Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Frumkvöðlasetur - hús nýsköpunar, menntunar og atvinnulífs á Húsavík
202009027
Á fund byggðarráðs kemur Óli Halldórsson framkvæmdastjóri Þekkingarnets Þingeyinga og fer yfir uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík.
2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021
202006044
Fyrir byggðarráði liggja drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar 2022-2024.
Magnús Kristjánsson ráðgjafi hjá KPMG sat fundinn undir þessum lið í gegnum Teams fjarfundabúnað.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.Úrvinnsla fyrirspurna um niðurfellingu sorphirðugjalds
202005122
Á 337. fundi byggðarráðs var bókað;
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og kynna á næsta fundi ráðsins.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og kynna á næsta fundi ráðsins.
Fært í trúnaðarmálabók.
4.Vinnumálastofnun - starfsstöð á Húsavík
202009006
Árið 2014 lokaði Vinnumálastofnun starfsstöð sinni á Húsavík þar sem stofnunin taldi ekki lengur þörf á sérstakri skráningarskrifstofu í sveitarfélaginu. Nú eru horfur í atvinnumálum með þeim hætti að atvinnuleysi er að aukast umtalsvert í sveitarfélaginu og því vaxandi þörf fyrir úrræði Vinnumálastofnunar í sveitarfélaginu.
Atvinnuleysi er að aukast í Norðurþingi og er með því sem mest gerist á Norðurlandi eystra. Gera má ráð fyrir að þegar líður á haustið fari uppsagnir í iðnaði og ferðaþjónustu að gera vart við sig í meira mæli og að atvinnuleysi verði þá umtalsvert meira en þegar er orðið.
Um þessar mundir er ríkisstjórnin að efla viðspyrnu á mörgum vígstöðvum, meðal annars í gegnum Vinnumálastofnun og þau úrræði sem þar eru rekin. Í ljósi þess verður ekki annað séð en að brýnt sé að Vinnumálastofnun opni á ný starfstöð á Húsavík til að stofnunin geti rækt lögbundnar skyldur sínar við atvinnuleitendur í sveitarfélaginu og nærsveitarfélögum sem snúa að vinnumiðlun, mati á vinnufærni, þátttöku atvinnuleitenda í vinnumarkaðsaðgerðum og eftirliti þar á.
Opnun starfsstöðvar á Húsavík væri í samræmi við stefnu stjórnvalda um fjölgun starfa á landsbyggðinni. Eðlilegt umfang slíkrar starfsemi væru tveir starfsmenn sem ýmist hefðu ýmist viðveru á starfstöð á Húsavík eða ferðuðust um innan Þingeyjarsýslu í þjónustu við atvinnuleitendur með viðtölum, námskeiðum og vinnumiðlun. Byggðarráð skorar á Vinnumálastofnun að bregðast skjótt við og opna á ný starfstöð á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma áskoruninni á framfæri við forstjóra Vinnumálastofnunar.
Um þessar mundir er ríkisstjórnin að efla viðspyrnu á mörgum vígstöðvum, meðal annars í gegnum Vinnumálastofnun og þau úrræði sem þar eru rekin. Í ljósi þess verður ekki annað séð en að brýnt sé að Vinnumálastofnun opni á ný starfstöð á Húsavík til að stofnunin geti rækt lögbundnar skyldur sínar við atvinnuleitendur í sveitarfélaginu og nærsveitarfélögum sem snúa að vinnumiðlun, mati á vinnufærni, þátttöku atvinnuleitenda í vinnumarkaðsaðgerðum og eftirliti þar á.
Opnun starfsstöðvar á Húsavík væri í samræmi við stefnu stjórnvalda um fjölgun starfa á landsbyggðinni. Eðlilegt umfang slíkrar starfsemi væru tveir starfsmenn sem ýmist hefðu ýmist viðveru á starfstöð á Húsavík eða ferðuðust um innan Þingeyjarsýslu í þjónustu við atvinnuleitendur með viðtölum, námskeiðum og vinnumiðlun. Byggðarráð skorar á Vinnumálastofnun að bregðast skjótt við og opna á ný starfstöð á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma áskoruninni á framfæri við forstjóra Vinnumálastofnunar.
