Fara í efni

Barnavernd - viðauki

Málsnúmer 202102032

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 83. fundur - 08.02.2021

Fyrir liggur niðurstaða úr Málavoginni í barnavernd sem er aðferð til þess að mæla vinnuálag í barnavernd. Niðurstaðan sýnir of mikið álag er á starfsmenn barnaverndar sl. mánuði. Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun ráðsins til að auka mönnun í barnavernd.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að framlagður viðauki barnaverndar upp á 3.074.009 kr. verði samþykktur.

Byggðarráð Norðurþings - 353. fundur - 11.02.2021

Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að framlagður viðauki barnaverndar upp á 3.074.009 kr. verði samþykktur
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra ósk um viðauka til samræmis við reglur um gerð viðauka og leggja fyrir byggðarráð að nýju ásamt minnisblaði um málið.

Byggðarráð Norðurþings - 355. fundur - 04.03.2021

Á 353. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra ósk um viðauka til samræmis við reglur um gerð viðauka og leggja fyrir byggðarráð að nýju ásamt minnisblaði um málið.

Fyrir byggðarráði liggja nú umbeðin skjöl og er framlagður viðauki að fjárhæð 3.074.009 krónur. Gert er ráð fyrir að mæta auknum kostnaði við barnavernd með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir viðauka vegna aukins kostnaðar við barnavernd og vísar honum til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 111. fundur - 16.03.2021

Á 355. fundi var byggðarráðs eftirfarandi bókað;

Byggðarráð samþykkir viðauka vegna aukins kostnaðar við barnavernd og vísar honum til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.