Fara í efni

Umræður um aðild Norðurþings að Ríkiskaupasamningi

Málsnúmer 202102154

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 90. fundur - 02.03.2021

Kynning og umræður um aðild Norðurþings að Rammasamningi Ríkiskaupa.
Í ljósi umræðna um Rammasamning Ríkiskaupa og þeirrar óvissu sem ríkir varðandi heildarhagsmuni sveitarfélagsins og eins þeirra iðnverktaka sem starfa innan Norðurþings, er kallað eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til aðildar Norðurþings að Rammasamningi Ríkiskaupa og/eða einstakra liða þess samnings.
Til upplýsingar er hér linkur á heimasíðu Ríkiskaupa, rammasamninga https://www.rikiskaup.is/is/rammasamningar/samningarnir/voruflokkar
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fjármálastjóra fyrir veittar upplýsingar. Ráðið telur æskilegt að sveitarfélagið Norðurþing endurskoði aðild sína að rammasamningi Ríkiskaupa sem lítur að þjónustu iðnmeistara o.fl. Fylgjast skal með gildistíma einstakra liða samningsins og þátttöku sveitarfélagsins í þeim. Ráðið vísar þessu til umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 111. fundur - 16.03.2021

Á 90. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð telur æskilegt að sveitarfélagið Norðurþing endurskoði aðild sína að rammasamningi Ríkiskaupa sem lítur að þjónustu iðnmeistara o.fl. Fylgjast skal með gildistíma einstakra liða samningsins og þátttöku sveitarfélagsins í þeim. Ráðið vísar þessu til umræðu í sveitarstjórn.

Til upplýsingar er hér linkur á heimasíðu Ríkiskaupa, rammasamninga https://www.rikiskaup.is/is/rammasamningar/samningarnir/voruflokkar
Til máls tóku; Helena, Bergur, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu;
Að umfjöllun um aðild sveitarfélagsins að einstökum liðum í Rammasamningi Ríkiskaupa verði vísað til byggðarráðs.

Tillagan er samþykkt samhljóða.


Bergur leggur fram eftirfarandi bókun;
Sem fulltrúi í sveitarstjórn Norðurþings vill ég hér með vekja athygli á því máli sem hér er til umræðu, máli sem ég hef haft nokkrar áhyggjur af.
Þann 17 apríl 2019 barst erindi frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, þar með talið Norðurþings. Efni málsins er að vekja athygli sveitarstjórnamanna á því að lög um opinber innkaup taka að fullu gildi 31. maí 2019. En þá varð til gjörbreytt umhverfi innkaupa hjá sveitarfélögum landsins. Hér er um verulega stórt mál að ræða enda miklir fjármunir undir í innkaupum Norðurþings sem og annarra sveitarfélaga. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda og byrjaði, ef ég man rétt með EES tilskipun árið 2014/15 og þriggja ára aðlögunartíma frá 2016 til 2019.
Nú til að gera langa sögu stutta, þá er það þannig að nefnt erindi var aldrei kynnt kjörnum fulltúum, eða tekið fyrir nefnd þrátt fyrir að erindi væri sent til sveitarstjórna. Eftirgrensla mín leiddi til þess að eftirfarandi svar barst frá stjórnsýslu Norðurþings „ Þetta erindi frá sambandinu barst Norðurþingi og var kynnt innanhús til stjórnenda af fjármálastjóra með fundi. Sem sagt, erindið var ekki lagt fyrir í fastanefnd sveitarfélagsins til kynningar.“ Svarið barst fljótt og fyrir það ber að þakka.
Það sem skiptir verulegu máli að mínu mati, er að í ljósi erindisins hefði átt að taka upp pólitíska umræðu um aðkomu Norðurþings að Rammasamningi Ríkiskaupa til umræðu, það er, einstaka liði hans og hvar sveitarfélagið vill vera inni og hvar ekki. Þetta hafa sveitarfélög gert, samanber Akureyrarbæ, Akranesbæ og Borgarbyggð, svo eitthvað sé nefnt.
Flokkarnir sem Norðurþingi er aðili að eru nokkuð margir þ.e.
RK 02 Pappírsvörur, ritföng og prentun, RK 03 Upplýsingatækni og fjarskipti, RK 04 Húsgögn og innanstokksmunir, RK 05 Bílar, eldsneyti og orka, RK 06 Flutningar, RK 08 Matvörur, RK 09 Hreinlætisvörur, RK 11 Rafmagnsvörur og tæki, RK 12 Byggingarvörur, RK 14 Þjónusta og ráðgjöf, RK 16 Umhverfis- og umferðarmál, RK 17 Þjónusta iðnmeistara - Almennir kaupendur.
RK 17 er mér nokkuð hugleikinn en hann innifelur í sér þjónustu, RK 17.02 Blikksmíði 06.09.2022 , RK 17.03 Dúka- og teppalagning 06.09.2022 , RK 17.04 Málmiðnaður 06.09.2022, RK 17.05 Málaraiðn 06.09.2022, RK 17.06 Múrverk 06.09.2022, RK 17.07 Pípulagnir 06.09.2022, RK 17.08 Rafiðnaður 06.09.2022, RK 17.09 Skrúðgarðyrkja 06.09.2022, RK 17.10 Húsasmíði 06.09.2022. Mörg flott fyrirtæki með frábært fagfólk sem veita þessa þjónustu, eru með aðsetur í sveitarfélaginu.
Stóra spurningin er sú hvort Norðurþing beri að fylgja eftir samningnum og ef svo er hvort og hvernig honum hafi verið fylgt eftir? Rétt er að benda á, að um er að ræða miklar upphæðir hjá Norðurþingi, samaber fyrirliggjandi gögn um þjónustukaup og ráðgjafaþjónustu. Upphæð sem hleypur á hundruðum milljóna króna.
Að lokum, þá tel ég rétt að nefna, að þetta mál er ekki tekið upp á einhverjum pólitískum forsendum. Mér er slett sama hver er í meirihluta og hver gerir hvað. Það sem mér er ekki sama um (m.a. í ljósi stjórnsýslulaga) er að bera ábyrð á einhverju sem ég tel að standist ekki skoðun. Í því felst minn metnaður sem og umhyggja fyrir sveitarfélaginu sem ég hef búið í 15 ár. Lokaorð mín eru því hvatning til forseta sveitarstjórnar Norðurþings, að kanna hvort Norðurþingi beri að fylgja eftir samningnum og ef svo er hvort og hvernig honum hafi verið fylgt eftir? Jafnframt er þess óskað kjörnir fulltrúar verði upplýstir um niðurstöðu málsins.
Bergur Elías Ágústsson

Byggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021

Á 111. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var tekið til umfjöllunar erindi frá 90. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi aðild Norðurþings að rammasamningi Ríkiskaupa.

Á fundi sveitarstjórnar var bókað;
Til máls tóku; Helena, Bergur, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu;
Að umfjöllun um aðild sveitarfélagsins að einstökum liðum í Rammasamningi Ríkiskaupa verði vísað til byggðarráðs.

Tillagan er samþykkt samhljóða.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um aðild að rammasamningum og frásögn sveitarfélagsins frá einstökum hlutum hans.
Byggðarráð óskar eftir samantekt á ávinningi aðildar að rammmasamningi.

Byggðarráð Norðurþings - 358. fundur - 08.04.2021

Á 357. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um aðild að rammasamningum og frásögn sveitarfélagsins frá einstökum hlutum hans.
Byggðarráð óskar eftir samantekt á ávinningi aðildar að rammmasamningi.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað fjármálastjóra um ofangreint.
Lagt fram til kynningar.