Fara í efni

Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 202005065

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 327. fundur - 14.05.2020

Lagt er til að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 200 milljónir vegna framkvæmda á árunum 2018 - 2019.
Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna COVID-19 og þess tekjufalls sem fyrirsjáanlegt er í rekstri sveitarfélagsins á næstu mánuðum leggur byggðarráð til að Eignasjóður taki 200 milljón króna lán til 15 ára hjá Lánasjóði sveitarfélaga með fljótandi óverðtryggðum vöxtum (REIBOR 0,50% álag)sem eru í dag 3,06% og uppgreiðsluheimild. Lánið er tekið vegna framkvæmda á árunum 2018 - 2019 sem fjármagnaðar voru af handbæru fé.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lántökuheimildina og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Á 327. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna COVID-19 og þess tekjufalls sem fyrirsjáanlegt er í rekstri sveitarfélagsins á næstu mánuðum leggur byggðarráð til að Eignasjóður taki 200 milljón króna lán til 15 ára hjá Lánasjóði sveitarfélaga með fljótandi óverðtryggðum vöxtum (REIBOR 0,50% álag)sem eru í dag 3,06% og uppgreiðsluheimild. Lánið er tekið vegna framkvæmda á árunum 2018 - 2019 sem fjármagnaðar voru af handbæru fé.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lántökuheimildina og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena og Hjálmar.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi þann 19. maí 2020 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól 200.000.000 kr. til 15 ára, með lokagjalddaga þann 5. ágúst 2035, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.
Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að mæta kostnaði við byggingu slökkvistöðvar og annarra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni kt. 120279-4599 sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020

Vegna uppgreiðslu láns að fjárhæð 1.000.000 EUR sem er á eindaga í október er óskað eftir heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar. Lánið er tekið af aðalsjóði Norðurþings (24%) og Hafnasjóði Norðurþings (66%).
Byggðarráð samþykkir að taka óverðtryggt lán til 15 ára til uppgreiðslu á 1.000.000 EUR láni með vaxtakjörum 6 mánaða REIBOR millibankavöxtum auk 0,50% álags.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Í október er gjalddagi 1.000.000 EUR láns hjá Lánasjóði sveitarfélaga og er hlutur Hafnasjóðs í láninu 66%. Óskað er heimildar til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Vegna uppgreiðslu láns að fjárhæð 1.000.000 EUR sem er á eindaga í október er óskað eftir heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar. Lánið er tekið af aðalsjóði Norðurþings (24%) og Hafnasjóði Norðurþings (66%).

Á 338. fundi byggðarráð var eftirfarandi bókað vegna málsins:
Byggðarráð samþykkir að taka óverðtryggt lán til 15 ára til uppgreiðslu á 1.000.000 EUR láni með vaxtakjörum 6 mánaða REIBOR millibankavöxtum auk 0,50% álags.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað vegna málsins:
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar.
Til máls tók: Kristján.

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitastjórn Norðurþings samþykki hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 170.000.000, með lokagjalddaga þann 5. ágúst 2035, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á verkefni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra kt. 120279-4599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélags að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020

Á 106. fundi sveitarstjórnar var samþykkt lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar á erlendu láni sem tekið var árið 2005, að fjárhæð 1.000.000. Nýtt lán skiptist á Aðalsjóð Norðurþings (34%) 58 milljónir og Hafnasjóð Norðurþings (66%) 112 milljónir.
Lánasjóður sveitarfélag hefur óskað eftir því að sveitarstjórn bóki sérstaklega varðandi einfalda ábyrgð sína og veð í tekjum vegna láns Hafnasjóðs.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir hér með á sveitastjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Hafnasjóðs Norðurþings hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 112.000.000, með lokagjalddaga þann 5. ágúst 2035, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á erlendu láni Hafnasjóðs sem tekið var vegna verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, kt. 120279-4599, sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.