Fara í efni

Ósk um tilnefningu í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík 2021 - 2025

Málsnúmer 202102021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 353. fundur - 11.02.2021

Borist hefur erindi frá Mennta- og menningamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík til næstu fjögurra ára (2021-2025) en skipunartíma núverandi skólanefndar lýkur 14. mars nk.
Byggðarráð tilnefnir Hjálmar Boga Hafliðason og Jóhönnu S. Kristjánsdóttur sem aðalfulltrúa sveitarfélagsins og Hafrúnu Olgeirsdóttur og Benóný Val Jakobsson til vara.

Sveitarstjórn Norðurþings - 111. fundur - 16.03.2021

Hjálmar Bogi óskar eftir að málið verði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar vegna breytingu á tilnefningu aðila í skólanefnd FSH.

Lagt er til að Ármann Örn Gunnlaugsson komi inn sem aðalmaður í stað Hjálmars Boga, aðrar tilnefningar frá 353. fundi byggðarráðs eru óbreyttar.
Til máls tóku: Hjálmar og Helena.

Tillagan er samþykkt samhljóða.