Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

110. fundur 16. febrúar 2021 kl. 16:15 - 18:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
  • Silja Jóhannesdóttir 2. varaforseti
  • Birna Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 201810117Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Óla Halldórssyni um að framlengja núverandi leyfi til 1. maí 2021.
Til máls tók; Kristján.

Samþykkt samhljóða.

2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga frá V-lista vegna áframhaldandi leyfis Óla Halldórssonar;

Að nefndarskipan verði óbreytt hjá V-lista í áframhalandi leyfis Óla til samræmis við bókun sveitarstjórnar frá 106. fundi 22. september 2020.
Samþykkt samhljóða.

3.Ástand og brýn viðhaldsþörf Húsavíkurkirkju

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri óskar eftir umræðu í sveitarstjórn um þær fréttir sem borist hafa af alvarlegum fúa og mikilli viðhaldsþörf í Húsavíkurkirkju. Komið hefur fram að viðhaldið nemi tugum milljóna króna og að sóknarnefnd muni koma til með að leita til velunnara kirkjunnar, þ.m.t. sveitarfélagsins, um aðkomu að verkinu.
Til máls tóku; Kristján og Hjálmar.

Sveitarstjóri leggur til að fulltrúum sóknarnefndar verði boðið til fundar byggðarráðs í næstu viku þar sem frekari upplýsinga verður aflað og fletir á aðkomu Norðurþings verði reifaðir.

Samþykkt samhljóða.

4.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða

Málsnúmer 202102066Vakta málsnúmer

Á grunni fyrri samstarfssamnings Landsvirkjunar og Norðurþings um að ráðist verði í for-fýsileikagreiningu á uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka hafa aðilar átt uppbyggilega fundi með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Íslandsstofu um að sameina kraftana og forma sameiginlegt greiningarverkefni um tækifærin og áskoranirnar við þróun fyrrnefndra iðngarða á Íslandi.

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að samkomulagi um verkefnið og aðkomu hvers aðila um sig. Stefnt er að því að ráðinn verði verkefnastjóri til að halda utan um framkvæmdina næstu mánuði og að meginafurðir verkefnisins verði kunngerðar í júlí á þessu ári. Útlagður kostnaður við verkefnið er áætlaður 30 mkr og hlutdeild Norðurþings 5 mkr.

Meginafurðir verkefnisins eru:

A) Skýrsla og gögn um samkeppnisstöðu og tækifæri Íslands á sviði grænna iðngarða ásamt þeim almenna lærdómi sem draga má af tækifærum og áskorunum á Bakka. Skýrslan nýtist öllum þeim aðilum sem vilja rýna tækifæri til uppbyggingar iðngarða á Íslandi.

B) Samantekt aðgerða sem stjórnvöld geta gripið til eða beitt sér fyrir sem munu styðja betur við samkeppnishæfni Íslands og auðvelda þróun grænna iðngarða. Samantektin nýtist m.a. stjórnvöldum og stýrihópi Græna dregilsins til að móta tillögur og aðgerðir.

C) For-fýsileikagreining á tækifærum Bakka við Húsavík til þróunar græns iðngarðs sem nýtast mun sveitarfélaginu og Landsvirkjun sem grundvöllur frekari úrvinnslu þess hvernig atvinnusvæðið norðan Húsavíkur skuli helst þróast til framtíðar.
Til máls tóku; Kristján, Hjálmar, Bergur, Silja, Helena, Hafrún og Kolbrún Ada.

Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugað samstarf við Landsvirkjun, Íslandsstofu og atvinnuvegaráðuneytið til samræmis við fyrirliggjandi gögn og fela sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi þar um f.h. Norðurþings. Jafnframt sé sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðarráð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 innan málaflokksins atvinnumál (13) þar sem gerð er grein fyrir þeim fjármunum, alls 5.000.000,-kr sem ráðgert er að sveitarfélagið leggi til inn í verkefnið.

Samþykkt samhljóða.


Sveitarstjórn Norðurþings fagnar því að nú sé að hefjast samstarfsverkefni meðal Íslandsstofu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landsvirkjunar og Norðurþings um tækifæri Íslands og aðgerðir til að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði vistvænna iðngarða. Meginmarkmið verkefnisins er að að rýna þau tækifæri sem grænir iðngarðar geta skapað til að auka aðdráttarafl Íslands og einstakra svæða til atvinnuuppbyggingar og gera ferla fjárfestingaverkefna sem þessara einfaldari og skilvirkari. Í verkefninu verður horft annars vegar til almennrar samkeppnishæfni Íslands fyrir græna iðngarða og hins vegar verður byggt á skilyrðum og aðstæðum á Bakka við Húsavík sem verkefnis til viðmiðunar af þessu tagi hér á landi
Það er sérstakt fagnaðarefni að iðnaðarsvæðið á Bakka verði notað sem raundæmi í þessu verkefni í ljósi fjárfestinga í innviðum í tengslum við Bakka sem þegar hefur verið lagt út í. Áframhaldandi uppbygging á Bakka, með skýra sýn á að það byggist upp starfsemi með grænum áherslum og betri nýtingu auðlinda, treystir stoðir atvinnu- og mannlífs á Norðurlandi eystra enn frekar og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu.
Niðurstöðu af verkefninu er að vænta í júlí og er útlagður kostnaður sveitarfélagsins áætlaður 5.000.000 kr. en útlagður kostnaður samstarfssaðilanna er áætlaður samtals 30.000.000 kr.

