Fara í efni

Umsókn um breytta afmörkun lóðar umhverfis sumarhúsið Afaborg í landi Oddsstaða

Málsnúmer 202102025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 89. fundur - 09.02.2021

Eigendur Oddsstaða óska eftir samþykki fyrir stækkun lóðar Oddsstaðir - Afaborg (landnúmer 205.694) skv. framlögðum hnitsettum uppdrætti. Ný lóð yrði 1,0 ha að flatarmáli.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.