Fara í efni

Framtíð og uppbygging iðnaðarsvæðis á Bakka

Málsnúmer 202006172

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 336. fundur - 20.08.2020

Sveitarstjóri fer yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir um framvindu málsins eftir fundi með Landsvirkjun í síðustu viku, sem og þá stefnu sveitarfélagsins sem skal birtast í samstarfi við ríkið um að nálgast frekari uppbyggingu á Bakka á forsendum þess að verða grænn iðngarður.
Stefnt er að því að leggja fyrir minnisblað á næsta fundi byggðarráðs um hvernig samstarfi Norðurþings og ríkisins verði háttað um þróun atvinnuuppbyggingar á Bakka.

Byggðarráð Norðurþings - 339. fundur - 17.09.2020

Á 336. fundi byggðarráðs var bókað;
Stefnt er að því að leggja fyrir minnisblað á næsta fundi byggðarráðs um hvernig samstarfi Norðurþings og ríkisins verði háttað um þróun atvinnuuppbyggingar á Bakka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir því við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að koma að fjármögnun þeirrar vinnu sem framundan er við þróun iðnarsvæðisins á Bakka. Í framhaldinu verður settur á fót vinnuhópur/verkefnastjórn sem skipaður verður hagaðilum atvinnuuppbyggingar svæðisins.