Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

106. fundur 22. september 2020 kl. 16:15 - 19:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Forseti
 • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
 • Silja Jóhannesdóttir 2. varaforseti
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
 • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Birna Ásgeirsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 201810117Vakta málsnúmer

Óli Halldórsson fulltrúi V-lista óskar eftir að leyfi hans frá sveitarstjórnarstörfum verði framlengt til og með 31. janúar 2021.
Samþykkt samhljóða.

2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um breytingu á fulltrúum í ráðum á vegum V-lista:

Aldey Traustadóttir verði aðalmaður í fjölskylduráði í stað Berglindar Hauksdóttur og varamaður verði Trausti Aðalsteinsson.


Einnig er lagt til að Kolbrún Ada Gunnarsdóttir sinni eftirfarandi hlutverkum í áframhaldandi leyfi Óla Halldórssonar til og með 31. janúar 2021:

Landsþing SÍS, varamaður.
Héraðsnefnd þingeyinga bs. fulltrúaráð.
Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) - fulltrúaráð.
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ses. - fulltrúaráð.
Aðalfundur DA sf. varamaður.
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Bergur og Kolbrún Ada.


Sveitarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða.

3.Sóknaráætlun 2020-2024

Málsnúmer 202009087Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur sóknaráætlun SSNE 2020-2024. Sveitarstjórn hefur frest til að skila inn breytingartillögum á sóknaráætluninni til föstudagsins 25. september 2020.
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku: Helena, Bergur, Hafrún, Hjálmar, Kristján og Kolbrún Ada.

Helena leggur eftirfarandi til við endurskoðun sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.
Lagt er til að markmiðum og áhersluatriðum í sóknaráætlun verði fækkað.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands verði getið þar sem fjallað er um Sjúkarhúsið á Akureyri og að Heilbrigðisstofnun Norðurlands verði tilgreindur samstarfaðili varðandi nýsköpun í öldrunarþjónustu.
Eftirfarandi setning verði felld niður í kaflanum um nýsköpun og atvinnulíf: Hætta að gera sömu hlutina á tveimur stöðum.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

4.Ósk um styrk til framkvæmda við gamla kirkjugarðinn.

Málsnúmer 202009033Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi fulltrúi B-lista óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir á 106. fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Hafrún, Silja, Hjálmar, Helena og Kolbrún Ada.

Undirrituð leggja til að verkefnið verði styrkt um 500.000 kr. á þessu fjárhagsári. Fjárhæðin skuli vera tekin af framkvæmdafé.
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð hefur nú tvívegis komið fyrir erindi frá formanni sóknarnefndar f.h. kirkjugarða Húsavíkur varðandi ósk um styrkveitingu vegna framkvæmda við gamla kirkjugarðinn. Samkvæmt áætlun sem fylgdi umsókninni var hlutur sveitarfélagsins áætlaður um 1.500.000 kr. Skipulags- og framkvæmdaráð sá sér ekki fært um að verða við beiðninni en samþykkti að efnisgjald vegna efnis úr námu sveitarfélagsins verði ekki innheimt vegna verkefnisins.
Í IV. kafla laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 er meðal annars kveðið á um skyldur og rétt sveitarfélaga vegna kirkjugarða. Samkvæmt 12. gr. fyrrnefndra laga er sveitarfélagi skylt að láta ókeypis í té hæfilegt kirkjugarðsstæði svo og efni í girðingu, þó þannig að óbreyttar haldist kvaðir þær er þegar eru á jörðum og lóðum þar sem kirkjugarðar standa. Í 13. gr. laganna er kveðið á um frekari skyldu sveitarfélagsins til að leggja til ókeypis hæfilegan ofaníburð í götur og gangstíga kirkjugarðs ef þess er óskað og greiðir akstur hans.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bergs, Hafrúnar, Hjálmars og Hrundar.
Birna, Helena, Kolbrún Ada, Kristján og Silja sátu hjá.

5.Starfsemi félagsmiðstöðva veturinn 2020-2021

Málsnúmer 202008126Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi fulltrúi B-lista óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir á 106. fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Hrund, Kolbrún Ada, Hjálmar, Bergur, Helena, Silja og Hafrún.

