Fara í efni

Bréf til eigenda Leigufélags Hvamms ehf

Málsnúmer 202009051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020

Á aðalfundi Leigufélags Hvamms ehf. var stjórnarformanni félagsins falið að rita bréf til eigenda þar sem leitað yrði eftir afstöðu eigenda til sölu á íbúðum sem losna úr leigu í Útgarði 4. Fyrir liggur afstaða stjórnar um að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna úr leigu á næstu misserum.
Hjálmar Bogi leggur til að málinu verði vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Helena, Kolbrún Ada og Benóný óska bókað að þau eru samþykk því að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna.



Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Á aðalfundi Leigufélags Hvamms ehf. var stjórnarformanni félagsins falið að rita bréf til eigenda þar sem leitað yrði eftir afstöðu eigenda til sölu á íbúðum sem losna úr leigu í Útgarði 4. Fyrir liggur afstaða stjórnar um að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna úr leigu á næstu misserum.

Á 338. fundi byggðarráð var eftirfarandi bókað:
Hjálmar Bogi leggur til að málinu verði vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Helena, Kolbrún Ada og Benóný óska bókað að þau eru samþykk því að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna.

Til máls tóku: Kristján, Bergur, Hjálmar, Kolbrún Ada og Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir að veita stjórn Leigufélags Hvamms heimild til sölu á íbúðum sem losna úr leigu á næstu misserum með atkvæðum Birnu, Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Hjálmar greiðir atkvæði á móti.
Bergur, Hafrún og Hrund sátu hjá.

Kristján leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit stóðu að uppbyggingu Útgarðs 4 á sínum tíma. Sömu sveitarfélög standa að rekstri Dvalarheimilisins Hvamms. Markmið Útgarðs-verkefnisins var að byggja og selja íbúðir til handa eldri aldurshópum á svæðinu, enda stóðu væntingar til að hægt yrði að selja íbúðirnar á hagstæðum kjörum eins og fram kom í staðbundnum fréttum á þeim tíma sem fyrsta skóflustungan var tekin. Þau markmið náðust ekki, efnahagshrun dundi yfir og sveitarfélögin hafa setið með eignir Leigufélags Hvamms frá þeim tíma og leigt íbúðirnar út til eldri íbúa. Nú loks hefur skapast tækifæri til að uppfylla upphafleg markmið með byggingu hússins. Skuldastaða félagsins er með þeim hætti að eigendur ættu að geta greitt upp áhvílandi lán sé tekið mið af líklegu söluverðmæti íbúðanna í dag. Meðeigendur Norðurþings í Leigufélaginu Hvammi ehf. hafa um langa hríð verið þeirrar skoðunar að vilja losna undan eignarhaldinu í félaginu. Í ljósi upphaflegra markmiða með uppbyggingunni, sem og fyrirséðra nýrra skuldbindandi fjárfestinga Norðurþings á sviði þjónustu við eldri íbúa svæðisins, t.a.m. í uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis er nú tækifæri til breytinga. Telur meirihluti sveitarstjórnar fulla ástæða til þess að heimila sölu íbúða er standa við Útgarð 4, í eðlilegum takti við það þegar leigusamningum sem nú eru í gildi yrði sagt upp af hálfu leigutaka sjálfra, eða ef komi fram óskir núverandi leigutaka um kaup á þeirri íbúð sem viðkomandi leigir af félaginu.

Bergur Elías óskar bókað: Hér er verið að tala um sölu á einstaka íbúð en ekki á félaginu sjálfu.