Fara í efni

Stjórnsýslukæra vegna synjunar á endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda á Garðarsbraut 12

Málsnúmer 202007045

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 335. fundur - 13.08.2020

Lögð er fram stjórnsýslukæra vegan synjunar á endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda á Garðarsbraut 12 sem eigandi fasteignarinnar hefur sent Velferðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni eru málsástæður tíundaðar og ákvörðun Norðurþings frá 11. júní sl. kærð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá lögfræðiálit vegna málsins og leggja fyrir byggðarráð að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 336. fundur - 20.08.2020

Á 335. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá lögfræðiálit vegna málsins og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins á úrskurðarnefndina ásamt fylgigögnum.

Byggðarráð Norðurþings - 351. fundur - 28.01.2021

Fyrir byggðarráði liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á synjun byggðarráðs þann 11. júní 2020 á endurskoðun og endurgreiðslu sorphirðugjalda sem lögð voru á vegna fasteignarinnar Garðarsbrautar 12, Húsavík, árin 2018, 2019 og 2020.
Á fund byggðarráðs kemur Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur og fer yfir niðurstöðu Úrskurðarnefndarinnar.
Byggðarráð þakkar Hilmari fyrir yfirferðina á niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Til samræmis við úrskurð nefndarinnar mun byggðarráð taka málið upp að nýju.