Fara í efni

Ástand og brýn viðhaldsþörf Húsavíkurkirkju

Málsnúmer 202102069

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Sveitarstjóri óskar eftir umræðu í sveitarstjórn um þær fréttir sem borist hafa af alvarlegum fúa og mikilli viðhaldsþörf í Húsavíkurkirkju. Komið hefur fram að viðhaldið nemi tugum milljóna króna og að sóknarnefnd muni koma til með að leita til velunnara kirkjunnar, þ.m.t. sveitarfélagsins, um aðkomu að verkinu.
Til máls tóku; Kristján og Hjálmar.

Sveitarstjóri leggur til að fulltrúum sóknarnefndar verði boðið til fundar byggðarráðs í næstu viku þar sem frekari upplýsinga verður aflað og fletir á aðkomu Norðurþings verði reifaðir.

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 355. fundur - 04.03.2021

Á 110. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað;

Sveitarstjóri leggur til að fulltrúum sóknarnefndar verði boðið til fundar byggðarráðs í næstu viku þar sem frekari upplýsinga verður aflað og fletir á aðkomu Norðurþings verði reifaðir. Samþykkt samhljóða.

Á fund byggðarráðs koma Helga Kristinsdóttir, formaður sóknarnefndar ásamt Agli Olgeirssyni, varamanni í sóknarnefnd.
Byggðarráð þakkar þeim Helgu og Agli fyrir komuna og kynningu á vinnu við fyrirhugaðar endurbætur á Húsavíkurkirkju, safnaðarheimili kirkjunnar og umhverfi hennar.