Fara í efni

Litla gula syrpan - sumarið 2021

Málsnúmer 202105019

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 91. fundur - 10.05.2021

Leikhópurinn Lotta fer á ferð um landið með breyttu sniði í sumar. Í stað stórrar sumarsýningar fer hópurinn um landið með minni sýningu og stendur Norðurþingi til boða að bóka hana og bjóða íbúum upp á.
Fjölskylduráð ákveður að fresta málinu fram að næsta fundi sínum.

Fjölskylduráð - 92. fundur - 31.05.2021

Leikhópurinn Lotta fer á ferð um landið með breyttu sniði í sumar. Í stað stórrar sumarsýningar fer hópurinn um landið með minni sýningu og stendur Norðurþingi til boða að bóka hana og bjóða íbúum upp á.
Fjölskylduráð samþykkir að bóka sýninguna mærudagshelgina 23. - 25. júlí. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera í sambandi við leikhópinn.