Undirrituð leggja til að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu félagsmiðstöðvar/ungmenna-húss á Húsavík. Verkefnið yrði samstarfsverkefni fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs undir forystu fjölskyldusviðs. Fjölskylduráð fer yfir allar mögulegar sviðsmyndir í takt við minnisblað sem var lagt fram á fundi ráðsins þann 7. sept. síðastliðinn og skilar af sér hugmyndum fyrir 31. október næstkomandi. Því þarf að vinna málið hratt svo hægt sé að vísa málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Markmið vinnunnar er að finna framtíðarhúsnæði fyrir frístundastarf/félagsmiðstöð/ungmenna-hús, notað eða nýtt.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.


Kolbrún Ada óskar bókað: Þessi vinna er þegar í gangi. Í framtíðarhúsnæði fyrir frístundarstarf þarf að vera aðgengi fyrir alla.

6.Höskuldur S. Hallgrímsson og Brynhildur Gísladóttir sækja um lóðina Hraunholt 5

Málsnúmer 202008078Vakta málsnúmer

Á 76. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Höskuldi Skúla og Brynhildi verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 5. Ennfremur er fyrri tillaga ráðsins að úthlutun Stakkholts 7 til sömu aðila dregin til baka.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

7.Breyting á deiliskipulagi Rifóss

Málsnúmer 202009019Vakta málsnúmer

Á 77. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi tekið fyrir:
Ómar Ívarsson, f.h. Rifóss hf., óskar eftir umfjöllun skipulags- og framkvæmdaráðs um tillögu að breytingu deiliskipulags innan lóðar fyrirtækisins við Lón í Kelduhverfi. Breytingin felst í grófum dráttum í því að byggingarreitir A, B og F stækka og svæði undir settjarnir norðan byggingarreits B minnkar lítillega. Skilgreindir eru byggingarskilmálar hvers ofangreindra byggingarreita.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

8.Deiliskipulag fyrir Pálsgarð og Útgarð

Málsnúmer 202009067Vakta málsnúmer

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 15.09.2020, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagslýsinguna til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Til máls tóku: Bergur og Kristján.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma til móts við ábendingar um að í skipulagslýsingunni sé rétt farið með fyrir hvaða aldurshópa svæðið er skipulagt nú þegar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

9.Ósk um stofnun lóðar út úr Hóli í Kelduhverfi undir frístundarhús

Málsnúmer 202009066Vakta málsnúmer

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 15.09.2020, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar, útskipti hennar úr jörðinni og að hún fái heitið Skógarhóll verði samþykkt. Framlögð afstöðumynd felur í sér hugmynd að tengingu lóðar við þjóðveg nr. 85. Ráðið gerir ekki athugasemd við hugmyndina en minnir umsækjanda á að hafa samráð við Vegagerðina um vegtenginguna.
Hrund vék af fundinum undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

10.Ósk um stofnun lóðar út úr Hóli í Kelduhverfi undir skógrækt

Málsnúmer 202009065Vakta málsnúmer

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 15.09.2020, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun landspildunnar, útskipti hennar úr jörðinni og að hún fái heitið Hólsskógur verði samþykkt. Framlögð afstöðumynd felur í sér hugmynd að tengingu lóðar við þjóðveg nr. 85. Ráðið gerir ekki athugasemd við hugmyndina en minnir umsækjanda á að hafa samráð við Vegagerðina um vegtenginguna. Ráðið áréttar einnig að samþykki fyrir stofnun landspildunnar felur ekki í sér framkvæmdaleyfi til skógræktar.
Hrund vék af fundinum undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

11.Ósk um stofnun íbúðarhúsalóðar á Hóli í Kelduhverfi

Málsnúmer 202009073Vakta málsnúmer

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 15.09.2020, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Hóll 2.
Hrund vék af fundinum undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

12.Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 202005065Vakta málsnúmer

Vegna uppgreiðslu láns að fjárhæð 1.000.000 EUR sem er á eindaga í október er óskað eftir heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar. Lánið er tekið af aðalsjóði Norðurþings (24%) og Hafnasjóði Norðurþings (66%).

Á 338. fundi byggðarráð var eftirfarandi bókað vegna málsins:
Byggðarráð samþykkir að taka óverðtryggt lán til 15 ára til uppgreiðslu á 1.000.000 EUR láni með vaxtakjörum 6 mánaða REIBOR millibankavöxtum auk 0,50% álags.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað vegna málsins:
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar.
Til máls tók: Kristján.

