Hafnanefnd

8. fundur 15. nóvember 2016 kl. 16:15 - 18:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá
Gunnlaugur Aðalbjarnarson sat fundinn undir liðum 1. & 3.

1.Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2017

201610134

Fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2017 til afgreiðslu.
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar áætluninni til sveitastjórnar.

2.Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn 2016 & 2017

201604139

Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn árið 2016 & 2017

2016: Brimvörn, Dýpkun, Stálþil og bryggjukantur, 90% af verkumsjón
2017: Bryggjuþekja, plön, viðbótarverk og annað.
2018: Áframhaldandi vinna við plön, ýmsar breytingar og viðhald hafnamannvirkja.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir framkvæmdir við Húsavíkurhöfn á árinu 2016 & 2017.

3.Fjárfestingar 2017-2019

201611090

Fjárfestingaráætlun hafnasjóðs 2017 - 2019
Hafnanefnd fór yfir og samþykkir fyrirliggjandi fjárfestngaráætlun hafna Norðurþings fyrir árin 2017-2019.

Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum og mikilvægt að forgangsraða verkefnum.

4.Gjaldskrá hafna 2017

201611088

Gjaldskrá hafna fyrir árið 2017
Hafnanefnd fór yfir gjaldskrá fyrir árið 2017.

Rekstrastjóra hafna falið að gera breytingar á gjaldskrá hafnarinnar og leggja fyrir næsta fund.

5.Skipulagsmál hafna

201611089

Á komandi árum liggur fyrir að skipulagsmál verða mikið til umræðu á höfnum Norðurþings, sérstaklega á Húsavík. Mikið atriði að hönnun á svæðinu sé í réttum farvegi. Mikilvægt að eiga fund með Siglingasviði, Mannviti og PCC um hönnun iðnaðarsvæðisins á næstu tveimur vikum.

Umræðupunktar á fundinum:
Bökugarður og yfirborðsfrágangur athafnasvæða.
Kranar og vog - rafknúið.
Plön, girðingar, lýsing, aðgangsstýring og myndavélar.
Plan við Norðurgarð - endurbætur á yfirborði
Naustabryggja- viðhald og endurnýjun.
Miðhafnarsvæði- útlit og fyrirkomulag.
Þjónusta við fiskibáta á suðurbryggju- tilfærsla löndunaraðstöðu.
Suðurfjara - frágangur og úthlutun lóða.
Þvergarður - Viðhald.
Rekstarstjóri hafna fór yfir framtíðar áform um uppbyggingu Húsavíkurhafnar sem felur í sér talsvert viðhald og endurnýjun hafnarmannvirkja og búnaðar.

Hafnanefnd óskar eftir fundi með sveitastjórn Norðurþings um rekstrarfyrirkomulag hafnarþjónustu vegna stóriðju.

Fundi slitið - kl. 18:50.