Fara í efni

Fjölskylduráð

117. fundur 02. maí 2022 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-6.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-7.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1 og 8-14.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 1.
Jónas H. Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs sat fundinn undir lið 1.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar sat fundinn undir lið 6.

1.Samþætting skóla og tómstundastarfs KPMG viðauki

Málsnúmer 202106115Vakta málsnúmer

Hjálmur Hjálmsson ráðgjafi frá KPMG kynnti fyrir fjölskylduráði skýrslu starfshóps um samþættingu skóla- og frístundastarf á Húsavík og tillögu hópsins um skipulag og framkvæmd starfsins. í skýrslunni eru starfið útfært með það að markmiði m.a. að vinnudegi barna á aldrinum 5-9 ára sé lokið klukkan 16 alla daga sem skapar aukið tækifæri fyrir samveru barna með fjölskyldu og vinum.
Fjölskylduráð þakkar Hjálmi Hjálmssyni og starfshóp fyrir góða kynningu. Ráðið samþykkir tillögu starfshópsins og felur sviðstjórum fjölskyldusviðs í samvinnu við skólastjórnendur og íþrótta- og félagasamtök að hefja vinnu við samþættingu skóla- og frístundastarf samkvæmt skýrslu starfshópsins. Markmið er að hefja starf samkvæmt fyrirliggjandi skýrslu á haustdögum, ráðið óskar eftir upplýsingum um stöðu mála um miðjan júní. Skýrslan verður birt á heimasíðu Norðurþings.

2.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Á 122. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Benóný, Aldey, Helena, Birna og Hafrún.


Birna, Helena og Hafrún leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaðar leggja til að kannaður verði kostnaður við að rífa og fjarlægja Tún, Miðgarð 4, til að þar megi byggja nýtt húsnæði sem hýsa mun félagsmiðstöð og frístund.
Við teljum mikilvægt að við val á staðsetningu fyrir nýtt húsnæði frístundar og félagsmiðstöðvar verði ekki þrengt að möguleikum til stækkunar Borgarhólsskóla. Horfa þarf til áframhaldandi uppbyggingar atvinnlífs og mögulegrar fjölgunar íbúa þegar starfsemi sem snýr að skóla, íþrótta- og tómstundastarfi barna er til umfjöllunar. Okkar skoðun er því sú að nýju húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð verði best fyrir komið að Miðgarði 4. Þá verður ekki þrengt að Borgarhólsskóla eða íþróttahúsinu og möguleikar til stækkunar á húsnæðinu verða til staðar.
Birna Ásgeirsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir

Tillagan er samþykkt samhljóða.


Lagt fram.
Lagt fram til kynningar.

3.Farsælt samfélag fyrir alla

Málsnúmer 202204120Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Þórgunnar R. Vigúsdóttur um málefni frístundar fyrir fatlaða.
Fjölskylduráð þakkar fyrir innsent erindi.

Ákvörðun var tekin að breyta ekki góðu starfi í Borginni. Ráðið leggur áherslu á að nýtt frístundarhúsnæði fyrir öll börn í 1.-4. bekk, verði tilbúið sem allra fyrst. Gert er ráð fyrir að nýtt húsnæði muni einnig hýsa starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir öll börn 5.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar.

Áfram verður horft til þess að Námsver í Borgarhólsskóla verði endurnýjað þar sem þjónusta fyrir börn með sértækar stuðingsþarfir fer m.a. fram.
Ekki er búið að taka ákvörðun um að starfrækja frístund fyrir öll börn í 5.-10. bekk, horft er til þess að nýtt frístundahús megi stækka og byggja við þannig að þjónusta megi þannig úrræði síðar meir.

Ráðið horfir til þess að á næstu þremur árum verði tekinn í notkun nýr íbúðakjarni fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem gerir okkur auðvelt um vik að halda Borginni óbreyttri í Sólbrekku.

4.Athugasemdir vegna fyrirhugaðs flutnings Borgarinnar í Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202204121Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Júlíu Margrétar Birgisdóttur um málefni frístundar fyrir fatlaða.
Fjölskylduráð þakkar fyrir innsent erindi.

Ákvörðun var tekin að breyta ekki góðu starfi í Borginni. Ráðið leggur áherslu á að nýtt frístundarhúsnæði fyrir öll börn í 1.-4. bekk, verði tilbúið sem allra fyrst. Gert er ráð fyrir að nýtt húsnæði muni einnig hýsa starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir öll börn 5.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar.

Áfram verður horft til þess að Námsver í Borgarhólsskóla verði endurnýjað þar sem þjónusta fyrir börn með sértækar stuðingsþarfir fer m.a. fram.
Ekki er búið að taka ákvörðun um að starfrækja frístund fyrir öll börn í 5.-10. bekk, horft er til þess að nýtt frístundahús megi stækka og byggja við þannig að þjónusta megi þannig úrræði síðar meir.

Ráðið horfir til þess að á næstu þremur árum verði tekinn í notkun nýr íbúðakjarni fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem gerir okkur auðvelt um vik að halda Borginni óbreyttri í Sólbrekku.

