Fara í efni

Endurupptaka beiðnar Bjarkarkots ehf. um endurgreiðslu sorphirðugjalda fyrir árin 2018 og 2019

Málsnúmer 202101149

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 353. fundur - 11.02.2021

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Hilmari Gunnlaugssyni lögfræðingi vegna endugreiðslubeiðnar sorphirðugjalda Bjarkarkots ehf. fyrir árin 2018 og 2019.
Nú liggur fyrir niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í máli sem barst nefndinni 10. júlí 2020, þar sem Bjarkarkot ehf kærði ákvörðun byggðarráðs Norðurþings frá 11. júní 2020 um að synja - endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda - sem lögð voru á eigendur fasteignarinnar Garðarsbrautar 12 á Húsavík, árin 2018, 2019 og 2020.

Að athuguðu máli fellst byggðarráð á þau sjónarmið sem dregin eru fram í úrskurði nefndarinnar um niðurfellingu fyrri ákvörðunar byggðarráðs um synjun og felur byggðarráð sveitarstjóra að taka saman uppfærða greinargerð með máli Bjarkarkots, það verði skoðað sérstaklega að nýju og það endurmetið í byggðarráði m.t.t. endurgreiðslu til samræmis við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Byggðarráð Norðurþings - 354. fundur - 25.02.2021

Á 353. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað;

Nú liggur fyrir niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í máli sem barst nefndinni 10. júlí 2020, þar sem Bjarkarkot ehf kærði ákvörðun byggðarráðs Norðurþings frá 11. júní 2020 um að synja - endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda - sem lögð voru á eigendur fasteignarinnar Garðarsbrautar 12 á Húsavík, árin 2018, 2019 og 2020.

Að athuguðu máli fellst byggðarráð á þau sjónarmið sem dregin eru fram í úrskurði nefndarinnar um niðurfellingu fyrri ákvörðunar byggðarráðs um synjun og felur byggðarráð sveitarstjóra að taka saman uppfærða greinargerð með máli Bjarkarkots, það verði skoðað sérstaklega að nýju og það endurmetið í byggðarráði m.t.t. endurgreiðslu til samræmis við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.
Byggðarráð felst á að endurgreiða eigendum Bjarkarkots ehf. sorphirðugjöld vegna áranna 2018 og 2019 í samræmi við niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í ljósi þess að sýnt þótti að sorphirðuþjónusta hafði ekki verið veitt. Sveitarstjóra er falið að ganga frá endurgreiðslunni.
Sveitarfélagið hefur tekið málið til skoðunar með almennum hætti og samþykkti á sveitarstjórnarfundi þann 16. febrúar sl. verklagsreglur um umsóknir vegna niðurfellingar sorphirðugjalda þar sem tilgreindar eru forsendur fyrir niðurfellingu þeirra.