Fara í efni

Ungmennaráð 2020

Málsnúmer 202002127

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 57. fundur - 02.03.2020

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að erindisbréfi ungmennaráðs Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi Ungmennaráðs Norðurþings og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til fundar í ungmennaráði. Stefnt er á að haldnir verði tveir fundir á ári að lágmarki. Fundargerðir ungmennaráðs verða lagðar fyrir fjölskylduráð.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að ganga frá erindisbréfinu og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 83. fundur - 08.02.2021

Fjölskylduráð hefur til samþykktar lokadrög að erindisbréfi ungmennaráðs Norðurþings.
Málið var áður til umfjöllunar á 57. fundi fjölskylduráðs í mars 2020.
Fjölskylduráð samþykkir framlagt erindisbréf Ungmennaráðs Norðurþings og vísar því til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Á 83. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir framlagt erindisbréf Ungmennaráðs Norðurþings og vísar því til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók; Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.