Sveitarstjórn Norðurþings

111. fundur 16. mars 2021 kl. 16:15 - 17:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Forseti
 • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
 • Birna Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Jóhann Lund 1. varamaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson 1. varamaður
 • Benóný Valur Jakobsson 1. varamaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Ofgreiðsla staðgreiðslu 2020

202103001

Kolbrún Ada óskar eftir að málið verði tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar.

Á 355. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Það er miður hversu ógagnsætt ferli útsvarsgreiðslna fjársýslunnar til sveitarfélaganna er. Enn verra er þegar það getur gerst að um þrír milljarðar úr ríkissjóði eru ofgreiddir til sveitarfélaganna með tilheyrandi vandkvæðum. Byggðarráð tekur heilshugar undir bókun stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar sl. og gerir þá kröfu að uppgjöri staðgreiðslu til sveitarfélaga fylgi nákvæm sundurliðun á uppruna tekna og að fyrirsjáanleiki greiðslna verði mun meiri en nú er.
Til máls tóku; Kolbrún Ada og Bergur.

Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs;
Það er miður hversu ógagnsætt ferli útsvarsgreiðslna fjársýslunnar til sveitarfélaganna er. Enn verra er þegar það getur gerst að um þrír milljarðar úr ríkissjóði eru ofgreiddir til sveitarfélaganna með tilheyrandi vandkvæðum. Byggðarráð tekur heilshugar undir bókun stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar sl. og gerir þá kröfu að uppgjöri staðgreiðslu til sveitarfélaga fylgi nákvæm sundurliðun á uppruna tekna og að fyrirsjáanleiki greiðslna verði mun meiri en nú er.

2.Starfsemi Grænuvalla

202102099

Hafrún Olgeirsdóttir óskar eftir að málið verði tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar og leggur fram eftirfarandi tillögu:

Í ljósi þessara stöðu sem er uppi að við erum ekki að ná að tryggja öllum börnum sem hafa náð eins árs aldri leikskólavist og ekkert annað úrræði er í boði á vegum sveitarfélagsins til að brúa bilið að loknu fæðingarorlofi, legg ég til að fjölskylduráð muni á fundi sínum í maí, í samráði við fræðslufulltrúa og leikskólastjóra, skoða alla þá möguleika sem í boði eru til að tryggja einhverskonar úrræði á vegum sveitarfélagsins að loknu fæðingarorlofi. Þau úrræði geta til dæmis verið sérstök ungbarnadeild á leikskólanum, dagmömmur, heimgreiðslur til foreldra eða fastur fjöldi aðlaganna á ári sem tryggir öllum börnum yngri en 15/16 mánaða pláss. Markmiðið ætti að vera meiri fyrirsjáanleiki sem tryggir betur samspil fjölskyldu- og atvinnulífs.
Til máls tóku; Birna, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

3.Umræður um aðild Norðurþings að Ríkiskaupasamningi

202102154

Á 90. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð telur æskilegt að sveitarfélagið Norðurþing endurskoði aðild sína að rammasamningi Ríkiskaupa sem lítur að þjónustu iðnmeistara o.fl. Fylgjast skal með gildistíma einstakra liða samningsins og þátttöku sveitarfélagsins í þeim. Ráðið vísar þessu til umræðu í sveitarstjórn.

Til upplýsingar er hér linkur á heimasíðu Ríkiskaupa, rammasamninga https://www.rikiskaup.is/is/rammasamningar/samningarnir/voruflokkar
Til máls tóku; Helena, Bergur, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu;
Að umfjöllun um aðild sveitarfélagsins að einstökum liðum í Rammasamningi Ríkiskaupa verði vísað til byggðarráðs.

Tillagan er samþykkt samhljóða.


