Fara í efni

Fjölskylduráð

83. fundur 08. febrúar 2021 kl. 13:00 - 15:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-3 og 10-11.
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn í fjarfundabúnaði undir lið 4-9.
Jón Höskuldsson sat fundinn undir lið 12-14.

1.Vélsleði skíðasvæðis 2020 - ástand

Málsnúmer 202010135Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði er til kynningar ástand á vélsleðamálum skíðasvæðisins.
Nýr sleði var keyptur til að koma í stað eldri sleða.
Lagt fram til kynningar.

2.Ungmennaráð 2020

Málsnúmer 202002127Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til samþykktar lokadrög að erindisbréfi ungmennaráðs Norðurþings.
Málið var áður til umfjöllunar á 57. fundi fjölskylduráðs í mars 2020.
Fjölskylduráð samþykkir framlagt erindisbréf Ungmennaráðs Norðurþings og vísar því til staðfestingar í sveitarstjórn.

3.Gervigrasvöllur - bilun í hitakerfi vallar

Málsnúmer 202102033Vakta málsnúmer

Bilun í hitakerfi gervigrasvallar á Húsavík hefur leitt til þess að íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings tók ákvörðun um að loka vellinum tímabundið.
Lagt fram til kynningar.

4.Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings

Málsnúmer 202101145Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur Jafnréttisáætlun Norðurþings sem ber að endurskoða árlega eftir samþykkt hennar en hún var samþykkt á 48. fundi ráðsins og staðfest á 97. fundi sveitarstjórnar Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um jafnréttisáætlun Norðurþings en komið er að endurskoðun hennar. Ráðið frestar málinu til næsta fundar ráðsins.

5.Árleg endurskoðun jafnlaunastefnu Norðurþings

Málsnúmer 202101156Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur Jafnlaunastefna Norðurþings sem ber að endurskoða árlega samhliða Jafnréttisáætlun Norðurþings. Núverandi stefna var samþykkt á 98. fundi sveitarstjórnar Norðurþings 21.janúar 2020.
Fjölskylduráð fagnar því að Norðurþing hafi hlotið jafnlaunavottun og samþykkir núverandi stefnu og vísar henni til umfjöllunar í byggðarráði.

6.Barnavernd - viðauki

Málsnúmer 202102032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða úr Málavoginni í barnavernd sem er aðferð til þess að mæla vinnuálag í barnavernd. Niðurstaðan sýnir of mikið álag er á starfsmenn barnaverndar sl. mánuði. Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun ráðsins til að auka mönnun í barnavernd.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að framlagður viðauki barnaverndar upp á 3.074.009 kr. verði samþykktur.

7.Reglur um búsetu í Sólbrekku

Málsnúmer 202101097Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til staðfestingar reglur um búsetu í Sólbrekku - Þjálfunarbúseta fyrir sjálfstæða búsetu. Reglurnar styðjast við reglugerð um búsetu fatlaðra og reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.
Fjölskylduráð samþykkir búsetureglur fyrir Sólbrekku - þjálfunarbúestu fyrir sjálfstæða búsetu.

8.Reglur um fjárhagaðstoð - Heildarendurskoðun 2021

Málsnúmer 202102015Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur heildarendurskoðun Fjárhagsaðstoðarreglna Norðurþings. Búið er að uppfæra fjárhæðir sbr. vísitöluhækkun.
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð Norðurþings.

9.Reglur um skammtímadvöl

Málsnúmer 202102004Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggja nýjar reglur um skammtímadvöl. Reglurnar eru unnar út frá reglugerð um starfsemi og aðbúnað á skammtímadvalarstöðum.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um skammtímadvöl hjá Norðurþingi.

