Fara í efni

Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn 2016

Málsnúmer 201604139

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 2. fundur - 20.04.2016

Til kynningar- Staða framkvæmda
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda í og við Húsavíkurhöfn. Framkvæmdir ganga almennt vel en þó hafa þilframkvæmdir tafist umtalsvert.

Umræða varð um aðstöðusköpun á hafnarsvæðinu vegna fjölgunar ferðamanna.

Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að vinna í samstarfi við ferðþjónustuaðila að fjölgun almenningssalerna á svæðinu.

Hafnanefnd - 5. fundur - 18.08.2016

Staða framkvæmda við Húsavíkurhöfn.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda við Húsavíkurhöfn.
Gangnavinna gengur vel og er reiknað með að slegið verði í gegn í lok næstu viku. Þilframkvæmdir eru liðlega hálfnaðar og ganga nokkuð vel.
Dýpkunarframkvæmdum er lokið.

Hafnanefnd - 6. fundur - 27.09.2016

Staða framkvæmda við Húsavíkurhöfn. Til kynningar
Rekstrarsjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda við hafnir Norðurþings.
Búið er að slá í gegn í gangnagerðinni. Þilframkvæmdir ganga vel og eru langt komnar. Unnið er við norður- og suðurfyllingu.

Hafnanefnd - 8. fundur - 15.11.2016

Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn árið 2016 & 2017

2016: Brimvörn, Dýpkun, Stálþil og bryggjukantur, 90% af verkumsjón
2017: Bryggjuþekja, plön, viðbótarverk og annað.
2018: Áframhaldandi vinna við plön, ýmsar breytingar og viðhald hafnamannvirkja.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir framkvæmdir við Húsavíkurhöfn á árinu 2016 & 2017.

Hafnanefnd - 9. fundur - 07.12.2016

Rekstrarstjóri hafna ræddi stöðu framkvæmda og framkvæmdir við bæði norður- og suðurfyllingar í Húsavíkurhöfn.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda í og við Húsavíkurhöfn.

Vinnu við viðlegu Bökugarðs er lokið. Farið verður í vinnu við þekju og lagnir á árinu 2017 og sem ljúka á í lok ágúst samkvæmt áætlunum.
Unnið er við grjótvarnir á suður- og norðurfyllingu og reiknað er með að þeirri vinnu ljúki á árinu 2016, fyrir utan austasta hluta norðurfyllingar, en fullnaðar hönnun er ekki lokið á þeim hluta.
Unnið verður í frágangi á Bökugarðsfyllingu samhliða þekjuframkvæmdum á árinu 2017.