Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

335. fundur 13. ágúst 2020 kl. 08:30 - 11:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Kolbrún Ada sat fundinn í fjarfundi.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 4,5 og 7.
Kristján Þór vék af fundi kl 11:06.

1.Brothættar byggðir - umræða um verkefni í Öxarfirði og á Raufarhöfn

Málsnúmer 202008009Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma verkefnisstjórar byggðaverkefna Norðurþings, þær Charlotta Englund og Nanna Höskuldsdóttir til að fara yfir stöðuna tengda Öxarfirði í sókn og Raufarhöfn og framtíðinni. Raufarhafnarverkefninu er nú þegar formlega lokið en Nanna hefur frá þeim tíma sinnt ýmsum verkefni fyrir Norðuþing á staðnum samhliða störfum fyrir landshlutasamtökin (SSNE). Verkefninu í Öxarfirði lýkur sömuleiðis með formlegum hætti um áramóti og umræður um stöðuna og verkefnið sem slíkt því mikilvægur uppá framhaldið að gera.
Charlotta og Nanna sátu fundinn í fjarfundi.

Byggðarráð þakkar Charlottu og Nönnu fyrir kynninguna á stöðu verkefnanna Öxarfjörður í sókn og Raufarhöfn og framtíðin.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um framtíð verkefnanna þar sem fram koma hugmyndir um farveg og ábyrgð sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila.

2.Umræða um samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202006177Vakta málsnúmer

Á 332. fundi bygggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að breytingum á 13. greín samþykktar um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings sem felur í sér að fulltrúar sveitarfélagsins sem skipaðir eru til setu í nefndum, stjórnum og ráðum utan stjórnsýslu sveitarfélagsins fái greitt samkvæmt 12. grein samþykktarinnar í þeim tilfellum þegar hlutaðeigandi aðilar greiða ekki fyrir setuna.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að þær breytingar sem lagðar voru fyrir fundinn komi fram í nýrri grein samþykktar um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings. Tillagan að þessari breytingu verði lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

3.Framtíð atvinnuuppbyggingar á Bakka

Málsnúmer 202006054Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála í kjölfar fundar með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um framtíð atvinnuuppbyggingar á Bakka frá í júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Úrvinnsla fyrirspurna um niðurfellingu sorphirðugjalds

Málsnúmer 202005122Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir byggðarráð ítrekun fasteignareiganda að Iðavöllum 6 um niðurfellingu sorphirðugjalda, í kjölfar þess að sveitarfélagið synjaði áður umbeðinni ósk þess sama.
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og vinna málið í samráði við lögmann sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Stjórnsýslukæra vegna synjunar á endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda á Garðarsbraut 12

Málsnúmer 202007045Vakta málsnúmer

Lögð er fram stjórnsýslukæra vegan synjunar á endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda á Garðarsbraut 12 sem eigandi fasteignarinnar hefur sent Velferðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni eru málsástæður tíundaðar og ákvörðun Norðurþings frá 11. júní sl. kærð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá lögfræðiálit vegna málsins og leggja fyrir byggðarráð að nýju.

6.Tilboð í eignarhlut Norðurþings í Rifósi hf.

Málsnúmer 202008001Vakta málsnúmer

Norðurþingi hefur borist bindandi kauptilboð frá Fiskeldi Austfjarða hf. kt. 520412-0930, í allan eignarhlut sveitarfélagsins í Rifósi hf., kt. 500692-2869, Lóni Kelduhverfi, 671 Kópasker. Um er að ræða tilboð um kaup á 2.872.910 nafnverðshlutum í Rifósi, en tilboðsverð skal nema kr. 1,1 á hvern nafnverðshlut eða samtals kr. 3.160.201. Erindið barst sveitarfélaginu 23. júlí og gefinn svarfrestur til tveggja vikna. Sveitarstjóri óskaði eftir auknum fresti, eða til og með 14. ágúst sem var góðfúsleg veittur. Fyrir liggur að byggðarráð taki afstöðu til kauptilboðsins.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

7.Stjórnsýslukæra vegna framkvæmdaleyfisskyldra vegaframkvæmda og bílastæðagerð í Vesturdal

Málsnúmer 202008008Vakta málsnúmer

Til kynningar er afrit af stjórnsýslukæru, móttekin 23. júlí 2020, þar sem kærðar eru yfirstandandi athafnir og athafnaleysi Vegagerðarinnar vegna umhverfismats- og framkvæmdaleyfisskyldra vegaframkvæmda og bílastæðagerð í Vesturdal innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Eftir atvikum athafnaleysi sveitarstjórnar Norðurþings, skipulagsfulltrúa Norðurþings, þjóðgarðarsvarðar Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðsum eftirlit með að við athafnir Vegagerðarinnar skv. ofangreindu sé farið að lögum um þjóðgarðinn, reglugerðum og verndaráætlun fyrir hann. Ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings 29. apríl 2014 að því leyti sem hún kann að hafa falið í sér samþykki fyrir ofangreindum athöfnum Vegagerðarinnar.

Vegna framkominnar stöðvunarkröfu hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið farið fram á að fá í hendur gögn er málið varða fyrir 30. júlí nk. og er stjórnvaldi gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna til sama tíma. Frestur til að gera athugasemdir vegna kærunnar að öðru leyti er 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefndumhverfis- og auðlindamála.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman svarbréf og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

8.Ósk um leyfi fyrir leiktækjum á höfninni um mærudagshelgi 2020

Málsnúmer 202008031Vakta málsnúmer

Færa þarf til bókar afstöðu byggðarráðs til óskar frá fyrirtækinu Sprell ehf. um að fá aðstöðu við höfnina á Húsavík til uppsetningar á leiktækjum helgina 25.-26. júlí sl.
Því miður var ekki unnt að verða við beiðni um uppsetningu á leiktækjum á hafnasvæði Norðurþings í ár þar sem engir Mærudagar voru haldnir í ár og sveitarfélagið tók þá ákvörðun að standa ekki fyrir viðburðum á hafnasvæðinu.

9.Umsögn um tækifærisleyfi

Málsnúmer 202007044Vakta málsnúmer

Færa þarf til bókar afstöðu byggðarráðs til óskar frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra f.h. Norðanmat ehf. vegna viðburðar 25. júlí sl.
Byggðarráð Norðurþings veitti jákvæða umsögn vegna tímabundins tækifærisleyfis og tímabundins áfengisleyfis fyrir Norðanmat ehf. vegna tónleika með Stjórninni og Hr. Hnetusmjöri laugardaginn 25. júlí sl. frá klukkan 19:00 til klukkan 23:00. Umsögnin var veitt með þeim fyrirvara að aðrir umsagnaraðilar gerðu slíkt hið sama og tónleikahaldarar fylgdu í hvívetna fyrirmælum varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnir.

10.Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer

Byggðarráð leggur til að sveitarstjórnarfundur í ágúst verði 25. ágúst í stað 18. ágúst.



11.Orkuveita Húsavíkur ohf - 210

Málsnúmer 2007004FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 210. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram.

12.Fjölskylduráð - 69

Málsnúmer 2007005FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 69. fundar fjölskylduráðs.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 11:15.