undir ráðið.

Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra að kanna kostnað og möguleika á að leggja starfsmannakönnun fyrir starfsfólk Borgarhólsskóla í vor.

2.Öxarfjarðarskóli - Stytting vinnutíma kennara

Málsnúmer 202301064Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögur kennara Öxarfjarðarskóla um styttingu vinnutíma. Tillagan þarfnast staðfestingar í sveitarstjórn.
Fjölskylduráð þakkar Hrund og Birnu fyrir komuna á fundinn.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar til sveitarstjórnar.

3.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi

Málsnúmer 202211070Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar, breytingar í starfsmannahaldi og áhrif þess á starfsemi dagvistunar.
Fjölskylduráð þakkar Hrund og Birnu fyrir komuna á fundinn.

Skólastjóri gerði grein fyrir stöðunni og að svo stöddu verði ekki unnt að halda úti dagvistun eftir hádegi á föstudögum.
Áfram verður leitað leiða til að geta boðið upp á fulla þjónustu á dagvistun í Grunnskóla Raufarhafnar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211102Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

5.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræður frá síðasta fundi ráðsins um húsnæði fyrir frístund.
Fjöllskylduráð uppfærði vinnuskjal sitt varðandi þarfir starfsemi frístunda og fræðslusviðs og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

6.Framkvæmdaáætlun í barnavernd

Málsnúmer 202001036Vakta málsnúmer

Norðurþingi ber að vinna framkvæmdaáætlun í barnavernd 2022-2025
fyrri áætlun er í fylgiskjölum svo fulltrúar geti kynnt sér hvað um ræðir,.
Málinu frestað til næsta fundar.

7.Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings

Málsnúmer 202101145Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur að vinna nýja jafnréttisáætlun fyrir Norðurþing. fyrir liggur jafnréttis og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2019-2022 sem ber að yfirfara með tilliti til nýrrar áæltunar
Málinu frestað til næsta fundar.

8.Samningur vegna skoteldasýninga á Húsavík

Málsnúmer 202301058Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samningsmál Norðurþings, OH og Kiwanisklúbbsins Skjálfanda vegna skoteldasýninga á Húsavík um jól og áramót
Halldór fyrir hönd V-lista og Rebekka fyrir hönd S-lista leggja fram eftirfarandi tillögu;
Að samningur Norðurþings, OH og Kiwanis klúbbsins Skjálfanda vegna skoteldasýninga verði gerður til eins árs og Norðurþing klári vinnu við umhverfisstefnu Norðurþings á árinu 2023.

Tillaga er samþykkt með atkvæðum Rebekku, Halldórs og Helenu.
Bylgja og Hanna Jóna greiða atkvæði gegn tillögunni.

9.Frístund sumarstarfsemi 2023

Málsnúmer 202301075Vakta málsnúmer

Vinna er hafinn við sumardagskrá frístundar á Húsavík sumarið 2023. Til kynningar eru helstu dagsetningar og almennt fyrirkomulag starfsins í sumar.
Lagt fram til kynningar.

Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.

10.Rekstur tjaldsvæða Norðurþings 2023

Málsnúmer 202301076Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um rekstur tjaldsvæða Norðurþings árið 2023.
Fjölskylduráð frestar umræðu um málið fram á næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 12:15.