Fara í efni

Óskað er eftir að samþykktir Norðurþings verði uppfærðar varðandi fjarfundi ráða þess.

Málsnúmer 202102007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 353. fundur - 11.02.2021

Fyrir byggðarráði liggur meðfylgjandi erindi frá Nönnu Steinu Höskuldsdóttur;
Undirrituð fer fram á að samþykktir Norðurþings séu uppfærðar svo að koma megi til móts við íbúa varðandi fjarfundi á ráðs- og sveitarstjórnarfundum hjá Norðurþingi. Skilgreina þarf í samþykktum um notkun slíks búnaðar skv. sveitarstjórnarlögum og sem allra fyrst.
Mikilvægt er að nýta þá tækni sem í boði er til að gera aðgengi íbúa í sveitarfélaginu sem jafnast þegar kemur að því að bjóða sig fram til starfa sem kjörinn fulltrúi. Undirrituð telur ekki jafnræðis gætt í þessum málum og Covid búið að sýna vel fram á það að hægt er að nýta tæknina á fundum.
Byggðarráð leggur til að við endurskoðun samþykkta verði tekið tillit til notkunar fjarfundalausna á fundum á vettvangi sveitarfélagsins.