Bergur leggur fram eftirfarandi bókun;
Sem fulltrúi í sveitarstjórn Norðurþings vill ég hér með vekja athygli á því máli sem hér er til umræðu, máli sem ég hef haft nokkrar áhyggjur af.
Þann 17 apríl 2019 barst erindi frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, þar með talið Norðurþings. Efni málsins er að vekja athygli sveitarstjórnamanna á því að lög um opinber innkaup taka að fullu gildi 31. maí 2019. En þá varð til gjörbreytt umhverfi innkaupa hjá sveitarfélögum landsins. Hér er um verulega stórt mál að ræða enda miklir fjármunir undir í innkaupum Norðurþings sem og annarra sveitarfélaga. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda og byrjaði, ef ég man rétt með EES tilskipun árið 2014/15 og þriggja ára aðlögunartíma frá 2016 til 2019.
Nú til að gera langa sögu stutta, þá er það þannig að nefnt erindi var aldrei kynnt kjörnum fulltúum, eða tekið fyrir nefnd þrátt fyrir að erindi væri sent til sveitarstjórna. Eftirgrensla mín leiddi til þess að eftirfarandi svar barst frá stjórnsýslu Norðurþings „ Þetta erindi frá sambandinu barst Norðurþingi og var kynnt innanhús til stjórnenda af fjármálastjóra með fundi. Sem sagt, erindið var ekki lagt fyrir í fastanefnd sveitarfélagsins til kynningar.“ Svarið barst fljótt og fyrir það ber að þakka.
Það sem skiptir verulegu máli að mínu mati, er að í ljósi erindisins hefði átt að taka upp pólitíska umræðu um aðkomu Norðurþings að Rammasamningi Ríkiskaupa til umræðu, það er, einstaka liði hans og hvar sveitarfélagið vill vera inni og hvar ekki. Þetta hafa sveitarfélög gert, samanber Akureyrarbæ, Akranesbæ og Borgarbyggð, svo eitthvað sé nefnt.
Flokkarnir sem Norðurþingi er aðili að eru nokkuð margir þ.e.
RK 02 Pappírsvörur, ritföng og prentun, RK 03 Upplýsingatækni og fjarskipti, RK 04 Húsgögn og innanstokksmunir, RK 05 Bílar, eldsneyti og orka, RK 06 Flutningar, RK 08 Matvörur, RK 09 Hreinlætisvörur, RK 11 Rafmagnsvörur og tæki, RK 12 Byggingarvörur, RK 14 Þjónusta og ráðgjöf, RK 16 Umhverfis- og umferðarmál, RK 17 Þjónusta iðnmeistara - Almennir kaupendur.
RK 17 er mér nokkuð hugleikinn en hann innifelur í sér þjónustu, RK 17.02 Blikksmíði 06.09.2022 , RK 17.03 Dúka- og teppalagning 06.09.2022 , RK 17.04 Málmiðnaður 06.09.2022, RK 17.05 Málaraiðn 06.09.2022, RK 17.06 Múrverk 06.09.2022, RK 17.07 Pípulagnir 06.09.2022, RK 17.08 Rafiðnaður 06.09.2022, RK 17.09 Skrúðgarðyrkja 06.09.2022, RK 17.10 Húsasmíði 06.09.2022. Mörg flott fyrirtæki með frábært fagfólk sem veita þessa þjónustu, eru með aðsetur í sveitarfélaginu.
Stóra spurningin er sú hvort Norðurþing beri að fylgja eftir samningnum og ef svo er hvort og hvernig honum hafi verið fylgt eftir? Rétt er að benda á, að um er að ræða miklar upphæðir hjá Norðurþingi, samaber fyrirliggjandi gögn um þjónustukaup og ráðgjafaþjónustu. Upphæð sem hleypur á hundruðum milljóna króna.
Að lokum, þá tel ég rétt að nefna, að þetta mál er ekki tekið upp á einhverjum pólitískum forsendum. Mér er slett sama hver er í meirihluta og hver gerir hvað. Það sem mér er ekki sama um (m.a. í ljósi stjórnsýslulaga) er að bera ábyrð á einhverju sem ég tel að standist ekki skoðun. Í því felst minn metnaður sem og umhyggja fyrir sveitarfélaginu sem ég hef búið í 15 ár. Lokaorð mín eru því hvatning til forseta sveitarstjórnar Norðurþings, að kanna hvort Norðurþingi beri að fylgja eftir samningnum og ef svo er hvort og hvernig honum hafi verið fylgt eftir? Jafnframt er þess óskað kjörnir fulltrúar verði upplýstir um niðurstöðu málsins.
Bergur Elías Ágústsson

4.Ósk um tilnefningu í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík 2021 - 2025

202102021

Hjálmar Bogi óskar eftir að málið verði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar vegna breytingu á tilnefningu aðila í skólanefnd FSH.

