Fara í efni

Höskuldur S. Hallgrímsson og Brynhildur Gísladóttir sækja um lóðina Hraunholt 5

Málsnúmer 202008078

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 76. fundur - 01.09.2020

Höskuldur Skúli Hallgrímsson og Brynhildur Gísladóttir óska eftir að fá lóðinni að Hraunholti 5 úthlutað til byggingar einbýlishúss. Skipulags- og framkvæmdaráð var áður búið að leggja til við sveitarstjórn að þeim yrði úthlutað lóðinni að Lyngholti 7, en þau telja nú að Hraunholt 5 henti betur undir þá húsbyggingu sem þau hafa í huga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Höskuldi Skúla og Brynhildi verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 5. Ennfremur er fyrri tillaga ráðsins að úthlutun Stakkholts 7 til sömu aðila dregin til baka.

Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Á 76. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Höskuldi Skúla og Brynhildi verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 5. Ennfremur er fyrri tillaga ráðsins að úthlutun Stakkholts 7 til sömu aðila dregin til baka.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.