Hafnanefnd

9. fundur 07. desember 2016 kl. 16:00 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Kauptilboð á verbúðareiningu

201612019

Víkurskel ehf sendir inn kauptilboð í verbúðareiningu.
Víkurskel ehf sendir inn kauptilboð í verbúðareiningu á hafnarsvæðinu dagsett 13.10.2016.

Hafnanefnd þakkar fyrir erindið en þarf því miður að hafna því.

Hafnanefnd hafnar erindinu þar sem endanleg ákvörðun um sölu né framtíðarfyrirkomulag húseignarinnar liggur ekki fyrir.

Eignir Norðurþings eru auglýstar til sölu þegar svo ber undir.

2.Farþegagjöld 2015/2016

201611155

Borist hefur bréf frá Norðursiglingu vegna innheimtu og ráðstöfun farþegagjalda.

Norðursigling gerir athugasemdir við innheimtu farþegagjalda fyrir árið 2015.

Hafnanefnd fellst á að reikningar fyrir árið 2015 hafi borst of seint enda lágu tölur um farþegafjölda frá fyrirtækinu ekki fyrir.

Óskað er eftir samtali um grundvöll á einingarverði farþegagjalds.

Hafnanefnd mun boða fyrirtæki í hafnsækinni ferðaþjónustu á sinn fund þar sem farið verður yfir þessi mál.

Farið er fram á í bréfi þessu upplýsingar um ráðstöfun tekna af farþegagjöldum.

Rekstrarstjóra hafna er falið að taka saman minnisblað um uppbyggingu og viðhald Húsavíkurhafnar og senda öllum ferðaþjónustufyrirtækjum við Húsavíkurhöfn þær upplýsingar.

3.Gjaldskrá hafna 2017

201611088

Gjaldskrá Hafnasjóðs 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2017.

Almennt er miðað við vísitöluhækkun auk þess sem verða til nýjir gjaldflokkar s.s. varðandi meðhöndlun úrgangs að kröfu Umhverfisstofnunar og geymslugjöld á hafnarsvæðinu.

Hafnanefnd fór yfir gjaldskrána og samþykkir með áorðnum breytingum.

4.Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn 2016

201604139

Rekstrarstjóri hafna ræddi stöðu framkvæmda og framkvæmdir við bæði norður- og suðurfyllingar í Húsavíkurhöfn.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda í og við Húsavíkurhöfn.

Vinnu við viðlegu Bökugarðs er lokið. Farið verður í vinnu við þekju og lagnir á árinu 2017 og sem ljúka á í lok ágúst samkvæmt áætlunum.
Unnið er við grjótvarnir á suður- og norðurfyllingu og reiknað er með að þeirri vinnu ljúki á árinu 2016, fyrir utan austasta hluta norðurfyllingar, en fullnaðar hönnun er ekki lokið á þeim hluta.
Unnið verður í frágangi á Bökugarðsfyllingu samhliða þekjuframkvæmdum á árinu 2017.

Fundi slitið - kl. 18:15.