Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

337. fundur 03. september 2020 kl. 08:30 - 12:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Úrvinnsla fyrirspurna um niðurfellingu sorphirðugjalds

Málsnúmer 202005122Vakta málsnúmer

Á 335. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og vinna málið í samráði við lögmann sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið að nýju.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og kynna á næsta fundi ráðsins.

2.Frumkvæðisathugun ráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga

Málsnúmer 202008077Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lokið frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, sem stofnað var til með vísan til eftirlitshlutverks þess með stjórnsýslu sveitarfélaga. Tilgangur athugunarinnar var að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamningasveitarfélaga og leggja mat á hversu vel samningarnir samræmast þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum.
Yfirferð ráðuneytisins leiddi í ljós að töluverðir annmarkar eru á fjölmörgum samningum sveitarfélaga um samvinnu þeirra á milli. Ráðuneytið hefur af því tilefni tekið saman leiðbeiningar til sveitarfélaga um almenn sjónarmið sem gilda um samvinnu þeirra, form samvinnu og lagakröfur sem gerðar eru til slíkra samninga. Ráðuneytið mun fylgja leiðbeiningunum eftir með því að upplýsa sveitarfélög um athugasemdir þess við einstaka samninga en öllum sveitarfélögum landsins mun berast bréf þess efnis á næstu dögum. Sveitarfélögum verður gefinn frestur til að gera úrbætur og af þeim svörum mun ráðast hvort tilefni er til að taka einstaka samninga til frekari umfjöllunar.
Sveitarstjóra er falið að yfirfara þá samninga sem fram koma í erindinu sem og aðra samninga um samstarf og þjónustu við nágrannasveitarfélög og gera viðeigandi úrbætur á þeim í samstarfi við hlutaðeigandi sveitarfélög og leggja fyrir byggðarráð að nýju.

3.Erindi frá Islands Þari ehf

Málsnúmer 202008108Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Islands Þari ehf. þar sem fyrirtækið lýsir yfir að Húsavík sé þeirra fyrsti kostur til uppsetningar á þaravinnslu. Óskað er eftir aðstoð og samstarfi sveitarfélagsins við ákvörðun endanlegrar staðsetningar og skipulagningu þeirra þátta sem nauðsynlegir eru til að byggja upp starfsemina á Húsavík.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að eiga samtal við fyrirtækið um atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

4.Erindi frá Frumherja vegna villandi frétta um þjónustustopp austan Húsavíkur

Málsnúmer 202009009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Frumherja sem sent var á Héraðsnefnd Þingeyinga þann 5. júní sl. vegna breytinga á þjónustu Frumherja á Kópaskeri og Þórshöfn.
Lagt fram til kynningar.

5.Kauptilboð í Höfða 20 - gamla slökkvistöðin

Málsnúmer 202008123Vakta málsnúmer

Borist hefur kauptilboð í fasteignina Höfða 20, gömlu slökkvistöðina, frá Bæjarprýði ehf. að fjárhæð 18.000.000.
Byggðarráð telur fram komið tilboð of lágt þar sem verðmat eignarinnar er 26 milljónir. Byggðarráð hafnar tilboðinu.

6.Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer

Næsti fundur sveitarstjórnar verður 22. september.

7.Opnun Demantshringsins sem ferðamannaleiðar.

Málsnúmer 202006084Vakta málsnúmer

Demantshringurinn verður opnaður formlega sunnudaginn 6. september 2020 kl. 13:00. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn vegna fjöldatakmarkana samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum.
Lagt fram til kynningar.

8.Áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 202008142Vakta málsnúmer

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi þann 28. apríl sl. að beina því til samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga að setja á fót greiningarhóp til að vinna að tvíþættu verkefni. Annars vegar að safna upplýsingum um fjárhagsáætlanir og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár, þróun þeirra og horfur og hins vegar að safna upplýsingum um einstaka þætti sem ljóst þykir að muni hafa mikil áhrif á afkomu sveitarfélaga á komandi mánuðum og misserum. Tilefnið er að bregðast við þeim aðstæðum sem myndast hafa í kjölfar Covid-19 faraldursins en ljóst er að áhrif hans verða mikil á efnahagslífið allt og þar með talið fjármál ríkis og sveitarfélaga.
Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og hafa niðurstöður verið birtar.
Lagt fram til kynningar.

9.Rekstur Norðurþings 2020

Málsnúmer 202002108Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til júlí 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021

Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mæta sviðsstjórar málaflokka ásamt hafnastjóra og framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf. til að fara yfir rekstur ársins 2020 og meta fjárhagslegar horfur ársins 2021.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:35.
Berglind Hauksdóttir kemur inn á fund kl. 11:35.

Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir komuna og yfirferð á stöðu málaflokka.

Fundi slitið - kl. 12:45.