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitastjórn Norðurþings samþykki hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 170.000.000, með lokagjalddaga þann 5. ágúst 2035, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á verkefni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra kt. 120279-4599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélags að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

13.Rekstur skíðamannvirkja 2020 - viðauki

Málsnúmer 202009031Vakta málsnúmer

Á. 338 fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar honum til sveitarstjórnar til staðfestingar:
Viðauki vegna launa við rekstur skíðamannvirkja að fjárhæð 1.156.200 krónur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna reksturs skíðamannvirkja að fjárhæð 1.156.200 krónur samhljóða og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - Félagsþjónusta

Málsnúmer 202006086Vakta málsnúmer

Á 338. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað vegna málsins:

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar: Viðauki vegna launa tengdum COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur. Viðauki vegna barnaverndarmála og fjárhagsaðstoðar að fjárhæð 17.650.057 krónur. Viðauki vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra að upphæð 79.208.800 krónur og aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði og aðrar tekjur 79.208.800 krónur. Heildarfjárhæð viðaukans í málefnum fatlaðra er því 0 krónur.
Til máls tóku: Hjálmar, Kristján, Kolbrún Ada og Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna aukins launakostnaðar í tengslum við COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur samhljóða og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna aukins kostnaðar við barnavernd og aukinnar fjárhagsaðstoðar að fjárhæð 17.650.057 krónur og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna málefna fatlaðra að fjárhæð 0 kr., viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé.

15.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - málaflokkur 13 - Atvinnumál

Málsnúmer 202009058Vakta málsnúmer

Á 339. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 32.634.694 kr., og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Bergur og Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna tilfærslna í málaflokki 13-Atvinnumál að fjárhæð 9.530.266 krónur og hækkunar á fasteignaskattstekjum að fjárhæð 42.164.960 krónur samhljóða og kemur viðaukinn að fjárhæð 32.634.694 krónur til hækkunar á handbæru fé.

16.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - málaflokkur 05 - Menningarmál

Málsnúmer 202009086Vakta málsnúmer

Á 339. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 350.452 kr., og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna tilfærslna í málaflokki 05-Menningarmál að fjárhæð 350.452 krónur samhljóða og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.

17.Bréf til eigenda Leigufélags Hvamms ehf

Málsnúmer 202009051Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Leigufélags Hvamms ehf. var stjórnarformanni félagsins falið að rita bréf til eigenda þar sem leitað yrði eftir afstöðu eigenda til sölu á íbúðum sem losna úr leigu í Útgarði 4. Fyrir liggur afstaða stjórnar um að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna úr leigu á næstu misserum.

Á 338. fundi byggðarráð var eftirfarandi bókað:
Hjálmar Bogi leggur til að málinu verði vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Helena, Kolbrún Ada og Benóný óska bókað að þau eru samþykk því að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna.

Til máls tóku: Kristján, Bergur, Hjálmar, Kolbrún Ada og Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir að veita stjórn Leigufélags Hvamms heimild til sölu á íbúðum sem losna úr leigu á næstu misserum með atkvæðum Birnu, Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Hjálmar greiðir atkvæði á móti.
Bergur, Hafrún og Hrund sátu hjá.

Kristján leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit stóðu að uppbyggingu Útgarðs 4 á sínum tíma. Sömu sveitarfélög standa að rekstri Dvalarheimilisins Hvamms. Markmið Útgarðs-verkefnisins var að byggja og selja íbúðir til handa eldri aldurshópum á svæðinu, enda stóðu væntingar til að hægt yrði að selja íbúðirnar á hagstæðum kjörum eins og fram kom í staðbundnum fréttum á þeim tíma sem fyrsta skóflustungan var tekin. Þau markmið náðust ekki, efnahagshrun dundi yfir og sveitarfélögin hafa setið með eignir Leigufélags Hvamms frá þeim tíma og leigt íbúðirnar út til eldri íbúa. Nú loks hefur skapast tækifæri til að uppfylla upphafleg markmið með byggingu hússins. Skuldastaða félagsins er með þeim hætti að eigendur ættu að geta greitt upp áhvílandi lán sé tekið mið af líklegu söluverðmæti íbúðanna í dag. Meðeigendur Norðurþings í Leigufélaginu Hvammi ehf. hafa um langa hríð verið þeirrar skoðunar að vilja losna undan eignarhaldinu í félaginu. Í ljósi upphaflegra markmiða með uppbyggingunni, sem og fyrirséðra nýrra skuldbindandi fjárfestinga Norðurþings á sviði þjónustu við eldri íbúa svæðisins, t.a.m. í uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis er nú tækifæri til breytinga. Telur meirihluti sveitarstjórnar fulla ástæða til þess að heimila sölu íbúða er standa við Útgarð 4, í eðlilegum takti við það þegar leigusamningum sem nú eru í gildi yrði sagt upp af hálfu leigutaka sjálfra, eða ef komi fram óskir núverandi leigutaka um kaup á þeirri íbúð sem viðkomandi leigir af félaginu.