5.Bréf vegna fyrirhugaðs flutnings Borgarinnar í Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202204127Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Eddu Bjargar Sverrisdóttir um málefni frístundar fyrir fatlaða.
Fjölskylduráð þakkar fyrir innsent erindi.

Ákvörðun var tekin að breyta ekki góðu starfi í Borginni. Ráðið leggur áherslu á að nýtt frístundarhúsnæði fyrir öll börn í 1.-4. bekk, verði tilbúið sem allra fyrst. Gert er ráð fyrir að nýtt húsnæði muni einnig hýsa starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir öll börn 5.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar.

Áfram verður horft til þess að Námsver í Borgarhólsskóla verði endurnýjað þar sem þjónusta fyrir börn með sértækar stuðingsþarfir fer m.a. fram.
Ekki er búið að taka ákvörðun um að starfrækja frístund fyrir öll börn í 5.-10. bekk, horft er til þess að nýtt frístundahús megi stækka og byggja við þannig að þjónusta megi þannig úrræði síðar meir.

Ráðið horfir til þess að á næstu þremur árum verði tekinn í notkun nýr íbúðakjarni fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem gerir okkur auðvelt um vik að halda Borginni óbreyttri í Sólbrekku.

6.Fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Borgarinnar

Málsnúmer 202205009Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Sigríðar Valdimarsdóttur um málefni frístundar fyrir fatlaða
Fjölskylduráð þakkar fyrir innsent erindi.

Ákvörðun var tekin að breyta ekki góðu starfi í Borginni. Ráðið leggur áherslu á að nýtt frístundarhúsnæði fyrir öll börn í 1.-4. bekk, verði tilbúið sem allra fyrst. Gert er ráð fyrir að nýtt húsnæði muni einnig hýsa starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir öll börn 5.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar.

Áfram verður horft til þess að Námsver í Borgarhólsskóla verði endurnýjað þar sem þjónusta fyrir börn með sértækar stuðingsþarfir fer m.a. fram.
Ekki er búið að taka ákvörðun um að starfrækja frístund fyrir öll börn í 5.?10. bekk, horft er til þess að nýtt frístundahús megi stækka og byggja við þannig að þjónusta megi þannig úrræði síðar meir.

Ráðið horfir til þess að á næstu þremur árum verði tekinn í notkun nýr íbúðakjarni fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem gerir okkur auðvelt um vik að halda Borginni óbreyttri í Sólbrekku.

7.Starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um fund sem haldinn var á Kópaskeri 25. apríl um framtíðarhorfur í leikskólamálum á Kópaskeri og í Lundi með hagsmunaaðilum.
Fjölskylduráð þakkar fyrir góðan fund sem haldinn var um leikskólamál á Kópaskeri og í Lundi. Ráðið felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Öxarfjarðarskóla að auglýsa eftir leikskólakennurum á leikskóladeild Öxarfjarðarskóla svo hægt sé að opna að nýju starfsstöð á Kópaskeri.

8.Rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík 2022

Málsnúmer 202203009Vakta málsnúmer

Fyrir fölskylduráði liggja samningsdrög um rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík sumarið 2022.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.

9.Gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings 2022

Málsnúmer 202204130Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrár tjaldsvæða Norðurþings. Gjaldskráin gildir fyrir Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings 2022.
Gjaldskráin verður eftirfarandi per. nótt:
Börn 0-12 ára 0 kr.
Börn 13-17 ára 800 kr.
Fullorðnir 1.600 kr.
Rafmagn 1.000 kr.
Þvottur 800 kr.
Gjaldskránni er vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

10.Völsungur óskar eftir því að sjá um rekstur PCC vallarins á Húsavík sumarið 2022

Málsnúmer 202203010Vakta málsnúmer

Eftir viðræður Norðurþings við Völsung var samhljóða ákvörðun beggja aðila að Norðurþing mundi sjá áfram um rekstur vallarins að sinni.

Lagt fram til kynningar.

11.Mjallhvít - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík

Málsnúmer 202204131Vakta málsnúmer

Leikhópurinn Lotta hefur hug á að sýna leikritið Mjallhvít, sunnudaginn 25.júlí 2022.

Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þess hvort kaupa eigi sýninguna fyrir hátíðargesti Mærudaga.
Fjölskylduráð samþykkir að kaupa sýninguna Mjallhvíti til sýningar á Mærudögum. Sýningin verður í boði Norðurþings.

12.Samstarfssamningur Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur

Málsnúmer 202204133Vakta málsnúmer

Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir endurnýjun á samstarfs og styrkarsamningi við félagið byggðan á fyrri samningi sem rann út um síðastliðin áramót.
Birna Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum miðað við fyrirliggjandi drög og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

13.Framtíðin stefna um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna

Málsnúmer 202204041Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir fjölskylduráð liggur stefna um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna sem Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gefið út.
Lagt fram til kynningar.

14.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Til umsagnar í fjölskylduráði. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuþætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.