Hafnanefnd

6. fundur 27. september 2016 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017

201609256

Til umræðu. Rammi að fjárhagsáætlun fyrir hafnir Norðurþings.
Hafnanefnd fór yfir ramma að fjárhagsáætlun 2017 fyrir hafnir Norðurþings. Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri Norðurþings kom á fundinn og fór yfir áætlun hafna.

Rekstrarstjóra hafna falið að vinna fjárhagsáætlun og leggja fyrir nefndina.

2.Brot á skilyrði í leyfi til varps í hafið vegna dýpkunar á höfn á Kópaskeri

201609153

Þau leiðu mistök urðu við umsókn til Umhverfisstofnunar um magn losunarefnis við dýpkun Kópskershafnar að heildarmagn losunarefnis var ekki rétt tilgreint.
Hafnanefnd harmar þessi mistök. Gæta skal að því í framtíðinni að slíkt endurtaki sig ekki.

3.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2016

201605044

Fundargerðir Hafnarsambands Íslands lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir Hafnarsambands Íslands lagðar fram til Kynningar.

4.Stefnumörkun Hafnasambands Íslands - til umsagnar

201608114

Stefnumörkun Hafnasabands Íslands - Lagt fram til umsagnar.
Stefnumörkun Hafnasambands lögð fram til umsagnar.

Hafnanefnd og rekstrarsjóri hafna munu fara yfir Stefnumörkun Hafnasambands Íslands og rekstrarstjóra hafna falið að gera drög að umsögn ef þörf er á.

5.Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna

201608168

Lagt fram til kynningar. Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna.
Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna. Lagt fram til kynningar.

6.Verbúðir á hafnarsvæðinu

201605080

Verbúðir á hafnarstétt.
Fyrir liggur kostnaðarmat á viðhaldi verbúða. Rekstrarstjóra hafna falið að greina kosti þess að selja eignina eða eiga og leggja fyrir hafnanefnd.

7.Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn 2016

201604139

Staða framkvæmda við Húsavíkurhöfn. Til kynningar
Rekstrarsjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda við hafnir Norðurþings.
Búið er að slá í gegn í gangnagerðinni. Þilframkvæmdir ganga vel og eru langt komnar. Unnið er við norður- og suðurfyllingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.