5.Endurskoðun samþykkta Norðurþings
202003008
Á 102. fundi sveitarstjórna var bókað;
Til máls tóku: Kolbrún Ada og Hjálmar.
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vinna við samþykktir Norðurþins verði frestað til haustsins og tekin upp aftur í byggðarráði í september 2020.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Kolbrún Ada og Hjálmar.
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vinna við samþykktir Norðurþins verði frestað til haustsins og tekin upp aftur í byggðarráði í september 2020.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Oddvitar framboða munu hefjast handa við endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins á vinnufundi þann 24. september nk.
6.Viðskiptareglur Norðurþings
201908074
Á 332. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að uppfærðum viðskiptareglum á fundi ráðsins þann 13. ágúst nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að uppfærðum viðskiptareglum á fundi ráðsins þann 13. ágúst nk.
Helena leggur til að sveitarstjóra verði falið að móta verkferla um innkaup og notkun innkaupakorta og leggja fyrir ráðið í október. Samhliða verði núgildandi viðskiptareglur felldar úr gildi, þar sem núgildandi lög um opinber innkaup geri ekki ráð fyrir að sveitarfélög setji sér sérstakar innkaupareglur.
Helena og Kolbrún Ada samþykkja tillöguna.
Hafrún situr hjá.
Helena og Kolbrún Ada samþykkja tillöguna.
Hafrún situr hjá.
7.Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga
202005065
Vegna uppgreiðslu láns að fjárhæð 1.000.000 EUR sem er á eindaga í október er óskað eftir heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar. Lánið er tekið af aðalsjóði Norðurþings (24%) og Hafnasjóði Norðurþings (66%).
Byggðarráð samþykkir að taka óverðtryggt lán til 15 ára til uppgreiðslu á 1.000.000 EUR láni með vaxtakjörum 6 mánaða REIBOR millibankavöxtum auk 0,50% álags.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
8.Brothættar byggðir - umræða um verkefni í Öxarfirði og á Raufarhöfn
202008009
Á 335. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um framtíð verkefnanna þar sem fram koma hugmyndir um farveg og ábyrgð sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um framtíð verkefnanna þar sem fram koma hugmyndir um farveg og ábyrgð sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila.
Hjálmar Bogi leggur til að stjórn/forsvarsmenn Byggðastofnunar verðið boðuð á fund sveitarstjórnar og sömuleiðis aðilar ráðuneytis byggðamála innan tveggja mánaða.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra er falið að boða til fundarins.
Byggðarráð vísar umræðu um framtíð verkefnanna til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra er falið að boða til fundarins.
Byggðarráð vísar umræðu um framtíð verkefnanna til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.
9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - Félagsþjónusta
202006086
Á 69. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Félagsmálastjóri kynnti viðauka fyrir fjölskylduráði. Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í Byggðaráði.
Félagsmálastjóri kynnti viðauka fyrir fjölskylduráði. Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í Byggðaráði.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar:
Viðauki vegna launa tengdum COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur.
Viðauki vegna barnaverndarmála og fjárhagsaðstoðar að fjárhæð 17.650.057 krónur.
Viðauki vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra og aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 0 krónur.
Viðauki vegna launa tengdum COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur.
Viðauki vegna barnaverndarmála og fjárhagsaðstoðar að fjárhæð 17.650.057 krónur.
Viðauki vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra og aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 0 krónur.
10.Rekstur skíðamannvirkja 2020 - viðauki
202009031
Á 72. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar skíðamannvirkja að fjárhæð 1.156.200 kr.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar skíðamannvirkja að fjárhæð 1.156.200 kr.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar honum til sveitarstjórnar til staðfestingar:
Viðauki vegna launa við rekstur skíðamannvirkja að fjárhæð 1.156.200 krónur.