5.Verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vefnum

Málsnúmer 202004024Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til staðfestingar verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vef sveitarfélagsins.

Á 352. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Kristján og Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.

6.Verklagsreglur vegna umsókna um niðurfellingu sorphirðugjalda

Málsnúmer 202009175Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta reglur vegna umsókna um niðurfellingu sorphirðugjalda.

Á 353. var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð samþykkir verklagsreglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók; Kristján.

Samþykkt samhljóða.

7.Breyting deiliskipulags í Auðbrekku

Málsnúmer 202011019Vakta málsnúmer

Á 88. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

8.Deiliskipulag fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík

Málsnúmer 201909080Vakta málsnúmer

Á 88. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt eins og það var kynnt. Ráðið tekur undir sjónarmið um að hraða þurfi slitlagningu vegtengingar úr Auðbrekku sem kostur er til lágmarka ónæði nágranna en telur ekki rétt að færa kvöð þar að lútandi inn í deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Deiliskipulag fyrir Pálsgarð og Útgarð

Málsnúmer 202009067Vakta málsnúmer

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa að færa inn í skipulagstillögu að á lóðinni að Útgarði 2 megi byggja þriggja hæða hús með hámarks þakhæð 11 m yfir gólfi 1. hæðar. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að framlögð tillaga með fyrrgreindri breytingu verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

Ráðið leggur til að Betraisland.is sé nýtt til að kynna deiliskipulagstillöguna og að skipulags- og byggingarfulltrúa sé falið að útfæra það.
Til máls tóku; Kristján, Bergur, Hjálmar og Silja.

Sveitarstjóri leggur til að afgreiðslu deiliskipulags fyrir Pálsgarð og Útgarð verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar á grundvelli nýrra hugmynda áhugasamra aðila um uppbyggingu lóðar við Útgarð 2. Þær hugmyndir sem bárust sveitarfélaginu um málið verði teknar til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði á næsta fundi ráðsins.

Tillaga sveitarstjóra er samþykkt samhljóða.

10.Ósk um stækkun lóðar að Höfðavegi 8

Málsnúmer 202102030Vakta málsnúmer

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að skilja eftir lítilsháttar svæði fyrir snjómokstur og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði boðin lóð til samræmis við uppfærða tillögu að lóðarmörkum.

Til máls tók; Silja.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Umsókn um breytta afmörkun lóðar umhverfis sumarhúsið Afaborg í landi Oddsstaða

Málsnúmer 202102025Vakta málsnúmer

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

12.Ósk um stofnun frístundahúsalóðar utan um húseignir Norðurþings á Þórseyri

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt til samræmis við framlagðan uppdrátt og að hún fái heitið Þórseyri.
Til máls tók; Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

13.Söluheimild eigna: Þórseyri

Málsnúmer 202102062Vakta málsnúmer

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði söluheimild vegna fasteigna og lóðaréttinda sem ganga undir nafninu Þórseyri.
Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

14.Beiðni til Norðurþings vegna snjómoksturs á vegi 85 um Kelduhverfi.

Málsnúmer 202102056Vakta málsnúmer

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulag- og framkvæmdaráð tekur undir með hverfisráðum Öxarfjarðar og Kelduhverfis og vísar erindinu til sveitarstjórnar.
Til máls tóku; Silja, Hrund og Bergur.

Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir með hverfisráðum Kelduhverfis og Öxarfjarðar varðandi að bæta megi snjómoksturtíma á vegi 85. Samkvæmt samskiptum starfsmanns Norðurþings við þjónustusvið Vegagerðarinnar þarf sveitarfélag að óska þess að snjómoksturstíma sé breytt um miðjan dag og er það þá lagað í samráði verkstjóra og vaktstöðvar. Sveitarstjórn Norðurþings fer fram á að snjómoksturstíma sé breytt seinnipart dags í samræmi við óskir hverfisráða og í samráði við þau.
Einnig hvetur sveitarstjórn Norðurþings Vegagerðina til að færa veg 85 frá Lóni í Kelduhverfi upp um þjónustuflokk svo koma megi til móts við óskir hverfisráða, fyrirtækja og skólabílstjóra með öryggi skólabarna og annara vegfarenda í huga.
Undir sama máli er erindi frá verkefnisstjóra atvinnu- og samfélagsþróunar á Raufarhöfn sem óskar eftir því að horft verði til þess samhliða að þjónustustig verði hækkað samhliða á leiðinni frá Kópaskeri til Raufarhafnar þar sem skólaakstur er einnig á þeirri leið og því einnig öryggissjónarmið sem þarf að hafa í huga.
Sveitarstjórn tekur einnig undir það erindi.

