Fara í efni

Breyting deiliskipulags í Auðbrekku

Málsnúmer 202011019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 82. fundur - 10.11.2020

Við vinnslu tillögu að deiliskipulagi fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík hefur komið í ljós að heppilegt er að hliðra skipulagsmörkum gildandi deiliskipulags í Auðbrekku frá 1992. Alta hefur unnið tillögu að breytingu deiliskipulagsins.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna fyrirliggjandi hugmyndir að breytingu deiliskipulags til samræmis við ákvæði 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 84. fundur - 24.11.2020

Nú er lokið kynningu á drögum að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis í Auðbrekku til samræmis við bókun ráðsins 10. nóvember s.l. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust vegna skipulagsbreytingarinnar. Breytingartillagan felur í sér lítilsháttar breytingu á deiliskipulagsmörkum í ljósi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir heilbrigðisstofnanir.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu skipulagsmarka íbúðarsvæðis í Auðbrekku verði kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga samhliða kynningu deiliskipulags svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík.

Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020

Á 84. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu skipulagsmarka íbúðarsvæðis í Auðbrekku verði kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga samhliða kynningu deiliskipulags svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 88. fundur - 02.02.2021

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags Auðbrekku. Umsagnir um skipulagsbreytinguna komu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 26. janúar 2021 og Minjastofnun dags. 20. janúar 2021. Hvorug stofnunin gerir athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Á 88. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.