Byggðarráð Norðurþings

336. fundur 20. ágúst 2020 kl. 08:15 - 11:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1 - 3.

1.Stjórnsýslukæra vegna synjunar á endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda á Garðarsbraut 12

202007045

Á 335. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá lögfræðiálit vegna málsins og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins á úrskurðarnefndina ásamt fylgigögnum.

2.Stjórnsýslukæra vegna framkvæmdaleyfisskyldra vegaframkvæmda og bílastæðagerð í Vesturdal

202008008

Á 335. fundi byggðarráðrs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman svarbréf og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi svarbréf skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins til úrskurða- og auðlindaráðuneytisins.

3.Framtíð og uppbygging iðnaðarsvæðis á Bakka

202006172

Sveitarstjóri fer yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir um framvindu málsins eftir fundi með Landsvirkjun í síðustu viku, sem og þá stefnu sveitarfélagsins sem skal birtast í samstarfi við ríkið um að nálgast frekari uppbyggingu á Bakka á forsendum þess að verða grænn iðngarður.
Stefnt er að því að leggja fyrir minnisblað á næsta fundi byggðarráðs um hvernig samstarfi Norðurþings og ríkisins verði háttað um þróun atvinnuuppbyggingar á Bakka.

4.Tillaga að traustum rekstrargrunni Rannsóknastöðinni Rifi á Melrakkasléttu

202008067

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því með hvaða hætti megi renna sterkari stoðum undir grunnrekstur Rannsóknastöðinnar Rifs á Melrakkasléttu. Fyrir liggur tillaga umhverfisráðherra að stöðinni verði tryggðar 10 mkr frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á ári til 5 ára, gegnum aukið rekstrarframlag til Náttúrustofu Norðausturlands sem sérstaklega er ætlað starfsemi Rannsóknastöðvarinnar. Með auknum framlögum til NNA myndi Norðurþing áfram leggja fram 30% af framlagi ríkisins í samræmi 10. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur þannig að rekstrarfjárhæð Rifs myndi aukast sem því næmi.

Þess er óskað að afstaða byggðarráðs til ofangreinds fyrirkomulags liggi fyrir eins skjótt og verða má.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi þar um.

5.Staða á vinnumarkaði í Norðurþingi

202008061

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar skjal frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með tölulega upplýsingar um stöðu á vinnumarkaði í Norðurþingi m.t.t atvinnuleysis og minnkandi starfshlutfalls.
Lagt fram til kynningar.

6.Frístund 1-4 bekkjar 2020-2021

202006102

Á 70. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Benóný, Berglind og Heiðbjört leggja fram eftirfarandi tillögu:

Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 10. júní sl. var samþykkt að gera skipulagsbreytingu á fjölskyldusviði þannig að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar á Húsavík færðist að öllu leyti undir stjórn Borgarhólsskóla. Samþykkt var að þessi breyting tæki gildi frá 1. september 2020. Á fundi byggðarráðs 2. júlí var fjölskylduráði falið að láta kostnaðargreina tilfærsluna. Fyrir þessum fundi liggur nú kostnaðargreining sem unnin hefur verið af starfsfólki fjölskyldusviðs, þar sem fram kemur m.a. að kostnaður Norðurþings við rekstur frístundar á Húsavík sé á ársgrundvelli 10.929.300 kr.

Fyrir liggur að einhver kostnaðarauki verður við tilfærsluna en að mati ráðsins er hann óverulegur og rúmast innan fjárhagsramma fræðslusviðs.

Því er lagt til að þessir fjármunir verði færðir milli málaflokka samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðun ráðsins. Þessi ákvörðun liggi til grundvallar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 (heilt rekstrarár) en hlutfallslega fyrir líðandi rekstrarár miðað við þá dagsetningu sem ákveðin var á fyrri fundi ráðsins.

Tilagan er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Berglindar og Heiðbjartar.
Hrund og Arna sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Málinu er vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn þar sem umboð byggðarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar er útrunnið.

7.Farþegagjöld 2015/2016

201611155

Á 75. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð beinir því til byggðaráðs að taka umræðu um þá ákvörðun um að ekki verði hliðrað til varðandi skuldir sem myndast hafa fyrir 1. mars 2020 með tilliti til þess ástands sem hefur myndast hjá mörgum fyrirtækjum í kjölfar Covid-19. Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslusamkomulög haldi sér en innheimtuaðgerðum verði frestað um óákveðinn tíma
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna.

8.Endurskoðun byggðaáætlunar

202008050

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samráðsgátt á heimasíðu Byggðastofnunar vegna endurskoðunar á gildandi byggðaáætlun.
Byggðarráð vekur athygli á samráðsvettvangi um byggðaáætlun: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/12/Samrad-um-endurskodun-byggdaaaetlun-hafid/ og hvetur kjörna fulltrúa og áhugafólk að taka þátt.

9.Aðalfundur Leigufélags Hvamms ehf 2020

202008066

Boðað er til aðalfundar Leigufélags Hvamms ehf., mánudaginn 24. ágúst n.k. Dagskrá fundarins fer samkvæmt samþykktum félagsins.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn.

10.Aðalfundur veiðifélags Deildarár 2020

202008068

Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn og Óskar Óskarssson til vara.

11.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

201908035

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 15. júlí sl.
Byggðarráði vísar málum úr fundargerðinni sem hér segir;

Máli nr. 1 til sveitarstjórnar.
Máli nr. 2 og 4 til fjölskylduráðs.
Máli nr. 3 og 5 til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Varðandi mál nr. 6 þakkar byggðarráð fyrir ábendinguna og vísar máli nr. 6 til fjárhagsáætlunargerðar.

12.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020

202002015

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð frá 11. fundi stjórnar SSNE.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.