Fara í efni

Farþegagjöld 2015/2016

Málsnúmer 201611155

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 9. fundur - 07.12.2016

Borist hefur bréf frá Norðursiglingu vegna innheimtu og ráðstöfun farþegagjalda.

Norðursigling gerir athugasemdir við innheimtu farþegagjalda fyrir árið 2015.

Hafnanefnd fellst á að reikningar fyrir árið 2015 hafi borst of seint enda lágu tölur um farþegafjölda frá fyrirtækinu ekki fyrir.

Óskað er eftir samtali um grundvöll á einingarverði farþegagjalds.

Hafnanefnd mun boða fyrirtæki í hafnsækinni ferðaþjónustu á sinn fund þar sem farið verður yfir þessi mál.

Farið er fram á í bréfi þessu upplýsingar um ráðstöfun tekna af farþegagjöldum.

Rekstrarstjóra hafna er falið að taka saman minnisblað um uppbyggingu og viðhald Húsavíkurhafnar og senda öllum ferðaþjónustufyrirtækjum við Húsavíkurhöfn þær upplýsingar.

Hafnanefnd - 11. fundur - 16.02.2017

Umræður um farþegagjöld.
Hafnanefnd felur hafnastjóra að senda Hafnasambandi Íslands erindi þar sem óskað er eftir áliti Hafnasambandsins á málinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 65. fundur - 28.04.2020

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð liggur erindi frá Norðursiglingu þar sem óskað er eftir frestun gjalda vegna stöðu fyrirtækisins í ljósi aðstæðna sem skapast hafa í greininni vegna Covid-19 heimsfaraldurs.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu og kallar eftir viðbrögðum aðgerðahóps Norðurþings vegna COVID-19 m.t.t. heildstæðra aðgerða gagnvart viðskiptavinum Norðurþings og felur formanni ráðsins að fylgja málinu eftir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 69. fundur - 02.06.2020

Á 65. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs lá fyrir erindi frá Norðursiglingu þar sem óskað var eftir frestun gjalda vegna stöðu fyrirtækisins í ljósi aðstæðna sem skapast hafa í greininni vegna Covid-19 heimsfaraldurs.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu og kallar eftir viðbrögðum aðgerðahóps Norðurþings vegna COVID-19 m.t.t. heildstæðra aðgerða gagnvart viðskiptavinum Norðurþings og felur formanni ráðsins að fylgja málinu eftir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ekki verði hliðrað til gjalddögum á eldri skuldum lögaðila sem gerðir hafa verið samningar um heldur skuli samningar standa. Það er til samræmis við tillögur aðgerðahóps Covid-19 og bókanir byggðarráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 75. fundur - 18.08.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Norðursiglingu vegna samkomulags um greiðslu farþegagjalda fyrir árin 2015-2018. Í erindinu er óskað eftir því að engar frekari innheimtuaðgerðir eða vaxtakostnaður verði lagðar á í ljósi ástandsins sem hefur skapast vegna Covid-19. Einnig er óskað eftir því að tekið verði upp samtal aftur í haust þegar ljóst verði hvernig aðstæður verða á þeim tíma og hvað hægt verði að geri framhaldinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð beinir því til byggðaráðs að taka umræðu um þá ákvörðun um að ekki verði hliðrað til varðandi skuldir sem myndast hafa fyrir 1. mars 2020 með tilliti til þess ástands sem hefur myndast hjá mörgum fyrirtækjum í kjölfar Covid-19. Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslusamkomulög haldi sér en innheimtuaðgerðum verði frestað um óákveðinn tíma.

Byggðarráð Norðurþings - 336. fundur - 20.08.2020

Á 75. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð beinir því til byggðaráðs að taka umræðu um þá ákvörðun um að ekki verði hliðrað til varðandi skuldir sem myndast hafa fyrir 1. mars 2020 með tilliti til þess ástands sem hefur myndast hjá mörgum fyrirtækjum í kjölfar Covid-19. Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslusamkomulög haldi sér en innheimtuaðgerðum verði frestað um óákveðinn tíma
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 83. fundur - 17.11.2020

Fyrir ráðið liggur erindi frá Norðursiglingu þar sem lagðar eru fram hugmyndir að lausnum varðandi vangreidd gjöld við hafnasjóð.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð felst á tillögu Norðursiglingar hf. vegna samkomulags frá apríl 2018, um uppgjör á eftirstöðvum farþegagjalda frá árunum 2015-2017. Tillagan felur í sér að hluti þeirra afborganna sem falla til á þessu ári verður greiddur á þessu ári og að sá hluti sem eftir stendur verði færður til ársins 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sá hluti sem verður greiddur á þessu ári greiðist þann 20. nóvember nk. og sá hluti sem færist til ársins 2022 verði greiddur með 5,64% vöxtum og gjalddagar verði 20. júní 2022, 20. júlí 2022 og 20. september 2022.
Tilhögun þessi er vegna erfiðleika í rekstri í tengslum við Covid-19 heimsfaraldurinn.
Öðrum aðilum í sambærilegri stöðu munu bjóðast samskonar kjör leiti þeir eftir því.

Bergur Elías situr hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 86. fundur - 12.01.2021

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur samkomulag um frestun á greiðslum Norðursiglingar í samræmi við bókun ráðsins þann 12. nóvember sl.
Samkomulagið er samþykkt með atkvæðum Silju, Guðmundar og Kristins.
Kristján situr hjá.
Bergur greiðir atkvæði á móti.

Bergur óskar bókað;
Get ekki samþykkt fyrirliggjandi samning. Verði hann samþykktur er ljóst að önnur fyrirtæki geti fengið sambærileg kjör. Því skal haldið til haga að engar tryggingar eru fyrir greiðslu gjaldanna.