Fara í efni

Hagkvæmnimat á líforkuveri - ósk um samstarf sveitarfélaga innan SSNE

Málsnúmer 202102067

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 353. fundur - 11.02.2021

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hefur í samstarfi við Vistorku sett saman erindi til sveitarfélagsins varðandi fjármögnun á hagkvæmnimati fyrir Líforkuver. Vistorka mun halda á verkefninu í samvinnu við SSNE og er fjármögnun hugsuð að hluta til frá sveitarfélögum, hluta til frá einkafyrirækjum og að hluta til frá SSNE.
Byggðarráði Norðurþings líst ágætlega á fyrirhugað verkefni, en frestar afgreiðslu um fjármögnun þess að sinni og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um þann lið erindisins og leggja fyrir ráðið að nýju.