Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

353. fundur 11. febrúar 2021 kl. 08:30 - 10:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Staða atvinnulífs í Norðurþingi

Málsnúmer 202011015Vakta málsnúmer

Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC BakkiSilicon hf. kemur á fund byggðarráðs og fer yfir stöðu fyrirtækisins og framtíðarsýn. Undir þessum lið gerir sveitarstjóri sömuleiðis grein fyrir stöðu mála er varðar samstarf sveitarfélagsins, Landsvirkjunar, Íslandsstofu og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um greiningu tækifæra til þróunar grænna iðngarða á Íslandi, m.a. á Bakka.
PCC BakkiSilicon hf er eitt af þeim fyrirtækjum sem saman mynda hryggjarstykkið í atvinnulífi sveitarfélagsins. Byggðarráð þakkar Rúnari Sigurpálssyni fyrir góða yfirferð og upplýsingagjöf um stöðu fyrirtækisins og óskar honum og starfsmönnum þess góðs gengis við að koma starfseminni aftur af stað nú á næstu vikum og mánuðum. Samstarfssamningur Norðurþings, Landsvirkjunar, Íslandsstofu og atvinnuvegaráðuneytisins sem sveitarstjóri kynnti stuttlega undir þessum lið verður lagður fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu í næstu viku.

2.Frumkvæðisathugun ráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga

Málsnúmer 202008077Vakta málsnúmer

Á 337. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Sveitarstjóra er falið að yfirfara þá samninga sem fram koma í erindinu sem og aðra samninga um samstarf og þjónustu við nágrannasveitarfélög og gera viðeigandi úrbætur á þeim í samstarfi við hlutaðeigandi sveitarfélög og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
Lagt fram til kynningar.

3.Endurupptaka beiðnar Bjarkarkots ehf. um endurgreiðslu sorphirðugjalda fyrir árin 2018 og 2019

Málsnúmer 202101149Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Hilmari Gunnlaugssyni lögfræðingi vegna endugreiðslubeiðnar sorphirðugjalda Bjarkarkots ehf. fyrir árin 2018 og 2019.
Nú liggur fyrir niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í máli sem barst nefndinni 10. júlí 2020, þar sem Bjarkarkot ehf kærði ákvörðun byggðarráðs Norðurþings frá 11. júní 2020 um að synja - endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda - sem lögð voru á eigendur fasteignarinnar Garðarsbrautar 12 á Húsavík, árin 2018, 2019 og 2020.

Að athuguðu máli fellst byggðarráð á þau sjónarmið sem dregin eru fram í úrskurði nefndarinnar um niðurfellingu fyrri ákvörðunar byggðarráðs um synjun og felur byggðarráð sveitarstjóra að taka saman uppfærða greinargerð með máli Bjarkarkots, það verði skoðað sérstaklega að nýju og það endurmetið í byggðarráði m.t.t. endurgreiðslu til samræmis við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

4.Verklagsreglur vegna umsókna um niðurfellingu sorphirðugjalda

Málsnúmer 202009175Vakta málsnúmer

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá reglunum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir verklagsreglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Hagkvæmnimat á líforkuveri - ósk um samstarf sveitarfélaga innan SSNE

Málsnúmer 202102067Vakta málsnúmer

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hefur í samstarfi við Vistorku sett saman erindi til sveitarfélagsins varðandi fjármögnun á hagkvæmnimati fyrir Líforkuver. Vistorka mun halda á verkefninu í samvinnu við SSNE og er fjármögnun hugsuð að hluta til frá sveitarfélögum, hluta til frá einkafyrirækjum og að hluta til frá SSNE.
Byggðarráði Norðurþings líst ágætlega á fyrirhugað verkefni, en frestar afgreiðslu um fjármögnun þess að sinni og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um þann lið erindisins og leggja fyrir ráðið að nýju.

6.Árleg endurskoðun jafnlaunastefnu Norðurþings

Málsnúmer 202101156Vakta málsnúmer

Á 83. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð fagnar því að Norðurþing hafi hlotið jafnlaunavottun og samþykkir núverandi stefnu og vísar henni til umfjöllunar í byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.

7.Óskað er eftir að samþykktir Norðurþings verði uppfærðar varðandi fjarfundi ráða þess.

Málsnúmer 202102007Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur meðfylgjandi erindi frá Nönnu Steinu Höskuldsdóttur;
Undirrituð fer fram á að samþykktir Norðurþings séu uppfærðar svo að koma megi til móts við íbúa varðandi fjarfundi á ráðs- og sveitarstjórnarfundum hjá Norðurþingi. Skilgreina þarf í samþykktum um notkun slíks búnaðar skv. sveitarstjórnarlögum og sem allra fyrst.
Mikilvægt er að nýta þá tækni sem í boði er til að gera aðgengi íbúa í sveitarfélaginu sem jafnast þegar kemur að því að bjóða sig fram til starfa sem kjörinn fulltrúi. Undirrituð telur ekki jafnræðis gætt í þessum málum og Covid búið að sýna vel fram á það að hægt er að nýta tæknina á fundum.
Byggðarráð leggur til að við endurskoðun samþykkta verði tekið tillit til notkunar fjarfundalausna á fundum á vettvangi sveitarfélagsins.

8.Ósk um tilnefningu í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík 2021 - 2025

Málsnúmer 202102021Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Mennta- og menningamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík til næstu fjögurra ára (2021-2025) en skipunartíma núverandi skólanefndar lýkur 14. mars nk.
Byggðarráð tilnefnir Hjálmar Boga Hafliðason og Jóhönnu S. Kristjánsdóttur sem aðalfulltrúa sveitarfélagsins og Hafrúnu Olgeirsdóttur og Benóný Val Jakobsson til vara.

9.Barnavernd - viðauki

Málsnúmer 202102032Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að framlagður viðauki barnaverndar upp á 3.074.009 kr. verði samþykktur
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra ósk um viðauka til samræmis við reglur um gerð viðauka og leggja fyrir byggðarráð að nýju ásamt minnisblaði um málið.

10.Kauptilboð í Víðilund, Kópaskeri

Málsnúmer 202102034Vakta málsnúmer

Fasteignin Víðilundur í Öxarfirði er í 75% eigu Ríkissjóðs og 25% eigu Norðurþings. Ríkissjóður auglýsti á dögunum eftir tilboðum í eignina og hafa borist 11 tilboð. Ríkissjóður leggur til að hæsta tilboði verði tekið, frá Sigurði R. Tryggvasyni, en það er að fjárhæð 18.500.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda.

11.Hverfisráð Kelduhverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908037Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 1. og 2. fundar hverfisráðs Kelduhverfis frá 26. janúar og 31. janúar sl.
Fyrirhugað er að halda hluthafafund meðal eigenda Skúlagarðs á komandi vikum.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102027Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102027Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar 2021 nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.