Fara í efni

Stjórnsýslukæra vegna framkvæmdaleyfisskyldra vegaframkvæmda og bílastæðagerð í Vesturdal

Málsnúmer 202008008

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 335. fundur - 13.08.2020

Til kynningar er afrit af stjórnsýslukæru, móttekin 23. júlí 2020, þar sem kærðar eru yfirstandandi athafnir og athafnaleysi Vegagerðarinnar vegna umhverfismats- og framkvæmdaleyfisskyldra vegaframkvæmda og bílastæðagerð í Vesturdal innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Eftir atvikum athafnaleysi sveitarstjórnar Norðurþings, skipulagsfulltrúa Norðurþings, þjóðgarðarsvarðar Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðsum eftirlit með að við athafnir Vegagerðarinnar skv. ofangreindu sé farið að lögum um þjóðgarðinn, reglugerðum og verndaráætlun fyrir hann. Ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings 29. apríl 2014 að því leyti sem hún kann að hafa falið í sér samþykki fyrir ofangreindum athöfnum Vegagerðarinnar.

Vegna framkominnar stöðvunarkröfu hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið farið fram á að fá í hendur gögn er málið varða fyrir 30. júlí nk. og er stjórnvaldi gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna til sama tíma. Frestur til að gera athugasemdir vegna kærunnar að öðru leyti er 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefndumhverfis- og auðlindamála.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman svarbréf og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 336. fundur - 20.08.2020

Á 335. fundi byggðarráðrs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman svarbréf og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi svarbréf skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins til úrskurða- og auðlindaráðuneytisins.