Bergur Elías óskar bókað: Hér er verið að tala um sölu á einstaka íbúð en ekki á félaginu sjálfu.

18.Fyrirkomulag snjómoksturs í Norðurþingi

Málsnúmer 201907053Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til staðfestingar samningar um snjómokstur í Norðurþingi.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn staðfestir samningana samhljóða.

19.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.
Til máls tók: Kristján.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi bókun eftir yfirferð sveitarstjóra um atvinnumál:
Það að draga atvinnutækifæri til byggðakjarna eða dreifðra byggða hefur verið og mun verða eilífðar umræðu- og úrlausnarefni. Ekki er skortur á hugmyndum um hvað gera skal, margt hefur verið reynt, sumt gengið og annað ekki. Aðkoma sveitarfélaga hefur einnig verið misjöfn. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar koma með hugmyndir að atvinnuuppbyggingu er ekki annað hægt en að vera jákvæður og eftir fremsta megni og aðstoða í þeim mæli sem unnt er. Í þessu ferli skal þó ávallt haft í huga að sveitarfélög eru að sýsla með almannafé og í því ljósi þarf að gera kröfur til áhugasamra aðila og síðan en ekki sýst meta getu þeirra til árangurs þegar útlát sameiginlegra fjármuna er í húfi. Rétt er að geta þess að það sem hér er skrifað er ekki gert í neikvæðri merkingu, enda góðar hugmyndir gott mál og margar þeirra skapað verðmæti og virðisauka fyrir samfélög.
Það er mín einlæga ósk að ákvörðunarvald og framkvæmdavald sveitarfélagsins Norðurþings sýni samstöðu, fagmennsku sem og festu í þessum mikilvægu málum. Afli nauðsynlegra gagna, kanni áræðanleika þeirra, miðli upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins um stöðu og framgang mála hverju sinni. Hér er svigrúm til að bæta sig umtalsvert.


Lagt fram til kynningar.

20.Byggðarráð Norðurþings - 337

Málsnúmer 2008008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 337. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

21.Byggðarráð Norðurþings - 338

Málsnúmer 2009003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 338. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

22.Byggðarráð Norðurþings - 339

Málsnúmer 2009006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 339. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 5 "Loftbrú - lægri flugfargjöld fyrir íbúa landsbyggðarinnar": Helena.

Til máls tóku undir lið 8 "Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta": Bergur og Helena.

Bergur Elías, Hafrún, Hjálmar Bogi og Hrund leggja fram eftirfarandi bókun:
Þann 28 maí var eftirfarandi mál tekið á dagskrá. Byggðakvóti í Norðurþingi, málsnúmer
202001139. Til umræðu í byggðarráði eru drög að bréfi til Byggðastofnunar um ósk sveitarfélagsins um úthlutun sértæks byggðakvóta til Kópaskers á fiskveiðiárinu 2020/2021. Niðurstaða ráðsins var sem hér segir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi erindi til Byggðastofnunnar og afrit á starfshóp Brothættra byggða - verkefnastjórn Öxarfjarðar í sókn.
Tæpum fjórum mánuðum eftir samþykkt Byggðarráðs hafa ekki komið viðbrögð, samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Byggðastofnun vegna framangreinds erindis. Undirrituð leggja á það áherslu að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins hafi samband við Byggðastofnun og óski eftir svörum og góðri samvinnu um þetta mikilvæga verkefni.Aðrir liðir fundargerðinnar lagðir fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð - 71

Málsnúmer 2008007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 71. fundar fjölskylduráðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð - 72

Málsnúmer 2009002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 72. fundar fjölskylduráðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

25.Skipulags- og framkvæmdaráð - 76

Málsnúmer 2008006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 76. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

26.Skipulags- og framkvæmdaráð - 77

Málsnúmer 2009001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 77. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

27.Skipulags- og framkvæmdaráð - 78

Málsnúmer 2009004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 78. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 3 "Óskað er eftir rekstraryfirliti fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2020 og áætlun seinni hluta árs": Bergur.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:20.