Fara í efni

Samningur vegna skoteldasýninga á Húsavík

Málsnúmer 202301058

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 140. fundur - 31.01.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samningsmál Norðurþings, OH og Kiwanisklúbbsins Skjálfanda vegna skoteldasýninga á Húsavík um jól og áramót
Halldór fyrir hönd V-lista og Rebekka fyrir hönd S-lista leggja fram eftirfarandi tillögu;
Að samningur Norðurþings, OH og Kiwanis klúbbsins Skjálfanda vegna skoteldasýninga verði gerður til eins árs og Norðurþing klári vinnu við umhverfisstefnu Norðurþings á árinu 2023.

Tillaga er samþykkt með atkvæðum Rebekku, Halldórs og Helenu.
Bylgja og Hanna Jóna greiða atkvæði gegn tillögunni.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 240. fundur - 09.02.2023

Fyrir stjórn liggur samningur Norðurþings, Orkuveitu Húsavíkur og Kiwanisklúbbs Skjálfanda vegna skoteldasýningu á Húsavík og jól og áramót.

Á 140. fundi fjölskuylduráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað um málið:
Halldór fyrir hönd V-lista og Rebekka fyrir hönd S-lista leggja fram eftirfarandi tillögu;
Að samningur Norðurþings, OH og Kiwanis klúbbsins Skjálfanda vegna skoteldasýninga verði gerður til eins árs og Norðurþing klári vinnu við umhverfisstefnu Norðurþings á árinu 2023.
Tillaga er samþykkt með atkvæðum Rebekku, Halldórs og Helenu.
Bylgja og Hanna Jóna greiða atkvæði gegn tillögunni.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir samninginn og að hann verði gerður til eins árs í stað þriggja í samræmi við bókun fjölskylduráðs Norðurþings.

Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Sigurgeir Höskuldsson leggja fram bókun:
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hefur um árabil staðið fyrir flugeldasýningu á áramótum og á þrettándanum í samstarfi við Norðurþing (NÞ) og Orkuveitu Húsavíkur (OH). NÞ og OH hafa lagt til fjármuni upp í efniskaup en Skjálfandi leggur til í efniskaup ásamt því að setja flugeldasýningarnar upp í sjálfboðavinnu. Sýningarnar eru hluti af því að bjóða upp á öflugt menningarlíf í sveitarfélaginu og auðga mannlífið. Þörf er á að endurnýja skotbúnað eftir tjón sem á honum varð við síðustu sýningu og hafa forsvarsmenn Skjálfanda vakið athygli á því að samningur til 1 árs vekji upp spurningar hvort sú endurnýjun borgi sig, því teljum við það heppilegra að semja til 3 ára til að skapa ekki óþarfa óvissu um verkefnið á meðan unnið er að umhverfisstefnu Norðurþings.

Fjölskylduráð - 143. fundur - 28.02.2023

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir því að Fjölskylduráð endurskoði ákvörðun sína um að samningur vegna skoteldasýninga verði gerður til eins árs. Þess í stað verði hann gerður til þriggja ára eins og upphaflega var lagt upp með.
Helena leggur til að gerður verður samningur til eins árs og að falli hann að umhverfisstefnu Norðurþings þegar hún verður samþykkt framlengist samningurinn sjálfkrafa um tvö ár og nái yfir árin 2023-2025.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Ingibjargar B., Rebekku og Helenu.
Bylgja og Hanna Jóna greiða atkvæði gegn tillögunni.

Bylgja, Hanna Jóna og Ingibjörg Hanna óska bókað að þær telji ástæðulaust að fara í breytingu á samningnum á meðan umhverfisstefna liggur ekki fyrir.