Fara í efni

Úrvinnsla fyrirspurna um niðurfellingu sorphirðugjalds

Málsnúmer 202005122

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 328. fundur - 28.05.2020

Til sveitarfélagsins hafa leitað tveir aðilar og óskað eftir niðurfellingu sorphirðugjalda á þeim grunni að sorphirða sé keypt beint af rekstraraðila sorphirðu í Norðurþingi. Til umræðu og afgreiðslu liggja beiðnirnar ásamt sorphirðusamþykkt sveitarfélagsins.

Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.

Byggðarráð Norðurþings - 330. fundur - 11.06.2020

Á 328. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi tveggja aðila sem óskað hafa eftir niðurfellingu sorphirðugjalda á þeim grunni að sorphirða sé keypt beint af rekstraraðila sorphirðu í Norðurþingi.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Sveitarstjóra er falið að svara erindunum og tjá íbúðareigendum að sveitarfélagið sjái sér ekki fært að verða við óskum um niðurfellingu sorphirðugjalda.

Byggðarráð Norðurþings - 335. fundur - 13.08.2020

Lögð er fyrir byggðarráð ítrekun fasteignareiganda að Iðavöllum 6 um niðurfellingu sorphirðugjalda, í kjölfar þess að sveitarfélagið synjaði áður umbeðinni ósk þess sama.
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og vinna málið í samráði við lögmann sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 337. fundur - 03.09.2020

Á 335. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og vinna málið í samráði við lögmann sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið að nýju.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og kynna á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020

Á 337. fundi byggðarráðs var bókað;
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og kynna á næsta fundi ráðsins.
Fært í trúnaðarmálabók.