Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

88. fundur 02. febrúar 2021 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 1-2.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-3.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-6.
Ketill Gauti Árnason Verkefnastjóri sati fundinn undir lið 6.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 7-12.

1.Erindi frá Sölkusiglingum vegna Covid-19.

Málsnúmer 202008081Vakta málsnúmer

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað vegna erindis frá Sölkusiglingum;
Skipulags- og framkvæmdaráð sér sé ekki fært að verða við erindinu, en fellst á að skuld vegna legugjalda og leigu vegna verbúðar 2020 verði ekki send í innheimtu og dráttarvaxtareiknað þar til upptekt á almennum aðgerðum sveitarfélagsins í tengslum við Covid 19. liggur fyrir.

Uppsögn verðbúðar taki gildi samkvæmt uppsagnarákvæði samnings.

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað vegna aðgerða sveitarfélagsins í tengslum við Covid-19;
Byggðarráð telur ekki tilefni til frekari aðgerða vegna Covid-19 m.t.t. innheimtu og frestunar gjalda. Aðgerðir stjórnvalda hafa komið mörgum fyrirtækjum að gagni og skuldastaða fyrirtækja við sveitarfélagið er góð. Allar ákvarðanir um aðgerðir vegna COVID-19 hafa nú runnið sitt skeið fyrir utan að samningur við Húsavíkurstofu gildir út árið 2021.Undirritaður óskar bókað.

Afstaða byggðarráðs vekur furðu undirritaðs, enda staðhæfingar án tilhlýðilegra raka og spá fyrir næstu mánuði. Sem aðili í hinum svokallað Covid-19 hóp lá það alveg ljóst fyrir að þær ákvarðanir sem þar voru teknar voru til skamms tíma, á meðan væri verið að ná utan um stöðu mála. Á haustdögum var einnig ljóst að byrjun árs 2021 yrði mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki, hvað sá tími verður langur var ekki hægt að segja til um. Sú staða á ekki bara við um fyrirtæki í ferðaþjónustu, heldur líka þjónustu- og verktakafyrirtæki í sveitarfélaginu. Hafa beri í huga að sum fyrirtæki hafa fengið verulega tilslökun og önnur ekki.

Annað sem vekur sérstakan eftirtekt er að í bókun byggðarráð er vísað til aðgerða stjórnvalda og er þá sennilega átt við ríkisvaldið. Rétt er að árétta að sveitarfélagið Norðurþing er einnig stjórnvald og ber mikla ábyrði í þeim efnum.

Bergur Elías Ágústsson

Undirritaður leggur til að hafnarstjóra og framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að ræða við viðkomandi aðila og leggja drög að greiðslufyrirkomulagi fyrir næsta fund ráðsins.

Bergur Elías Ágústsson

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.

2.Aðgerðir Norðurþings í tengslum við COVID-19

Málsnúmer 202009043Vakta málsnúmer

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð telur ekki tilefni til frekari aðgerða vegna Covid-19 m.t.t. innheimtu og frestunar gjalda. Aðgerðir stjórnvalda hafa komið mörgum fyrirtækjum að gagni og skuldastaða fyrirtækja við sveitarfélagið er góð. Allar ákvarðanir um aðgerðir vegna COVID-19 hafa nú runnið sitt skeið fyrir utan að samningur við Húsavíkurstofu gildir út árið 2021.
Byggðarráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna hvort tilefni geti verið til að fella niður farþegagjöld hluta ársins 2021 eða allt árið.

Kristinn Lund leggur til að farþegagjöld verði innheimt árið 2021 vegna stöðu hafnasjóðs.
Nanna Steina samþykkir tillögu Kristins.


Undirritaður telur að ekki sé rétt að taka slíka ákvörðun að svo stöddu, enda mikil óvissa um þróun mála á næstu misserum.

Bergur Elías Ágústsson.
Silja og Kristján Friðrik taka undir bókun Bergs.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs frestar erindinu.

3.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101143Vakta málsnúmer

Fundargerði 431. fundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

4.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs 28.01.2021 var tekin fyrir fundargerð hverfisráð Öxarfjarðar. Byggðarráð vísar málum 4. Snjómokstur og 5. Gámasvæði við Þverá til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð tók erindið fyrir á síðasta fundi ráðsins og málin eru í vinnslu.

5.Ósk um afnot af lýsistönkum á Raufarhöfn.

Málsnúmer 202011093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn frá hverfisráðinu á Raufarhöfn í tengslum við ósk Strandvarða Íslands varðandi afnot af lýsistönkum á Raufarhöfn undir endurvinnslu á plastúrgangi. Erindi Strandvarða Íslands var tekið fyrir á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og var þá vísað til umsagnar til hverfisráðs Raufarhafnar. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til fyrrnefndrar nýtingar lýsistanka á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar beiðni um afnot af lýsistönkum með vísan í umsögn hverfisráðs.

6.Óskað eftir mati á fasteignum við Lund í Öxarfirði

Málsnúmer 202003002Vakta málsnúmer

Á 60. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs lagði Hjálmar Bogi fram tillögu um að fasteignir og aðrar eignir við Gamla-Lund í Öxarfirði, s.s. gamli skólinn, íþróttasalur og sundlaug verði metin og ástandsskoðuð. Sömuleiðis tjaldsvæði og eignir við tjaldsvæðið við Lund.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur Minnisblað um mat á fasteignum við Lundi skv. tillögu Hjálmars Boga til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Rifós hf. óskar eftir vatnstökuleyfi úr Snartastaðalæk.