10.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Á 351. fundi byggðarráðs var fundarlið 6 úr fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 28. október sl. vísað til fjölskylduráðs en þar segir eftirfarandi: Hverfisráð ítrekar ósk sína vegna ærslabelgs á Raufarhöfn. Og vonast til að hægt verði að gera ráð fyrir honum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 eins og lagt var upp með þegar slíkir belgir voru settir upp á Kópasker og á Húsavík sumarið 2019.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að málefni Ærslabelgs á Raufarhöfn verði tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

11.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer

Á 351. fundi byggðarráðs var fundarlið 2 úr fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar frá 13. janúar sl. vísað til fjölskylduráðs en þar segir eftirfarandi: Óskað var eftir áliti hverfisráðs varðandi rekstrarfyrirkomulag sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2021. Hverfisráð telur að best sé að Norðurþing taki að sér rekstur Sundlaugarinnar, þá vill ráðið einnig hvetja til þess að samráð verði haft við ferðaþjónustuaðila (t.d. Norðurhjara) á svæðinu varðandi opnunartima.
Fjölskylduráð þakkar hverfisráðinu fyrir álitið en telur það henta betur að rekstur sundlaugarinnar verði í höndum verktaka ef kostur er á. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir verktaka til reksturs sundlaugarinnar í Lundi.

12.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202101045Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð tekur málið til umfjöllunar í kjölfar funda sem haldnir voru 1. febrúar sl. með fulltrúum ráðsins og fræðslustjóra ásamt foreldrum og starfsfólki Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla. Fjallað var um málið á 82. fundi ráðsins. Einnig hefur verið fjallað um málið undir 202002071 - Skólastarf austan Húsavíkur.
Fundargerðir fundanna voru lagðar fram og afstaða foreldra og starfsfólks kynntar.
Fjölskylduráð samþykkir að Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla verði stýrt af sama skólastjóra frá og með skólaárinu 2021- 2022. Stefnt er að auknu samstarfi nemenda, foreldra og starfsfólks.
Yfirmarkmið þessa eru aukið samststarf, efling skólanna og aukin gæði náms. Auk þess eru eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:
Efla báða skóla sem staðsettir eru í brothættum byggðum.
Auka samstarf með samræmingu skólastarfs og samnýtingu mannauðs, þekkingar og reynslu svo úr verði öflugt lærdómssamfélag.
Nýta fagþekkingu starfsfólks á báðum stöðum.
Efla þjónustu við nemendur, tryggja fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám og jafna aðgang nemenda að námi.
Styrkja nemendur félagslega.
Nýta aðstöðu á báðum stöðum.
Efla innleiðingarferli skólastefnu Norðurþings og tryggja að framtíðarsýn hennar verði að veruleika, hlutverki sveitarfélagsins sé betur sinnt og meginmarkmið hennar náist.

Þannig verði frekar tryggt að ákvæðum laga um grunnskóla, Aðalnámskrár og skólastefnu Norðurþings sé framfylgt.

Ráðið felur fræðslufulltrúa að ganga frá ráðningu skólastjóra til næstu 2ja ára.

13.Lykiltölur um leik- og grunnskóla 2019

Málsnúmer 202102013Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar lykiltölur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2019.
Um er að ræða fjölbreytt safn lykiltalna. Má þar nefna menntun starfsfólks, fjölda stöðugilda, resktrarkostnað á hvern nemanda/heilsdagsígildi og svo kostnað vegna fræðslumála sem hlutfall af skatttekjum sveitarfélaga. Árið 2019 vörðu sveitarfélög að meðaltali um 47% skatttekna sinna til reksturs leik- og grunnskóla.
Lagt fram til kynningar.

14.Skólaakstur - Útboð 2021

Málsnúmer 202102003Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hvort bjóða eigi út skólaakstur sveitarfélagsins á aðalleiðum. Núverandi samningar renna út í lok þessa skólaárs. Ef bjóða á aksturinn út þarf að skoða hvort breyta þurfi leiðum og/eða fyrirkomulagi. Einnig þarf að huga að því hvort í einhverjum tilfellum eigi að gera breytingar á þeim leiðum þar sem foreldrar sjá um aksturinn.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að efna til útboðs á skólaakstri á aðalleiðum þar sem sammningar eru lausir í lok skólaárs 2020 - 2021. Um er að ræða skólaakstur úr Reykjahverfi í Borgarhólsskóla, úr Lóni í Öxarfjarðarskóla og úr Reistarnesi í Öxarfjarðarskóla. Fræðslufulltrúa er einnig falið að gera drög að útboði á skólaakstri nemenda á milli Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla.

Fundi slitið - kl. 15:05.