Fara í efni

Frumkvæðisathugun ráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga

Málsnúmer 202008077

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 337. fundur - 03.09.2020

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lokið frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, sem stofnað var til með vísan til eftirlitshlutverks þess með stjórnsýslu sveitarfélaga. Tilgangur athugunarinnar var að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamningasveitarfélaga og leggja mat á hversu vel samningarnir samræmast þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum.
Yfirferð ráðuneytisins leiddi í ljós að töluverðir annmarkar eru á fjölmörgum samningum sveitarfélaga um samvinnu þeirra á milli. Ráðuneytið hefur af því tilefni tekið saman leiðbeiningar til sveitarfélaga um almenn sjónarmið sem gilda um samvinnu þeirra, form samvinnu og lagakröfur sem gerðar eru til slíkra samninga. Ráðuneytið mun fylgja leiðbeiningunum eftir með því að upplýsa sveitarfélög um athugasemdir þess við einstaka samninga en öllum sveitarfélögum landsins mun berast bréf þess efnis á næstu dögum. Sveitarfélögum verður gefinn frestur til að gera úrbætur og af þeim svörum mun ráðast hvort tilefni er til að taka einstaka samninga til frekari umfjöllunar.
Sveitarstjóra er falið að yfirfara þá samninga sem fram koma í erindinu sem og aðra samninga um samstarf og þjónustu við nágrannasveitarfélög og gera viðeigandi úrbætur á þeim í samstarfi við hlutaðeigandi sveitarfélög og leggja fyrir byggðarráð að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 353. fundur - 11.02.2021

Á 337. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Sveitarstjóra er falið að yfirfara þá samninga sem fram koma í erindinu sem og aðra samninga um samstarf og þjónustu við nágrannasveitarfélög og gera viðeigandi úrbætur á þeim í samstarfi við hlutaðeigandi sveitarfélög og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
Lagt fram til kynningar.