Málsnúmer 202101082Vakta málsnúmer

Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 26. janúar s.l. og þá óskaði ráðið umsagnar hverfisráðs Öxarfjarðar. Hverfisráð gaf jákvæða umsögn um erindið í bréfi dags. 29. janúar. Framkvæmdaaðili hefur einnig sent endurskoðaða afstöðumynd þar sem gert er ráð fyrir brunni neðar við lækinn og innan lands Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppbyggingu dælubrunns enda verði hann niðurgrafinn og frágangur hans þannig að ekki trufli almenna umferð um svæðið. Ráðið gerir fyrir sitt leiti ekki athugasemdir við fyrirhugaða vatnsdælingu.

8.Deiliskipulag fyrir Pálsgarð og Útgarð

Málsnúmer 202009067Vakta málsnúmer

Á fundi ráðsins þann 26. janúar s.l. var fjallað um þær athugasemdir sem bárust við kynningu skipulagshugmynda auk þess sem Aðalsteinn Skarphéðinsson kynnti sín sjónarmið sem nágranni í fundinum. Ráðið frestaði frekari afgreiðslu málsins þar til nú.
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar þess að eftirfarandi hugmyndir verði gerðar á þeim skipulagshugmyndum sem kynntar hafa verið:

1. Litið verði á deiliskipulagið sem nýtt deiliskipulag fyrir Útgarð og Pálsgarð. Bæði er í greinargerð og á uppdrætti talað um skipulagshugmyndirnar sem breytingu á deiliskipulagi Útgarðs 4.
2. Byggingarreitur B3 innan Útgarðs 4-8 verði felldur niður. Lóðin fái heitið Útgarður 4-6.
3. Aðkoma að bílakjallara Útgarðs 2 verði frá Ketilsbraut en ekki um lóð Útgarðs 4-6 eins og hugmyndir gerðu ráð fyrir. Við það fækkar bílastæðum við Ketilsbraut.
4. Skýrt verði í greinargerð að ekki sé kvöð um aðgang annara en lóðarhafa að útivistarsvæði innan lóðar Útgarðs 4-6.
5. Á lóðinni að Útgarði 2 verði gert ráð fyrir fjölbýlishúsi á tveimur/þremur hæðum auk bílakjallara. Hæðarkóti 1. hæðar má vera allt að 1 m yfir hæðarkóta nærliggjandi gatna.
6. Fram komi í greinargerð að íbúðir hússins verði ætlaðar íbúum 55 ára og eldri til samræmis við íbúðir á lóðinni að Útgarði 4-6.
7. Skýrt sér í skilmálum að á lóðinni að Pálsgarði 1 megi vera allt að sjö íbúðum í húsi á einni hæð.

Ekki liggur fyrir afstaða ráðsins til hæðar húss að Útgarði 2, sbr. lið 5.

9.Breyting deiliskipulags í Auðbrekku

Málsnúmer 202011019Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags Auðbrekku. Umsagnir um skipulagsbreytinguna komu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 26. janúar 2021 og Minjastofnun dags. 20. janúar 2021. Hvorug stofnunin gerir athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.

10.Deiliskipulag fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík

Málsnúmer 201909080Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu nýs deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Umsagnir um skipulagsbreytinguna komu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 26. janúar 2021, Minjastofnun dags. 20. janúar 2021 og Veðurstofu Íslands dags. 27. janúar 2021. Engar þessara stofnana gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Einar Sveinsson og Birna Hrólfsdóttir koma því á framfæri í tölvupósti dags. 4. janúar að þau fari fram á að vegtenging frá Auðbrekku verði bundin varanlegu slitlagi áður en framkvæmdir hefjast. Aðrir nágrannar gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna en skipulagsfulltrúi gerði ráðinu grein fyrir sjónarmiðum sem fram komu í samskiptum hans við nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt eins og það var kynnt. Ráðið tekur undir sjónarmið um að hraða þurfi slitlagningu vegtengingar úr Auðbrekku sem kostur er til lágmarka ónæði nágranna en telur ekki rétt að færa kvöð þar að lútandi inn í deiliskipulag.

11.Ósk um breytta skráningu á sumarhúsi í íbúðarhús að Myllunni við Raufarhöfn

Málsnúmer 202101144Vakta málsnúmer

Árdís Inga Höskuldsdóttir og Margrét Sigríður Höskuldsdóttir óska eftir að skráningu Myllunar (F2166264) verði breytt úr frístundahúsi í íbúðarhús.
Nanna Steina vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að breyta skráningu hússins enda verði tryggð fullnægjandi björgunarop úr hverju gistiherbergi.

12.Umsagnarbeiðni varðandi nýtingarleyfisumsókn á Röndinni við Kópasker

Málsnúmer 202102001Vakta málsnúmer

Orkustofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna beiðni Rifóss hf. um nýtingarleyfi á söltu grunnvatni úr borholum á Röndinni á Kópaskeri með vísan til auðlindalaga nr. 57/1998.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita Orkustofnun jákvæða umsögn frá sveitarfélaginu. Ráðið telur fyrirhugaða vatnstöku í samræmi við þær upplýsingar sem sveitarfélagið hafði við afgreiðslu deiliskipulagsins.

Fundi slitið - kl. 14:30.