Fara í efni

Aðgerðir Norðurþings í tengslum við COVID-19

Málsnúmer 202009043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020

Til umræðu eru þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á vegum sveitarfélagsins í tengslum við COVID-19 á undanförnum mánuðum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman yfirlit yfir þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til, gildistíma þeirra og hvernig þær tilslakanir sem boðið var upp á voru nýttar. Einnig að lagt verði mat á kostnað við mögulega framlengingu þeirra eða nýjar aðgerðir.

Byggðarráð Norðurþings - 339. fundur - 17.09.2020

Á 338. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman yfirlit yfir þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til, gildistíma þeirra og hvernig þær tilslakanir sem boðið var upp á voru nýttar. Einnig að lagt verði mat á kostnað við mögulega framlengingu þeirra eða nýjar aðgerðir.
Lagt fram til kynningar og vísað til frekari úrvinnslu á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 347. fundur - 10.12.2020

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir aðgerðir sveitarfélagsins í tengslum við COVID-19.
Byggðarráð mun í byrjun janúar endurskoða aðgerðir sveitarfélagsins í tengslum við Covid-19 hvað varðar gildistíma m.t.t. framvindu innheimtumála.

Byggðarráð Norðurþings - 351. fundur - 28.01.2021

Á 347. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð mun í byrjun janúar endurskoða aðgerðir sveitarfélagsins í tengslum við Covid-19 hvað varðar gildistíma m.t.t. framvindu innheimtumála.


Byggðarráð telur ekki tilefni til frekari aðgerða vegna Covid-19 m.t.t. innheimtu og frestunar gjalda. Aðgerðir stjórnvalda hafa komið mörgum fyrirtækjum að gagni og skuldastaða fyrirtækja við sveitarfélagið er góð. Allar ákvarðanir um aðgerðir vegna COVID-19 hafa nú runnið sitt skeið fyrir utan að samningur við Húsavíkurstofu gildir út árið 2021.
Byggðarráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna hvort tilefni geti verið til að fella niður farþegagjöld hluta ársins 2021 eða allt árið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 88. fundur - 02.02.2021

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð telur ekki tilefni til frekari aðgerða vegna Covid-19 m.t.t. innheimtu og frestunar gjalda. Aðgerðir stjórnvalda hafa komið mörgum fyrirtækjum að gagni og skuldastaða fyrirtækja við sveitarfélagið er góð. Allar ákvarðanir um aðgerðir vegna COVID-19 hafa nú runnið sitt skeið fyrir utan að samningur við Húsavíkurstofu gildir út árið 2021.
Byggðarráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna hvort tilefni geti verið til að fella niður farþegagjöld hluta ársins 2021 eða allt árið.

Kristinn Lund leggur til að farþegagjöld verði innheimt árið 2021 vegna stöðu hafnasjóðs.
Nanna Steina samþykkir tillögu Kristins.


Undirritaður telur að ekki sé rétt að taka slíka ákvörðun að svo stöddu, enda mikil óvissa um þróun mála á næstu misserum.

Bergur Elías Ágústsson.
Silja og Kristján Friðrik taka undir bókun Bergs.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs frestar erindinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 98. fundur - 25.05.2021

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð telur ekki tilefni til frekari aðgerða vegna Covid-19 m.t.t. innheimtu og frestunar gjalda. Aðgerðir stjórnvalda hafa komið mörgum fyrirtækjum að gagni og skuldastaða fyrirtækja við sveitarfélagið er góð. Allar ákvarðanir um aðgerðir vegna COVID-19 hafa nú runnið sitt skeið fyrir utan að samningur við Húsavíkurstofu gildir út árið 2021.
Byggðarráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna hvort tilefni geti verið til að fella niður farþegagjöld hluta ársins 2021 eða allt árið.
Skipulags- og framkvæmdaráð ákveður að innheimta farþegagjöld fyrir árið 2021 samkvæmt gjaldskrá.