Fara í efni

Starfsemi Grænuvalla

Málsnúmer 202102099

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 84. fundur - 22.02.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grænuvalla, fjölda nemenda og inntöku nýrra nemenda.
Sigríður Valdís leikskólastjóri Grænuvalla kom fyrir ráðið og kynnti stöðu skólans, m.a. fjölda nemenda og inntöku nýrra nemenda.
Ráðið fylgist áfram með málinu og tekur það aftur fyrir í maí.

Sveitarstjórn Norðurþings - 111. fundur - 16.03.2021

Hafrún Olgeirsdóttir óskar eftir að málið verði tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar og leggur fram eftirfarandi tillögu:

Í ljósi þessara stöðu sem er uppi að við erum ekki að ná að tryggja öllum börnum sem hafa náð eins árs aldri leikskólavist og ekkert annað úrræði er í boði á vegum sveitarfélagsins til að brúa bilið að loknu fæðingarorlofi, legg ég til að fjölskylduráð muni á fundi sínum í maí, í samráði við fræðslufulltrúa og leikskólastjóra, skoða alla þá möguleika sem í boði eru til að tryggja einhverskonar úrræði á vegum sveitarfélagsins að loknu fæðingarorlofi. Þau úrræði geta til dæmis verið sérstök ungbarnadeild á leikskólanum, dagmömmur, heimgreiðslur til foreldra eða fastur fjöldi aðlaganna á ári sem tryggir öllum börnum yngri en 15/16 mánaða pláss. Markmiðið ætti að vera meiri fyrirsjáanleiki sem tryggir betur samspil fjölskyldu- og atvinnulífs.
Til máls tóku; Birna, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Fjölskylduráð - 92. fundur - 31.05.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grænuvalla, fjölda nemenda og inntöku nýrra nemenda. Málið var áður á dagskrá ráðsins 22. febrúar sl.
Þar sem Grænuvellir er eini leikskólinn á Húsavík þarf að gera áætlun um deildaskiptingu og inntöku nýrra barna fyrir hvert ár fyrir sig. Stjórnendur hafa verið að undirbúa næsta skólaár 2021-2022 og eru komnir með áætlun, með fyrirvara um breytingar á biðlista, flutninga barna til og frá Húsavík og svo framvegis.

Foss, Róm og Vilpa verða yngstu deildirnar næsta ár, fjölgun um eina ungbarnadeild frá árinu áður, aðlögun yngstu barna verður með eftirfarandi hætti:
Foss: Aðlögun í ágúst og byrjun sept
Róm: Aðlögun í ágúst og nóvember
Vilpa: Aðlögun í janúar og mars/apríl

Miðað við biðlistann og núverandi íbúaskrá ættu með þessu móti öll börn sem fædd eru fyrir 30.apríl 2021 að komast inn í leikskólann í þessum aðlögunum.