Viðauki vegna launa við rekstur skíðamannvirkja að fjárhæð 1.156.200 krónur.
11.Björgunarsveitin Pólstjarnan - ósk um samstarfssamning
202008097
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá björgunarsveitinni Pólstjörnunni á Raufarhöfn þar sem óskað er eftir langtíma samstarfssamning við sveitarfélagið. Marmiðið með slíkum samning yrði að efla starf sveitarinnar, efla endurmenntun og stuðla að almannavörnum á svæðinu, íbúum og öðrum sem heimsækja svæði til heilla sem og að tryggja öryggi íbúa í sveitarfélaginu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við björgunarsveitina Pólstjörnuna og leggja fyrir byggðarráð.
12.Aðgerðir Norðurþings í tengslum við COVID-19
202009043
Til umræðu eru þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á vegum sveitarfélagsins í tengslum við COVID-19 á undanförnum mánuðum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman yfirlit yfir þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til, gildistíma þeirra og hvernig þær tilslakanir sem boðið var upp á voru nýttar. Einnig að lagt verði mat á kostnað við mögulega framlengingu þeirra eða nýjar aðgerðir.
13.Erindi frá Sölkusiglingum vegna Covid-19.
202008081
Borist hefur erindi frá Sölkusiglingum ehf. þar sem óskað er leigu á verbúðarplássi, tímabundið án endurgjalds og gjaldfrests á legugjöldum og leigugjaldi verbúðarpláss.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs en bendir á að framundan er upptekt á almennum aðgerðum sveitarfélagsins í tengslum við COVID-19.
14.Ósk um styrk til framkvæmda við gamla kirkjugarðinn.
202009033
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk vegna framkvæmda við minningarreit í gamla kirkjugarðinum á Húsavík.
Á 76. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en bendir á að hægt er að sækja um styrki til byggðarráðs.
Á 76. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en bendir á að hægt er að sækja um styrki til byggðarráðs.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en vísar því til formlegrar afgreiðslu í skipulags- og framkvæmdaráði í ljósi nánari upplýsinga sem liggja nú fyrir og leggur til að 500.000 krónum verði varið í verkefnið.
15.Óskað er eftir styrk til að gefa út sögu dagblaðsins Dags á Akureyri.
202008079
Borist hefur beiðni frá Jóhanni Karli Sigurðssyni og Braga V. Bergmann um styrk til að gefa út bók um sögu dagblaðsins Dags á Akureyri sem var gefið út á árunum 1918-1996.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 krónur.
16.Fundargerðir Leigufélagsins Hvamms 2019-2020
201903063
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Leigufélagsins Hvamms frá 24. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.
17.Bréf til eigenda Leigufélags Hvamms ehf
202009051
Á aðalfundi Leigufélags Hvamms ehf. var stjórnarformanni félagsins falið að rita bréf til eigenda þar sem leitað yrði eftir afstöðu eigenda til sölu á íbúðum sem losna úr leigu í Útgarði 4. Fyrir liggur afstaða stjórnar um að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna úr leigu á næstu misserum.
Hjálmar Bogi leggur til að málinu verði vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Helena, Kolbrún Ada og Benóný óska bókað að þau eru samþykk því að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Helena, Kolbrún Ada og Benóný óska bókað að þau eru samþykk því að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna.
18.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020
202002015
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 12. fundar stjórna SSNE frá 2. september sl.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 12:25.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
19.Fundargerðir stjórnar AÞ ses. 2019-2020
202002110
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 11. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. frá 18. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.
20.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2019-2020
202003011
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 69. - 72. fundar stjórnar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá mars til júní 2020.
Lagt fram til kynningar.
21.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga
202002019
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:40.
Byggðarráð þakkar Óla og Lilju Berglindi fyrir komuna og kynnninguna á verkefnunum "Frystihúsið" og "Hraðið". Byggðarráð lýsir yfir stuðningi við verkefnin og hvetur ríkisvaldið til að veita verkefnunum brautargengi við gerð fjárlaga fyrir árið 2021.