Fara í efni

Skólaakstur - Útboð 2021

Málsnúmer 202102003

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 83. fundur - 08.02.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hvort bjóða eigi út skólaakstur sveitarfélagsins á aðalleiðum. Núverandi samningar renna út í lok þessa skólaárs. Ef bjóða á aksturinn út þarf að skoða hvort breyta þurfi leiðum og/eða fyrirkomulagi. Einnig þarf að huga að því hvort í einhverjum tilfellum eigi að gera breytingar á þeim leiðum þar sem foreldrar sjá um aksturinn.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að efna til útboðs á skólaakstri á aðalleiðum þar sem sammningar eru lausir í lok skólaárs 2020 - 2021. Um er að ræða skólaakstur úr Reykjahverfi í Borgarhólsskóla, úr Lóni í Öxarfjarðarskóla og úr Reistarnesi í Öxarfjarðarskóla. Fræðslufulltrúa er einnig falið að gera drög að útboði á skólaakstri nemenda á milli Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla.