Fara í efni

Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 - framkvæmdaáætlun 2020

Málsnúmer 202004019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 63. fundur - 07.04.2020

Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 hefur yfirfarið framkvæmdaáætlun ársins 2020 þar sem forgangsraðað hefur verið verkefnum eftir ákveðnum neðangreindum forsendum;
1. Að verkefnin krefðust mannafla umfram aðföng.
2. Að verkefnin væru tiltölulega aðgengileg að fara í.
3. Að verkefnin næðu til fjölbreytts hóps iðnaðarmanna og verktaka.
4. Að hægt væri hægt að vinna verkefnin með sumarstarfsfólki á umhverfissviði og/eða í áhaldahúsi.
5. Að hægt væri að ná hagkvæmni, með því að fara í samskonar verkefni á nokkrum stöðum samtímis.

Aðgerðahópurinn óskar eftir að skipulags- og framkvæmdaráð yfirfari áætlunina með eftirfarandi í huga:

1. Ráðið forgangsraði verkefnunum sem tilgreind eru í þremur aðgreindum flipum (fjárfestingar, viðhald og framkvæmdir) í A, B eða C flokk.

A: Verkefni sem eru tilbúin, hægt að samþykkja og koma í framkvæmd.

B. Verkefni sem þarfnast undirbúnings.

C. Verkefni sem eru á byrjunarstigi og þarfnast verulegs undirbúnings.


2. Metinn verði kostnaður við verkefnin.


3. Þá óskar aðgerðhópur eftir upplýsingum um hvaða verkefni af þeim sem ráðið hefur tekið afstöðu til er hægt að hætta við þ.e. ekki búið að ganga frá bindandi samningum um framkvæmd þeirra.

Gott væri ef ráðið gæti svarað lið 1 og 3 á næsta fundi sínum en augljóst að lið 2 þarf lengri tíma til að svara og er horft til þess að þeirri vinnu ljúki fyrir síðustu viku aprílmánaðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að meta stöðu þeirra verkefna sem talin eru upp í verkefnalista aðgerðahóps vegna COVID-19. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa jafnframt að koma með tillögur að fleiri brýnum verkefnum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 323. fundur - 08.04.2020

Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 hefur fundað reglulega að undanförnu og fyrir byggðarráði liggur nú til kynningar framkvæmda- og viðhaldsáætlun sem lögð var fram í skipulags- og framkvæmdaráði í gær.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 11:02.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 64. fundur - 16.04.2020

Á 63. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að meta stöðu þeirra verkefna sem talin eru upp í verkefnalista aðgerðahóps vegna COVID-19. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa jafnframt að koma með tillögur að fleiri brýnum verkefnum og leggja fyrir ráðið að nýju
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir tillögur aðgerðahóps varðandi þau verkefni sem þykja vænleg til framkvæmda á árinu og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina þau verkefni sem skilgreind eru í vinnuskjali.

Byggðarráð Norðurþings - 324. fundur - 17.04.2020

Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 hefur undanfarið fjallað um framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020 og hafa tillögur hópsins einnig verið ræddar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 65. fundur - 28.04.2020

Að undangenginni nauðsynlegri staðfestingu á breytingum gildandi framkvæmdaáætlunar Norðurþings vegna ársins 2020, verður horft til þess að ráðnir verði a.m.k. 4 einstaklingar í sumarstörf á framkvæmdasviði til þess að sinna útlitstengdum verkefnum í Norðurþingi. Er þar t.d. verið að horfa til viðhalds manngerðra göngustíga, lúpínuslátt meðfram göngustígum utan þéttbýlis, uppræting Kerfils í og við þéttbýli, einföld viðhaldsverkefni á opnum svæðum o.þ.h. Hugsanlega þarf að að auki að ráða verkstjóra til þess að verkstýra sumarstarfsfólki, en það mun ráðast af fjölda þeirra sumarstarfsmanna sem ráðnir verða.
Einnig er áætlað að töluverð vinna verði lögð í að auka aðgengi fatlaðra á götum og gangstéttum í Norðurþingi með gerð niðurtekta við gangbrautir og annarstaðar þar sem þær eiga rétt á sér.
Á Raufarhöfn verði ráðinn sumarstarfsmaður í áhaldahús sem geri starfsemi áhaldahúss á Raufarhöfn kleift að sinna afleysingum á höfn og hirðingu opinna svæða á Kópaskeri.
Ekki verið ráðnir sumarstarfsmenn í áhaldahús á Kópaskeri sumarið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð ræddi vinnuskjal aðgerðahóps.
Ráðið samþykkir að beiðni fjölskylduráðs að varið verði 3 m.kr. til viðhalds leikvalla og vísar málinu þangað. Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að leikvöllur við Túngötu verði fjarlægður.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020

Óskað er eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings vegna ársins 2020 svo mæta megi hækkun launakostnaðar á árinu vegna fyrirhugaðrar ráðninga í sumarstörf sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í áætlunum sveitarfélagsins.
Samantekið er gert ráð fyrir ráðningu sex einstaklinga yfir sumartímann, umfram þann fjölda sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun og er áætlaður kostnaðarauki launakostnaðar á framkvæmdasviði (umhverfissviði) árið 2020 vegna umræddra ráðninga kr. 10.271.441.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir beiðni um að mæta ráðningum.

Byggðarráð Norðurþings - 327. fundur - 14.05.2020

Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir stöðu framkvæmda hjá sveitarfélaginu.

Byggðarráð þakkar Gunnari Hrafni fyrir yfirferðina.
Lagt fram til kynningar.