Fara í efni

Bæjarhátíðir í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202104021

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 88. fundur - 12.04.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar bæjarhátíðir og sumarhátíðir í Norðurþingi.
Mögulegt er að samkomutakmarkanir hafi áhrif á fyrirhuguð hátíðarhöld að einhverju leyti.
Taka þarf ákvörðun um hvernig á að haga undirbúningi hátíðanna með tillit til mögulegra samkomutakmarkana.
Ljóst er að erfitt er að skipuleggja fram í tímann bæjarhátíðir í ljósi samkomutakmarkanna. Ráðið mun halda áfram að fjalla um málefni bæjarhátíða í sveitarfélaginu.

Fjölskylduráð - 92. fundur - 31.05.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar Mærudaga 2021. Taka þarf ákvörðun um hvernig á að haga undirbúningi hátíðarinnar með tillit til mögulegra samkomutakmarkana.
Málið var áður til umfjöllunar á 88.fundi ráðsins þann 12.4.2021
Fjölskylduráð samþykkir að ráða Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur sem verkefnastjóra fyrir hátíðina og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að semja við hana um verkefnið. Hátíðin verður haldin í takt við gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnarreglur.

Fjölskylduráð - 93. fundur - 07.06.2021

Guðrún Huld Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Mærudaga, kemur inn á fund fjölskylduráðs og fer yfir hugmyndir að viðburðum tengdum hátíðinni í ár.
Fjölskylduráð þakkar Guðrúnu Huld fyrir kynninguna og heldur áfram að fjalla um málið á næstu fundum m.t.t. fjöldatakmarkana og sóttvarna.