15.Gullmolar ehf. óskar eftir úthlutun lóða að Höfða 4-8

Málsnúmer 202101107Vakta málsnúmer

Á 87. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Gullmolum ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðum að Höfða 4, 6 og 8 með fyrirvörum um afgreiðslu breytingar deiliskipulags. Ráðið telur tímabært að endurskoða deiliskipulag á Höfða og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu þar að lútandi.
Til máls tóku; Kristján og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

16.Norðlenska óskar heimildar til dreifingar á gori og blóði til uppgræðslu

Málsnúmer 202002064Vakta málsnúmer

Á 87. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;


Ljóst er af athugunum Náttúrustofu Norðausturlands að máfar sækja nokkuð í gorinn skömmu eftir dreifingu. Hrafnar virðast minna sækja í gorinn en máfar, þó eitthvað sé. Jafnframt er það ljóst að áhugi máfanna á gornum er til þess að gera lítill og varir ekki lengi eftir dreifingu. Ekki hefur borið á fuglum á gorlosunarsvæðinu eftir að losun var hætt í lok október. Ásókn fugla virðist því ekki frágangssök við dreifingu gors. Ekki virðist heldur að lyktarmengun vegna losunar gors á höfðann hafi verið veruleg. Það er kunnara en frá þurfi að segja að máfar og hrafnar sækja umtalsvert að neðsta hluta Laxár og varla tilefni til að ætla að sú ásókn vaxi vegna losunar gors á Ærvíkurhöfða, með vísan til athugana Náttúrustofu Norðausturlands. Við akstur með gor um tún Ærvíkurhöfðans sukku ökutæki talsvert ofan í svörðinn og skyldu eftir djúp hjólför. Losun gors á lítt gróið land innan vandaðrar girðingar skammt frá sláturhúsi virðist umhverfisvæn leið til förgunar/nýtingar úrgangsins og ekki augljós álitlegri losunarstaður. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að vinna að lagfæringu girðinga á landamerkjum.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að losun gors innan skógræktarsvæðis á Ærvíkurhöfða verði áfram heimiluð. Losun verði eingöngu á þeim svæðum höfðans sem hafa afrennsli úrkomu og leysingavatns fram af höfðanum til að draga úr líkum á smithættu yfir í beitilönd við Saltvík. Eftir hvert losunartímabil þarf að lagfæra skemmdir í akstursleið. Áfram verði fylgst með ásókn fugla í gorlosunarsvæðið. Ákvörðun um heimild til losunar gors á svæðinu verði endurskoðuð ef aðstæður gefa tilefni til.
Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

17.Ungmennaráð 2020

Málsnúmer 202002127Vakta málsnúmer

Á 83. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir framlagt erindisbréf Ungmennaráðs Norðurþings og vísar því til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók; Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.

18.Reglur um búsetu í Sólbrekku

Málsnúmer 202101097Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar reglur um búsetu í Sólbrekku.
Samþykkt samhljóða.

19.Reglur um fjárhagsaðstoð - Heildarendurskoðun 2021

Málsnúmer 202102015Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar reglur um fjárhagsaðstoð.
Samþykkt samhljóða.

20.Reglur um skammtímadvöl

Málsnúmer 202102004Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til stafestingar reglur um skammtímadvöl.
Samþykkt samhljóða.

21.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu verkefni sveitarfélagsins sl. mánuð.
Til máls tóku; Kristján og Bergur.


Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð - 82

Málsnúmer 2101007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 82. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 5 "Áskorun til sveitarfélaga vegna reksturs skíðamannvirkja": Hjálmar, Birna, Kristján og Kolbrún Ada.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð - 83

Málsnúmer 2101009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 83. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tók undir lið 13 "Lykiltölur um leik- og grunnskóla 2019": Hjálmar.

Til máls tóku undir lið 11 "Hverfisráð Öxarfjarðar 2019-2021": Hrund og Birna.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

24.Byggðarráð Norðurþings - 351

Málsnúmer 2101006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 351. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

25.Byggðarráð Norðurþings - 352

Málsnúmer 2101010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 352. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

26.Byggðarráð Norðurþings - 353

Málsnúmer 2102002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 353. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

27.Skipulags- og framkvæmdaráð - 87

Málsnúmer 2101003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 87. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

28.Skipulags- og framkvæmdaráð - 88

Málsnúmer 2101008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 88. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

29.Skipulags- og framkvæmdaráð - 89

Málsnúmer 2102001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 89. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 8 "Verktakayfirlit framkvæmdasviðs 2020"; Bergur og Kristján.

Bergur leggur til að verktakayfirlitið verði birt.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

30.Orkuveita Húsavíkur ohf - 215

Málsnúmer 2101005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 215. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.