Fara í efni

Fjölskylduráð

92. fundur 31. maí 2021 kl. 13:00 - 16:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir Skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-6.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 7-15.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 16-19.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 16-18.

Hrund Ásgeirsdótttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1-4.
Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 5.

1.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202105138Vakta málsnúmer

Skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2021-2022 er lagt fram til samþykktar.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2021-2022.

Dagatalið verður birt á vefsíðu skólans.

2.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202105137Vakta málsnúmer

Skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2021-2022 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2021-2022.

Dagatalið verður birt á vefsíðu skólans.

3.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Á 360. fundi Byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar málum númer 1 - 6 og 9 til skipulags- og framkvæmdaráðs og máli númer 7 til fjölskylduráðs. Byggðarráð tekur undir mál númer 6.

7. liður fundargerðar Hverfisráðs Raufarhafnar fjallar um ósk Hverfisráðs við fjölskylduráð að séð verði til þess að leikskólinn á Raufarhöfn verði opin áfram á komandi hausti þrátt fyrir að mögulega verði lágmarksfjöldi barna ekki uppfylltur.
Fjölskylduráð hefur engin áform um að loka leikskóladeildinni á Raufarhöfn að svo stöddu.

4.Starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri.
Fjölskylduráð hefur engin áform um að loka leikskóladeildinni á Kópaskeri að svo stöddu. Fjölskylduráð bendir á að af augljósum ástæðum er ekki hægt að halda uppi sambærilegu faglegu starfi með 2-5 börnum og svo með 15 börnum eða fleiri. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að vinna málið áfram.

5.Starfsemi Grænuvalla

Málsnúmer 202102099Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grænuvalla, fjölda nemenda og inntöku nýrra nemenda. Málið var áður á dagskrá ráðsins 22. febrúar sl.
Þar sem Grænuvellir er eini leikskólinn á Húsavík þarf að gera áætlun um deildaskiptingu og inntöku nýrra barna fyrir hvert ár fyrir sig. Stjórnendur hafa verið að undirbúa næsta skólaár 2021-2022 og eru komnir með áætlun, með fyrirvara um breytingar á biðlista, flutninga barna til og frá Húsavík og svo framvegis.

Foss, Róm og Vilpa verða yngstu deildirnar næsta ár, fjölgun um eina ungbarnadeild frá árinu áður, aðlögun yngstu barna verður með eftirfarandi hætti:
Foss: Aðlögun í ágúst og byrjun sept
Róm: Aðlögun í ágúst og nóvember
Vilpa: Aðlögun í janúar og mars/apríl

Miðað við biðlistann og núverandi íbúaskrá ættu með þessu móti öll börn sem fædd eru fyrir 30.apríl 2021 að komast inn í leikskólann í þessum aðlögunum.

6.Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.

Málsnúmer 202012140Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um opið bréf (barst 11.maí með tölvupósti) til sveitarfélaga frá Samtökum grænkera á Íslandi um skýr markmið er varða framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum.
Fjölskylduráð þakkar fyrir ábendinguna. Mötuneyti Norðurþings fara eftir viðmiðum Landlæknis.

7.Rekstrarsamningur Norðurþings og Víkur hses. vegna íbúðakjarna við Stóragarð

Málsnúmer 202105127Vakta málsnúmer

Á 363. fundi Byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi samning og vísar honum til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðgengismál fatlaðs fólk / sveitarfélagið / Fasteignasjóður 2021-2022

Málsnúmer 202104043Vakta málsnúmer

Á 97. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í erindið en telur verkefnið heyra undir fjölskylduráð en í framhaldi verði úrbætur aðgengismála vísað til framkvæmdasviðs. Ráðið vísar því erindinu aftur til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að vera í samvinnu við aðra sviðsstjóra um ráðingu fulltrúa um aðgengismál.

9.Fötlunarráð 2018-2022

Málsnúmer 201811036Vakta málsnúmer

14. fundargerð fötlunarráðs Norðurþings frá 12. maí 2021.
Ráðið vísar sérstaklega lið 2. til fjölskylduráðs með ósk um að haft verði í huga að það frístundarstarf sem í boði er á vegum sveitarfélagsins taki mið af þörfum mismunandi hópa hvað varðar fjölbreytileika í starfinu sem og í fræðslu og leik. Ráðið vísar þessum lið til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð þakkar ábendinguna og hvetur hlutaðeigandi sviðsstjóra að hafa þetta í huga við skipulagningu og framkvæmd alls frístundastarfs.

