Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

65. fundur 28. apríl 2020 kl. 13:00 - 15:35 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi undir fundarliðum nr. 1 og 2, en Bjarni Páll Vilhjálmsson kom inn undir þeim fundarliðum í stað Silju.

1.Björgunarsveitin Garðar óskar eftir stækkun lóðar og byggingarleyfi.

Málsnúmer 202004078Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Garðar óskar eftir stækkun lóðar að Hafnarstétt 7 til samræmis við gildandi deiliskipulag. Óskað er eftir að gatnagerðargjöld vegna lóðarstækkunar verði felld niður. Ennfremur óskar Björgunarsveitin eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu til samræmis við framlagða teikningu sem unnin er af Ragnari Hermannssyni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhafa verði úthlutað lóð til samræmis við gildandi deiliskipulag. Ennfremur leggur ráðið til við sveitarstjórn að gatnagerðargjöld vegna stækkunarinnar verði felld niður. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði heimilað að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu innan ramma gildandi deiliskipulags þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn. Framlögð teikning gengur út fyrir lóðarmörk skv. gildandi deiliskipulagi.

2.Viðhaldsframkvæmdir við Naust, Hafnarstétt 7.

Málsnúmer 202004079Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráði hefur borist erindi frá Húsnefnd Nausts, Hafnarstétt 7. Stefnt er að viðhaldsframkvæmdum við húsið. Húsnefnd Nausts og eigendur húsnæðisins fara þess á leit við Norðurþing að sveitarfélagið taki að sér kostnað við að grafa niður með austurvegg Nausts, drena, fylla upp í og ganga frá eftir verkið og þar með talið ganga frá varðandi stigann.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja allt að 10 m.kr. á framkvæmdaáætlun 2020 vegna viðhaldsframkvæmda við Naust, Hafnarstétt 7.

3.Helga Sveinbjörnsdóttir óskar eftir f.h. eigenda Garðarbrautar 43, efri og neðri hæð að breyta niðurtekt á gangstétt við innkeyrslu.

Málsnúmer 202004080Vakta málsnúmer

Íbúar Garðarsbrautar 43, efri og neðri hæð óska eftir heimild til framkvæmda vegna bætts aðgengis bifreiða að húseigninni með gerð 8,5 m langrar niðurtektar í gangstétt framan við innkeyrslu af Garðarsbraut.
Kallað er eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa framkvæmdina á kostnað húseigenda við Garðarsbraut 43.
Horft verður til þess að framkvæmdin verði til samræmis við aðrar niðurtektir sem liggja að Garðarsbraut.

4.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi fyrir Olíuverslun Íslands v/Olís Húsavík

Málsnúmer 202004064Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi til sölu veitinga (flokkur II) í húsnæði Olíuverslunar Íslands að Garðarsbraut 62-64 á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir hönd Norðurþings.

5.Útboð vegna sorphirðu 2020

Málsnúmer 202001017Vakta málsnúmer

Umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um ástæður hækkana á einingaverðum vegna sorphirðu í Norðurþingi.
Lagt fram til umræðu.

6.Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 - framkvæmdaáætlun 2020

Málsnúmer 202004019Vakta málsnúmer

Að undangenginni nauðsynlegri staðfestingu á breytingum gildandi framkvæmdaáætlunar Norðurþings vegna ársins 2020, verður horft til þess að ráðnir verði a.m.k. 4 einstaklingar í sumarstörf á framkvæmdasviði til þess að sinna útlitstengdum verkefnum í Norðurþingi. Er þar t.d. verið að horfa til viðhalds manngerðra göngustíga, lúpínuslátt meðfram göngustígum utan þéttbýlis, uppræting Kerfils í og við þéttbýli, einföld viðhaldsverkefni á opnum svæðum o.þ.h. Hugsanlega þarf að að auki að ráða verkstjóra til þess að verkstýra sumarstarfsfólki, en það mun ráðast af fjölda þeirra sumarstarfsmanna sem ráðnir verða.
Einnig er áætlað að töluverð vinna verði lögð í að auka aðgengi fatlaðra á götum og gangstéttum í Norðurþingi með gerð niðurtekta við gangbrautir og annarstaðar þar sem þær eiga rétt á sér.
Á Raufarhöfn verði ráðinn sumarstarfsmaður í áhaldahús sem geri starfsemi áhaldahúss á Raufarhöfn kleift að sinna afleysingum á höfn og hirðingu opinna svæða á Kópaskeri.
Ekki verið ráðnir sumarstarfsmenn í áhaldahús á Kópaskeri sumarið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð ræddi vinnuskjal aðgerðahóps.
Ráðið samþykkir að beiðni fjölskylduráðs að varið verði 3 m.kr. til viðhalds leikvalla og vísar málinu þangað. Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að leikvöllur við Túngötu verði fjarlægður.

7.Átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi

Málsnúmer 202004044Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur erindi Markaðsstofu Norðurlands sem tekið var fyrir á fundi byggðaráðs og vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Í erindi MN er komið á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi. Átakið hefur tvíþættan tilgang,
- annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
- hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi.
Markaðsstofan hefur nú þegar frétt af áformum nokkurra sveitarfélaga um að gera eitthvað í þessa veru. Með því að sameina kraftana undir einum hatti er hægt að auka slagkraft verkefnisins út á við og nýta í markaðssetningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram að verkefninu í samstarfi við starfsfólk SSNE, Norðurhjara og Húsavíkurstofu.
Talsverð vinna hefur farið fram nú þegar hjá ofangreindum aðilum og mikilvægt að byggja á því. Hægt sé að horfa til gönguleiðakorta sem Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga lét útbúa svo og gönguleiðakorts Húsavíkur.

8.Samningamál Völsungs 2020

Málsnúmer 201909096Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri Norðurþings vísar málinu til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Á 61. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var mál nr. 201409109 Sundlaug Húsavíkur og þar var samþykkt að framkvæma það sem þarf til að komast til móts við þarfir Völsungs sem kveðið er á um í samningi við félagið.

9.Samningur við Kolviðarsjóð um skógræktarland

Málsnúmer 201804105Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að samningi milli Norðurþings og Kolviðarsjóðs um leigu á landi á Ærvíkurhöfða til ræktunar Kolviðarskóga. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hnitsettan uppdrátt af fyrirhuguðu ræktunarsvæði. Umrætt land er 114,6 ha að flatarmáli og að langmestu leiti gömul tún.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Kolviðarsjóð á grunni fyrirliggjandi samningsdraga. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna sjálfstæða landspildu á grundvelli hnitsetta uppdráttarins.

10.Siglingadeild Völsungs, aðstaða við Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 202004047Vakta málsnúmer

Siglingaklúbbur Völsungs óskar eftir að byggð verði upp viðleguaðstaða í grjótgarði við Naustagarð og tilfærslu á klúbbhúsi.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur hafnastjóra að vinna að því að bæta viðleguaðstöðu siglingaklúbbsins. Ráðið heimilar einnig tímabundna aðstöðu klúbbsins á Naustagarði.

11.Farþegagjöld 2015/2016

Málsnúmer 201611155Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð liggur erindi frá Norðursiglingu þar sem óskað er eftir frestun gjalda vegna stöðu fyrirtækisins í ljósi aðstæðna sem skapast hafa í greininni vegna Covid-19 heimsfaraldurs.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu og kallar eftir viðbrögðum aðgerðahóps Norðurþings vegna COVID-19 m.t.t. heildstæðra aðgerða gagnvart viðskiptavinum Norðurþings og felur formanni ráðsins að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið - kl. 15:35.