Fara í efni

Starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri

Málsnúmer 202105090

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 92. fundur - 31.05.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri.
Fjölskylduráð hefur engin áform um að loka leikskóladeildinni á Kópaskeri að svo stöddu. Fjölskylduráð bendir á að af augljósum ástæðum er ekki hægt að halda uppi sambærilegu faglegu starfi með 2-5 börnum og svo með 15 börnum eða fleiri. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að vinna málið áfram.

Fjölskylduráð - 95. fundur - 28.06.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi leikskóladeildarinnar á Kópaskeri.
Ekki hefur náðst að ráða starfsfólk á leikskóladeildina á Kópaskeri. Börnunum sem nú þegar voru með pláss og sem sótt hafa um pláss veturinn 2021-2022 býðst vistun á leikskóladeild Öxarfjarðarskóli í Lundi. Fræðslufulltrúa er falið að semja við foreldra þeirra barna um útfærslu á málinu.

Fjölskylduráð - 109. fundur - 24.01.2022

Fjölskylduráð ræðir, að ósk hverfisráðs Öxarfjarðar, málefni leikskóladeildarinnar á Kópaskeri við fulltrúa hverfisráðsins ásamt atvinnu og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðar.
Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi ásamt fulltrúum úr hverfisáði Öxarfjarðar Halldís Gríma Halldórsdóttir og Stefán Haukur Grímsson mættu á fundinn í fjarfundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum hverfisráðs fyrir komuna á fundinn og felur fræðslufulltrúa að skipuleggja fund um starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri.

Fjölskylduráð - 112. fundur - 07.03.2022

Fræðslufulltrúi kynnir fyrir fjölskylduráði umræður af fundi hans og skólastjóra Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar með foreldrum leikskólabarna á Kópaskeri og nágrenni.
Fjallað var um leikskóladeildina á Kópaskeri. Fjölskylduráð hvetur foreldra til að sækja um vistun á leikskóladeildinni á Kópaskeri svo að lágmarks fjöldi barna náist.
Fjölskylduráð vinnur málið áfram í samráði við fræðslufulltrúa sem boða mun til fundar um stöðu leikskóladeildar á Kópaskeri.

Fjölskylduráð - 117. fundur - 02.05.2022

Fjölskylduráð fjallar um fund sem haldinn var á Kópaskeri 25. apríl um framtíðarhorfur í leikskólamálum á Kópaskeri og í Lundi með hagsmunaaðilum.
Fjölskylduráð þakkar fyrir góðan fund sem haldinn var um leikskólamál á Kópaskeri og í Lundi. Ráðið felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Öxarfjarðarskóla að auglýsa eftir leikskólakennurum á leikskóladeild Öxarfjarðarskóla svo hægt sé að opna að nýju starfsstöð á Kópaskeri.