Fara í efni

Ósk um stofnun lóðar út úr Hóli í Kelduhverfi undir frístundarhús

Málsnúmer 202009066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Kristinn Rúnar Tryggvason og Hrund Ásgeirsdóttir óska eftir samþykki fyrir stofnun 41.538 m² frístundahúsalóðar úr jörðinni Hóli í Kelduhverfi. Þess er óskað að lóðin fái heitið Skógarhóll. Ennfremur er óskað samþykki fyrir því að lóðinni verði skipt út úr jörðinni. Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar, útskipti hennar úr jörðinni og að hún fái heitið Skógarhóll verði samþykkt. Framlögð afstöðumynd felur í sér hugmynd að tengingu lóðar við þjóðveg nr. 85. Ráðið gerir ekki athugasemd við hugmyndina en minnir umsækjanda á að hafa samráð við Vegagerðina um vegtenginguna.

Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 15.09.2020, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar, útskipti hennar úr jörðinni og að hún fái heitið Skógarhóll verði samþykkt. Framlögð afstöðumynd felur í sér hugmynd að tengingu lóðar við þjóðveg nr. 85. Ráðið gerir ekki athugasemd við hugmyndina en minnir umsækjanda á að hafa samráð við Vegagerðina um vegtenginguna.
Hrund vék af fundinum undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.