Fara í efni

Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - málaflokkur 13 - Atvinnumál

Málsnúmer 202009058

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 339. fundur - 17.09.2020

Fyrir byggðarráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna málaflokka 13-Atvinnumál og 00-Skatttekjur að fjárhæð 32.634.694. Til hækkunar útgjalda málaflokks 13-Atvinnumál eru 9.530.266 og til hækkunar á fasteignaskattstekjum eru 42.164.960.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 32.634.694 kr., og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Á 339. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 32.634.694 kr., og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Bergur og Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna tilfærslna í málaflokki 13-Atvinnumál að fjárhæð 9.530.266 krónur og hækkunar á fasteignaskattstekjum að fjárhæð 42.164.960 krónur samhljóða og kemur viðaukinn að fjárhæð 32.634.694 krónur til hækkunar á handbæru fé.