Lagt er til að Ármann Örn Gunnlaugsson komi inn sem aðalmaður í stað Hjálmars Boga, aðrar tilnefningar frá 353. fundi byggðarráðs eru óbreyttar.
Til máls tóku: Hjálmar og Helena.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

5.Endurnýjun samstarfssamnings Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf. um brunavarnir á Bakka

202010193

Á 354. byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðauka við samning um brunavarnir við PCC BakkiSilicon hf. og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Hjálmar og Helena.

Samþykkt samhljóða.

6.Þjónustusamningur milli Norðurþings og Tjörneshrepps

201309093

Á 84. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir framlagaðan þjónustusamning á milli Norðurþings og Tjörneshrepps um skólagöngu nemenda af Tjörnesi í grunnskóla Norðurþings og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

7.Skólaþjónusta - Samningur um skólaþjónustu

201801114

Á 84. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir framlagaðan samning um skólaþjónustu við Svalbarðshrepp, Langanesbyggð, Tjörneshrepp og Skútustaðahrepps og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Hjálmar og Kolbrún Ada.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag fyrir Pálsgarð og Útgarð

202009067

Á 110. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað;
Sveitarstjóri leggur til að afgreiðslu deiliskipulags fyrir Pálsgarð og Útgarð verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar á grundvelli nýrra hugmynda áhugasamra aðila um uppbyggingu lóðar við Útgarð 2. Þær hugmyndir sem bárust sveitarfélaginu um málið verði teknar til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði á næsta fundi ráðsins.
Tillaga sveitarstjóra er samþykkt samhljóða.


Á 91. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagsuppdrættinum:
1) Lóðarmörkum milli Pálsgarðs 1 og Útgarðs 2 verði hnikað þannig að bílakjallari Útgarðs 2 verði alfarið innan lóðarinnar.
2) Skilgreind verði kvöð í deiliskipulagið um afnot Pálsgarðs 1 af 5 m breiðri lóðarræmu af Útgarði 2 norðan byggingarreits Pálsgarðs 1.
3) Fjarlægja þarf óþarfar línur úr deiliskipulagsuppdrættinum til að gera hann skýrari.
4) Á skipulagstillögu verði reiknað með að aðkoma að hvorum bílakjallara verði innan viðkomandi lóðar. Á hinn bóginn verði í skipulaginu opnað á heimild til að samnýta aðkomurampa ef lóðarhöfum hugnast.
5) Hæð loftaplötu bílakjallara K2 verði ekki yfir botnplötu Pálsgarðs 1.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Ráðið leggur til að Betraisland.is verði nýtt til að kynna deiliskipulagstillöguna auk hefðbundnari miðla og að skipulags- og byggingarfulltrúa sé falið að útfæra það.
Sveitarstjórn samþykktir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Barnavernd - viðauki

202102032

Á 355. fundi var byggðarráðs eftirfarandi bókað;

Byggðarráð samþykkir viðauka vegna aukins kostnaðar við barnavernd og vísar honum til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

10.Fjölskylduráð - 84

2102007F

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 84. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 9 "Snjómokstur félagasamtaka": Hjálmar, Benóný, Birna, Bergur og Drífa.

Aðrir liðið fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

11.Fjölskylduráð - 85

2102008F

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 85. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 10 "Rekstur tjaldsvæðis á Húsavík": Bergur, Benóný og Hjálmar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

12.Skipulags- og framkvæmdaráð - 90

2102003F

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 90. fundar skipulags- og frakmvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 91

2103001F

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 91. fundar skipulags- og frakmvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

14.Byggðarráð Norðurþings - 354

2102006F

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 354. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 12 "Fundargerðir stjórnar DA 2021": Hjálmar og Helena.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

15.Byggðarráð Norðurþings - 355

2102009F

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 355. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Byggðarráð Norðurþings - 356

2103002F

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 356. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Orkuveita Húsavíkur ohf - 216

2102005F

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 216. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tóku undir lið 4 "Áhugakönnun á kaupum Tengis hf. á ljósleiðarakerfi OH": Bergur, Hjálmar, Kolbrún Ada og Helena.

Til máls tóku undir lið 3 "Afhending vatns til Sjóbaða ehf.": Hjálmar og Helena.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:35.