Fara í efni

Fjölskylduráð

84. fundur 22. febrúar 2021 kl. 13:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-3.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 4-7.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 9-10.

Aldey Unnar Traustadóttir sat fundinn í fjarfundabúnaði.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 1.

1.Starfsemi Grænuvalla

Málsnúmer 202102099Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grænuvalla, fjölda nemenda og inntöku nýrra nemenda.
Sigríður Valdís leikskólastjóri Grænuvalla kom fyrir ráðið og kynnti stöðu skólans, m.a. fjölda nemenda og inntöku nýrra nemenda.
Ráðið fylgist áfram með málinu og tekur það aftur fyrir í maí.

2.Þjónustusamningur milli Norðurþings og Tjörneshrepps

Málsnúmer 201309093Vakta málsnúmer

Lagður er fram til samþykktar endurskoðaður þjónustusamningur milli Norðurþings og Tjörneshrepps um skólagöngu nemenda af Tjörnesi í grunnskóla Norðurþings.
Endurskoðunin var gerð í kjölfar athugasemda Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í frumkvæðisathugun sinni.
Fjölskylduráð samþykkir framlagaðan þjónustusamning á milli Norðurþings og Tjörneshrepps um skólagöngu nemenda af Tjörnesi í grunnskóla Norðurþings og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

3.Skólaþjónusta - Samningur um skólaþjónustu

Málsnúmer 201801114Vakta málsnúmer

Lagður er fram til samþykktar samningur um skólaþjónustu við Svalbarðshrepp, Langanesbyggð, Tjörneshrepp og Skútustaðahrepp.
Fjölskylduráð samþykkir framlagaðan samning um skólaþjónustu við Svalbarðshrepp, Langanesbyggð, Tjörneshrepp og Skútustaðahrepps og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Velkomin í Norðurþing

Málsnúmer 202102116Vakta málsnúmer

Fjölmenningarfulltrúi yfir nýtt verkefni sem snýr að því að bjóða nýja íbúa af erlendum uppruna velkomin í Norðurþing. Það verður gert með því að senda upplýsingabækling í bréfpósti á alla nýskráða í sveitarfélagið.
Fjölskylduráð þakkar fjölmenningarfulltrúa fyrir kynningu á verkefninu VELKOMIN Í NORÐURÞING og fagnar framkvæmdinni.

5.Matreiðslunámskeið fyrir ungmenni í Norðurþingi

Málsnúmer 202102114Vakta málsnúmer

Henrik Cater hefur óskað eftir því að fá að halda matreiðslunámskeið fyrir unglinga í Norðurþingi
Fjölskylduráð líst ágætlega á hugmynd Henrik Cater og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að þróa hugmyndina áfram t.a.m. í samstarfi við félagsmiðstöðina Tún og leggja frekari útfærslu fyrir ráðið að nýju.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa sækir um styrk að upphæð 200.000 kr. fyrir skiltum af karakterum úr Eurovision kvikmyndinni til að setja upp víðs vegar um Húsavík næsta sumar. Einnig er óskað eftir aðstoð frá starfsfólki Norðurþings við að setja upp skiltin.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Húsavíkurstofu styrk að upphæð 100.000 kr. úr lista - og menningarsjóði Norðurþings.

Ráðið hefur ekki heimild til að ráðstafa starfsfólki þjónustustöðva Norðurþings og vísar þeirri beiðni til skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

Málsnúmer 202102108Vakta málsnúmer

Steinunn Hailer Halldórsdóttir sækir um styrk að upphæð 120.000 kr. vegna tónleika hennar og dönsku sópransöngkonunnar Ninu Sveistrup Clausen í Húsavíkurkirkju í júní. Aðgangur verður ókeypis en frjáls framlög munu renna til Húsavíkurkirkju.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Steinunni Hailer Halldórsdóttur styrk að upphæð 50.000 kr. úr lista- og menningarsjóði Norðurþings.

8.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021

Málsnúmer 202102118Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Samtökum um kvennaathvarf þar sem óskað er eftir rekstarstyrki að upphæð 150.000 kr. fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð frestar málinu.

9.Snjómokstur félagasamtaka

Málsnúmer 202102120Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á snjómokstri fyrir félagasamtök í sveitarfélaginu. Meðal annars er um að ræða snjómokstur að golfskála og snjómokstur á reiðleiðum.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka tillit til kostnaðar við snjómokstur samhliða upptekt á samningum við hestamannafélagið Grana annars vegar og Golfklúbbs Húsavíkur hins vegar.

10.Frístundastyrkir 2020

Málsnúmer 202009042Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar nýtingu á frístundastyrk Norðurþings 1.janúar 2020 - 31 desember 2020.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði ráðinu grein fyrir nýtingu á frístundastyrk Norðurþings á árinu 2020. Nýtingin var 56,9 %.
Upphæð frístundastyrks var 12.000 kr. það árið en er í ár 15.000 kr.

Eins og staðan er í dag eru eftirfarandi félög þátttakendur í frístundastyrkskerfinu: Völsungur, HSÞ, Austri, Tónlistarskóli Húsavíkur, KA, Þór, Akureyrarbær, Fimak (fimleikafélag Akureyrar), Tónlistarskólinn á Akureyri og Dansskóli Steps Akureyri.

Ráðið hvetur félög og einstaklinga að sækja um þátttöku í frístundakerfinu.

Fundi slitið - kl. 15:35.