10.Ársreikningur Félagslegra íbúða 2020

Málsnúmer 202104095Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar ársreikning félagslegra íbúða 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Félagsmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202104135Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1199.html
Lagt fram til kynningar.

12.Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir börn með langvarandi stuðningsþarfir

Málsnúmer 202105140Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja nýjar reglur til samþykktar um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra samkævmt lögum, 38/2018.
Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

13.Reglur Norðurþings um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkævmt lögum nr. 38/2018

Málsnúmer 202105155Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar nýjar Reglur Norðurþings um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkævmt lögum nr. 38/2018
Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105152Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál til afgreiðslu.
Bókun færð í trúnaðarmálabók ráðsins.

15.Félag eldriborgara skýrsla stjórnar 2020

Málsnúmer 202105153Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar skýrsla stjórnar félags eldriborgara á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

16.Sumarfrístund 2021 á Húsavík

Málsnúmer 202105057Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar málefni Sumarfrístundar á Húsavík 2021.
Vegna manneklu hefur þurft að bregðast við með breyttri uppsetningu á dagskrá sumarsins.

Málið var áður til umfjöllunar á 91.fundi ráðsins þann 10.05.2021
Fjölskylduráð samþykkir breytt fyrirkomulag á Sumarfrístund.
Fyrir hádegi eiga öll börn í 1.-4. bekk kost á vistun frá kl.8-12 alla virka daga.
Námskeið verða fyrir 1.bekk frá kl.13.00-14.30 alla virka daga og 2.-4. bekk frá kl 14.30-16.00 alla virka daga.
Sumarfrístund verður lokuð frá 5.júlí-3.ágúst.
Börn sem eru að útskrifast úr leikskóla hafa aðgang að sumarfrístund eftir sumarlokun.

Vegna fyrirkomulagsins er þörf á að breyta gjaldskrá sem áður hafði verið samþykkt.
Skrá verður 2 vikur í senn. Verðskrá á sumarfrístund eftir hádegi verður sem hér segir:
720kr - 1 dagur
1440kr - 2 dagar
2160kr - 3 dagar
2880kr - 4 dagar
3600kr - 5 dagar

Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
Einstæðir foreldrar fá 25% afslátt.

Verðskrá sumarfrístundar fyrir hádegi er óbreytt frá fyrri samþykkt.

Breytingu á verðskrá er vísað til samþykktar í sveitarstjórn.



Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að auglýsa dagskrána og hvernig skráningu verður háttað sem fyrst.

17.Bæjarhátíðir í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202104021Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar Mærudaga 2021. Taka þarf ákvörðun um hvernig á að haga undirbúningi hátíðarinnar með tillit til mögulegra samkomutakmarkana.
Málið var áður til umfjöllunar á 88.fundi ráðsins þann 12.4.2021
Fjölskylduráð samþykkir að ráða Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur sem verkefnastjóra fyrir hátíðina og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að semja við hana um verkefnið. Hátíðin verður haldin í takt við gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnarreglur.

18.17. júní hátíðarhöld 2021

Málsnúmer 202105066Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar 17. júní hátíðarhöld. Taka þarf ákvörðun um hvernig á að haga undirbúningi með tilliti til samkomutakmarkana.
Fjölskylduráð ákveður að halda ekki 17. júní með hefðbundnum hætti. Mikilvægt er að sveitarfélög sýni fordæmi varðandi fjöldasamkomur. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra streymisviðburð þar sem hátíðardagskrá fer fram.

19.Litla gula syrpan - sumarið 2021

Málsnúmer 202105019Vakta málsnúmer

Leikhópurinn Lotta fer á ferð um landið með breyttu sniði í sumar. Í stað stórrar sumarsýningar fer hópurinn um landið með minni sýningu og stendur Norðurþingi til boða að bóka hana og bjóða íbúum upp á.
Fjölskylduráð samþykkir að bóka sýninguna mærudagshelgina 23. - 25. júlí. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera í sambandi við leikhópinn.

Fundi slitið - kl. 16:45.