Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

327. fundur 14. maí 2020 kl. 08:30 - 12:37 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Norðurþings þann 23. mars sl.

1.Ársreikningur Norðurþings 2019

Málsnúmer 202003114Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2019. Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir reikninginn.
Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi fór yfir ársreikning sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Ragnari Jóhanni Jónssyni fyrir komuna á fund byggðarráðs og vísar ársreikningi Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Samtal um starfsemi Völsungs og rekstur félagsins árið 2020

Málsnúmer 202005030Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kemur Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs og fer yfir starfsemi og rekstur félagsins á árinu 2020.
Byggðarráð þakkar Jónasi Halldóri Friðrikssyni fyrir komuna á fund byggðarráðs.

Lagt er til að aðgerðahópur Norðurþings í tengslum við COVID-19 fjalli um tillögur sem ræddar voru á fundinum um sérstakan stuðning við félagið til að draga úr líkum á brottfalli iðkenda og mæta ferðarkostnaði í tengslum við COVID-19.
Silja og Helena samþykkja tillöguna.
Bergur Elías situr hjá og óskar bókað að afgreiða hefði mátt málið á fundinum en fróðlegt verði að sjá hvað aðgerðahópurinn leggur til.

3.Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 202005065Vakta málsnúmer

Lagt er til að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 200 milljónir vegna framkvæmda á árunum 2018 - 2019.
Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna COVID-19 og þess tekjufalls sem fyrirsjáanlegt er í rekstri sveitarfélagsins á næstu mánuðum leggur byggðarráð til að Eignasjóður taki 200 milljón króna lán til 15 ára hjá Lánasjóði sveitarfélaga með fljótandi óverðtryggðum vöxtum (REIBOR 0,50% álag)sem eru í dag 3,06% og uppgreiðsluheimild. Lánið er tekið vegna framkvæmda á árunum 2018 - 2019 sem fjármagnaðar voru af handbæru fé.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lántökuheimildina og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitastjóra um störf aðgerðahóps Norðuþings til að fást við efnahagsmál vegna COVID-19 og helstu verkefni hópsins í maí og júní.
Lagt fram til umræðu.
Byggðarráð samþykkir verklag sem tilgreint er í fyrirliggjandi minnisblaði. Sveitarstjóra falið að kynna verklag og verkefni hópsins fyrir stjórnendum. Vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði.

5.Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 - framkvæmdaáætlun 2020

Málsnúmer 202004019Vakta málsnúmer

Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir stöðu framkvæmda hjá sveitarfélaginu.

Byggðarráð þakkar Gunnari Hrafni fyrir yfirferðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf vegna útboðs á sorphirðu 2020

Málsnúmer 202005042Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Terra umhverfisþjónustu hf. vegna útboðs á sorphirðu hjá Norðurþingi þar sem fyrirtækið telur að samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs frá 16. apríl og fundargerð byggðarráðs frá 30. apríl virðist sem að víkja eigi í framkvæmd verksins frá verklýsingu. Fyrirtækið lýsir því yfir að verði samið við lægstbjóðanda en framkvæmdin önnur en sú sem lýst var í útboðsgögnum þá muni fyrirtækið leita réttar síns.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Gunnari Hrafni fyrir yfirferð málsins.
Lagt fram til kynningar.

7.Viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 - Umhverfismál

Málsnúmer 202005062Vakta málsnúmer

Á 67.fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 12. maí sl. var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir viðbótar fjármagni vegna átaksverkefna í tengslum við COVID-19 að upphæð 10.271.441 kr. og vísar beiðninni til byggðarráðs.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 10.271.441 króna viðbótarframlagi til málaflokks 11 - Umhverfismál vegna átaksverkefna í atvinnumálum í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.

8.Viðauki við fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2020

Málsnúmer 202005060Vakta málsnúmer

Á 67. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 12. maí sl. var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir viðbótarfjármagni vegna tekjufalls hafnasjóðs í tengslum við COVID-19 að upphæð 67.579.815 kr. og vísar því til byggðarráðs.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka með þeirri breytingu að taka inn lækkun á kostnaði upp á 15 milljónir. Samþykktur viðauki gerir því ráð fyrir 52.579.815 króna viðbótarframlagi til Hafnasjóðs vegna tekjufals sjóðsins í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.

9.Atvinnuátak Norðurþings sumar 2020 - viðauki

Málsnúmer 202004072Vakta málsnúmer

Á 63. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Íþrótta og tómstundasvið getur bætt við allt að 10 sumarstörfum sem hluti af atvinnuátaki ungmenna sumarið 2020.
Sótt er um viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 21,6 milljón vegna launakostnaðar.
Málinu er vísað til byggðarráðs.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 21.600.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 06 - Æskulýðs- og íþróttamál vegna átaksverkefna í atvinnumálum í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.

10.Aðalfundur Fjárfestingafélag Norðurþings ehf.

Málsnúmer 202005041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um hver muni fara með atkvæði Norðurþings á aðalfundi Fjárfestingafélags Norðurþings ehf. 2020.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 12:22.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa Norðurþings á aðalfundi Fjárfestingafélags Norðurþings 2020.

11.Útboð á endurskoðun ársreikninga Norðurþings 2020-2024

Málsnúmer 202004023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu til tilboða sem bárust í örútboði á endurskoðun ársreikninga Norðurþings 2020 - 2024.
Byggðarráð Norðurþings hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa um töku tilboðs í endurskoðun ársreikninga Norðurþings og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um samningsgerð í opnunarskýrslu á utbodsvefur.is þegar biðtíma er lokið ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála.

12.Fulltrúaráðsfundur - Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs.

Málsnúmer 202005068Vakta málsnúmer

Boðað hefur verið til fulltrúaráðsfundar Stapa lífeyrissjóðs þriðjudaginn 2. júní kl. 16:00.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa Norðurþings á fundinum og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur til vara.

13.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2020

Málsnúmer 202002067Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. miðvikudaginn 27. maí kl. 12:30.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa Norðurþings á fundinum og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur til vara.

14.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020

Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 9. fundar stjórnar SSNE frá 6. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagningu flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

Málsnúmer 202005033Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. maí.
Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.

Málsnúmer 202005052Vakta málsnúmer

Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

Málsnúmer 202005031Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:37.